Fyrirsjáanlegt

Það skipti í raun ekki máli hvort Baldur vissi eða vissi ekki um stöðu bankans þegar hann seldi. Það að hann hafi átt í bankanum fyrir fleiri milljónir og að hann seldi á krítískum tímapunkti er nóg til að varpa rýrð á orðspor hans. Það að fáir hafi vitað um eignarhluta hans getur bent til þess að hann hafi sjálfur gert sér grein fyrir að hann var á gráu svæði. Sennilega kom tilfærsla í starfi Baldri sjálfum minnst á óvart.

Ég taldi fyrir löngu að hann yrði látinn fjúka við stjórnarskipti, væri óþægilegt "lík" í lestinni sem enginn vildi hafa með. Það er eitt að vera í sérverkefnum og annað að vera ráðuneytisstjóri. Ég óska Baldri velfarnaðar í nýju starfi.

 


mbl.is Baldur í leyfi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Já, hann eins og margir aðrir er búinn að fá sénsinn til að hverfa frá með virðingu. Svipað eins og einn bakkabróðir sem situr upp í svörtuloftum og hugsar sig um hvort hann fari að óskum forsætisráðherra nú þegar hann er í sporum fólks sem hann sjálfur lét fjúka á sínum tíma.

Skaz, 5.2.2009 kl. 12:57

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er sammála þessu Kristín. Það má gera kröfu til þess að embættismenn hafi einhverja lágmarksdómgreind.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.2.2009 kl. 19:15

3 identicon

hva var hann ekki búinn "að gera hreint fyrir sínum dyrum,og gefa fullnægjandi skýringar"að mati Geirs Haarde?

árni aðals (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband