Af pólitískri hugmyndafrćđi unglingsáranna

Á mínum ungdómsárum las ég eins og ungu fólki er líkt töluvert um pólitík, ţađ var anarkisminn sem átti hug minn og heillađi mig meira en ađrar stefnur. Ég svalg í mig frásagnir af Parísarkommúnum og ţátttöku anarkista í borgarastyrjöldinni á Spáni. Ţađ sem heillađi mig var hugmyndin um ţátttöku og samrćđu. Hugmynd um ađ elítur vćru samfélaginu hćttulegar.  Ég velti heilmikiđ fyrir mér hvernig samfélagsleg stjórn gćti átt sér stađ í anarkísku samfélagi.  Margt af ţví sem anarkistar hafa haldiđ á lofti er í dag hluti af hugmyndum okkar um samfélagiđ, umrćđa sem tengist ţátttökulýđrćđi, um áhrif borgarana  á eigiđ líf, vinnustađarlýđrćđi, meira ađ segja  má telja ađ vinnubrögđ sem lögđ eru til í tengslum stađardagskrá 21 byggi á arfleiđ anarkismans.  Anarkisminn sem ég las (eđa eins og ég las hann) var nefnilega andsvar viđ forrćđishyggju kapítalismans og kommúnismans.  Hann var nćr hinum sósíalísku syndíkalistum sem trúđu á mátt stéttarfélaga til áhrifa í samfélaginu. Stéttarfélaga ţar sem fólk sameinađist um tiltekin gildi og vinnubrögđ.  Kannski  var ţađ líka ţess vegna ađ ţegar ég hóf afskipti af stjórnmálum, valdi ég ađ gera ţađ innan míns stéttarfélags. Síđan eru liđin mörg ár og ég verđ ađ viđurkenna ađ ég komst ađ ţví ađ innan stéttarfélaga var elítuhugmyndafrćđin og valdabaráttan grasserandi. Ţar tíđkuđust "sellufundir" í ýmsum formum. Ţađ var ţar sem ég sá ađ ég gat alveg eins veriđ í pólitískum flokki, baktjaldafrćđin byggđu á sömu lögmálum og ef ég vildi breyta samfélaginu yrđi ég ađ gera ţađ innan frá. Svo fór ég í prófkjör og líka í frambođ. Meira ađ segja tvisvar, ekki ofarlega á lista. Sat í nokkrum nefndum. Skal viđurkenna ađ ég varđ samt frekar móđguđ ţegar mér var bođiđ varamannasćti á eftir ungling (ađ mér fannst) í ţá stjórnarnefnd ţar sem ég ţekkti allra best til. Sá ađ ég átti ekki framtíđ í pólitík, viđ áttum ekki samleiđ ég og pólitíkin. Síđan hef ég ekki komiđ nálćgt henni á sama hátt. Nú básúna ég skođanir mínar ađallega úr sófanum heima. 

Ástćđa ţess ađ ég er ađ rifja ţetta upp er ađ ég fann hina sígildu bók The anarchist reader í ritstjórnGeorge Woodcock,  viđ tiltekt í bókaskápnum. Er ađ hugsa um ađ glugga betur í hana á nćstunni, sérstaklega kaflann um menntun í anarkísku samfélagi, sem ber ţađ skemmtilega heiti The evil of national education, ţví nćst er ţađ kaflinn um education through desire báđir eftir William Goodwin eiginmann Mary Wollstonecraft sem ritađi frćgt rit um réttindi og menntun kvenna á átjándu öld.

Ţađ er augljóslega ákveđin ţverstćđa fólgin í ţví ađ trúa á skóla og skólakerfi, en trúa ekki á valdakerfi.  Menntun er álitin einn horsteinn samfélagsins og á ţess ábyrgđ, Wollenstonecraft hélt ţví t.d. fram ađ illa menntađar konur yrđu lítillátar mćđur. Einhvernvegin urđu anarkistarnir ađ leysa ţetta dilemma.  Skólinn er af mörgum álitinn einn hornsteinn lýđrćđisins en samtímis međ gerrćđislegri stofnunum samfélagsins.  Ţessi  ţverstćđa var Dewey hugleikinn, hann taldi ađ skólinn ţyrfti ađ byggja á hugmyndafrćđi samfélagsins og vera samtímis ákveđiđ samfélag. En nú er sem sagt tími upprifjunar og endursköpunar. Nú er ég ađ skođa í mína kistu og spá í hvađ ég ćtla ađ endurskapa. Rifja upp kynni af hugsuđum sem ég hef ekki lesiđ í 30 ár en hafa örugglega haft mótandi áhrif á sjálfsmynd mína.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörđ

stóđst ekki freystinguna ađ setja ţetta kvót í Goodwin međ:

The state of society is incontestably artificial; the power of one man over another must be always derived from convention of from conquest; by nature we are equal. The necessary consequence is, that government must always depend upon the opinion of the governed. Let the most oppressed people under heaven once change their mode of thinking, and they are free…. Government is very limited in its power of making men either virtuous or happy; it is only in the infancy of society that it can do any thing considerable; in its maturity it can only direct a few of our outward actions. But our moral dispositions and character depend very much, perhaps entirely, upon education. From An Account of a Seminary (1783) quoted by Woodcock (1963: 58)

Kristín Dýrfjörđ, 4.2.2009 kl. 02:48

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kristín, ţakka ţér fyrir ţennan ágćta pistil, sem vakti athygli mína ţví ţegar ég var yngri velti ég einmitt líka fyrir mér anarkismanum sem ţjóđfélagsformi.  Sérstaklega ţótti mér áhugaverđ frjálshyggjan, ţ.e. persónulega frelsiđ  sem oft skortir mikiđ á í stofnanasamfélaginu. 

Seinna varđ ég ţó afhuga anarkismanum  ţví bćđi var ađ mér ţótti hugmyndafrćđin innbyrđis ósamkvćm sjálfri sér; annars vegar óheft frelsi en ţó skyldi styđjast viđ stofnanarćđiđ - eins og ţú bendir einmitt á hvađ varđar menntastofnanir og stéttarfélög. 

Hlakka til ađ heyra meira

Kolbrún Hilmars, 4.2.2009 kl. 15:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband