18.11.2008 | 09:53
Ætlar hann aldrei að þagna "karlskrattinn"?
Er Geir Hilmari lengur stætt á að halda hlífðarskildi yfir vini sínum í seðlabankanum? Maðurinn heldur að hann sé enn í pólitík og hegðar sér samkvæmt því. Áttar maðurinn sig ekki á því að með því hvernig hann sjálfur hefur hegðað sér hefur hann skaðað þessa þjóð, eins og þeir sem hann nú ásakar.
Annars minnir þetta um margt á þá ágætu sögu, Úlfur, úlfur, og flestir vita hvers vegna ekki var hlustað á vesalings drenginn loksins þegar úlfurinn sýndi sig.
Hef líka verið að hugsa um mál Baldurs ráðuneytisstjóra. Það skiptir ekki lengur máli hvort hann vissi eitthvað eða ekki. Á hans hvítflippa hefur ekki bara fallið kusk, heldur risastór skítaklessa og manninum ber sóma síns vegna að segja upp. Hvernig sem fer má hann vera nokkuð viss um að fá uppsagnarbréf um leið og næsti ráðherra fær lyklavöld í fjármálaráðuneytinu. Það vill enginn pólitíkus með sjálfsvitund hafa slíkan farangur í lestinni.
Fjölmiðlar í heljargreipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Leikskólakennari, fyrrum leikskólastjóri, lektor við Háskólann á Akureyri, áhugamanneskja um málefni tengd leikskólanum í sinni víðustu mynd. Blogg sem eru sérstaklega um faglega hlið leikskólastarfs er að finna á www.leikskolabanki.blog.is
Efni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
fyrirlestrar og ritgerðir
- Fyrirlestur um ytra mat Fluttur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. október 2008
- Fyrirlestur - Hvert barn er sinn eigin kór Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Reykjavíkurborgar og RannUng þann 18. apríl 2008
- MA ritgerðin mín Hér má finna ritgerð mína um matsfræði
- (gömul) Rannsókn um viðhorf leikskólakennar til starfsins rannsókn sem gerð var fyrir um tæpum 15árum
- ritgerð um lýðræði og leikskólastefnur
- Leikskóli og trú - skýrsla
Frumkvöðlar
Umræða um leikskóla - mitt blogg
eldri blogg um leikskólamál,skýrslur og greinar
- Vald til breytinga
- Leikskólinn sumargjöf til barna
- leikskólinn fátækragildra kvenna
- Fjölbreytileiki og fjölmenning
- Hávaði í leikskólum
- Funaborg
- Kjarklaust fórnarlamb
- Fagrabrekka og Reggio
- dagur á Iðavelli
- listir og eðilsfræði í leikskólum
- skólaföt
- Skráning (dönsk)
- Leikskólinn pólitískur
- Hönnun leikskóla
- ógn þöggunar
- hræðslan og sjálfsmyndin
- kynjauppeldi?
- Arkitektúr og leikskólar
Sturlubarnið
- Valdagreining Sturlubarnsins
- Sturlubarnið KRingur
- Fyrsti dagurinn í leikskólanum
- Lj´somyndaáhug Sturlubarnsins og sitthvað fleira
- Sturlubarn í húsdýragarðinum
- Sturlubarnið sullar á Íngólfstorgi og skoðar bækur
- Sturla 1. árs
- Sturla, ferð á tjörn og Stöðlakot
- Heimsókn til ömmu og afa í Skeifu
- Að æfa sig á þroskabrautinni
Bloggvinir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Fríða Eyland
- Hörður Svavarsson
- Ingibjörg Margrét
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Margrét Einarsdóttir Long
- Benedikt Sigurðarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Páll Helgi Hannesson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Arna Lára Jónsdóttir
- Björgvin Gunnarsson
- Hlekkur
- Þingmaður
- Ásgerður
- Þóra Guðmundsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- svarta
- Halla Rut
- Sigríður Jónsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gísli Tryggvason
- SVB
- Arnar Ingvarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- cakedecoideas
- Dóra
- Elín Erna Steinarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Stella Jórunn A Levy
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
Nei Davíð er eins og gömul grammófónsplata sem fer í gang jafnvel þegar við eru búin að slíta hann úr innstungunni. Ég vona að karlinn fari nu að halda sér saman. Þjóðin er búin fyrir löngu að fá nóg af karlinum og skaðanum sem hann hefur valdið með embættisfærslum sínum á mismunandi vettvangi.
Baldur Gautur Baldursson, 18.11.2008 kl. 10:16
Ert þú ekki leikskólakennari? Er rétt að kalla Davíð "karlskratta"? Er þínar upplýsingar áreiðanlegar? eða eru þær frá fjölmiðlum og fólki sem enduróma fjölmiðlanna? Ber bankamálaráðherra ekki ábyrgð á fjármálaeftirlitinu? sem hefur allt vald til að hnýsast að vild í stöðu bankana.
Palli (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 10:40
Þetta er ræða manns sem veit að hann er á útleið.
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.11.2008 kl. 10:41
Ég velti fyrir mér var hann einn við stjórnvöldin öll þessi ár? Vorum það ekki við sem kusum? Það er gott að standa á hliðarlínunni og gagnrýna. Ég held að það þyrftu fleiri að segja af sér....
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 10:45
Finnst að fólk ætti að muna hverjir hafa hingað til sagt satt frá, en ekki logið.
Karlinn er með einræðistilburði, en ég man ekki til þess að hann hafi logið, bara sleppt sumum sannleik eins og stjórnmálamenn gera.
Ættum að bíða með nornaveiðar fram yfir kosningar í vor og ýtarlega athugun á málinu, það er betra að sekur sleppi en saklaus hangi.
Það eru 63 sem eiga að fara frá í vor, enda ekki á annan vetur setjandi.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.11.2008 kl. 10:51
Nei, hann Davíð var ekki einn en hann hefur síðustu vikur komið fram af slíku ábyrgðarleysi að það er fordæmalaust. Já, það er gott að standa á hliðarlínunni og ég er stolt af því. Við sem erum á hliðarlínunni höfum nefnileg bæði málfrelsi og tillögurétt.
Mér finnst vont að Davíð eigi öngvan svo góðan vin á sinni hliðarlínu sem að kærir sig um að taka á sig þau óþægindi að segja manninum að nú sé nóg komið og nú sé betra að snúa sér að öðru.
Flestir kjósendur standa á hliðarlínunni og það er nú einu sinni þeirra hlutverk í landi þar sem fulltrúalýðræði er ástundað. En það sem við getum gert og ég hef gert er að vera virk í okkar stjórnmálasamtökum, stéttarfélögum og öðrum þeim félögum þar sem unnið er að framgangi lýðræðisins. Og lífið á vellinum snýst nú einu sinni um líf mitt og þeirra sem mér er annt um, bæði nær og fjær.
ps. ég hef aldrei sett mitt X við D-ið
Kristín Dýrfjörð, 18.11.2008 kl. 10:55
ps, Palli ég þekkti einu sinni mann, afa æskuvinkonu minnar sem skrifaði bók sem hét "Ætlar hann aldrei að þagna karlskrattinn'" maðurinn var háaldraður þegar bókin kom út og var um hann sjálfan. Mér hefur síðan aldrei þótt þetta vera blótsyrði en ágætis lýsingarorð. Ég eit heldur ekki betur en að Davíð hafi á sínum tíma lagt niður Þjóðhagsstofnun (vegna þess að hún átti til að koma með upplýsingar og álit sem ekki þóknuðust manninum), og ekki má gleyma að það er Geir sem er yfirmaður seðlabankans hann er búinn að minna okkur margoft á það undanfarnar vikur.
Kristín Dýrfjörð, 18.11.2008 kl. 11:04
Held að best sé að Davíð tali meira, maður sér nefnilega alltaf betur og betur hverju Ingibjörg og Samfylkingin vildu ná fram með tali um afsögn Davíðs.
Það átti að nota hann sem sökudólg og blóraböggul, til að geta haldið Ráðherrastólum Samfylkingarinnar öruggum, og hylma yfir getuleysinu.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.11.2008 kl. 11:12
Ceaucescu Oddsson er sama andskotans fíflið og nafni hans bölvaður var í Rúmeníu á sínum tíma. Vinnubrögðin eru eins, það er ekki eðlismunur þar á heldur aðeins stigsmunur. Það er ótrúlegt hvað þessi eiginhagsmunasjúki valdafíkill er búinn að komast upp með í þessu þjóðfélagi. Og sökin liggur hjá flestum okkar sem höfðum ekki döngun í okkur eða þor til að henda honum út í kuldann fyrir löngu síðan.
corvus corax, 18.11.2008 kl. 12:28
þessi athugasemd til varnar Davíð var sent á gestabókina, finnst hún eiga heima hér. Enda alveg sjónarmið, hvort sem ég er sammála því eða ekki. Finnst mikið til að nú eigi draga helst til ábyrgðar fyrir öllu klúðrinu Björgvin Sigurðsson, ráðherra. Enginn að segja að hann eigi ekki skilið að hans gjörðir og ekki gjörðir verði skoðaðar og það alveg ofan í smæstu sauma en finnst nú samt heldur langt seilst.
Ætlar hann aldrei að þagna "karlskrattinn"?
Kristín Dýrfjörð, 18.11.2008 kl. 12:36
Aldrei kaus ég Davíð, en hann er endalaust notaður sem boxpúði fyrir hluti sem hann er ekki ábyrgur fyrir, né hafði völd til að stjórna.
Nóg hefur Davíð stríðsherra á samviskunni, það á enginn að þola svona níð eins og Samfylkingin ber á hann, vitandi betur.
Til að halda Ráðherra stólunum og eftirlaununum góðu.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.11.2008 kl. 14:46
Það er skömm af þessum eftirlaunum og hvað sem gerist varðandi kosningar þá hlýtur það að vera krafa okkar kjósenda að þau verði afnumin og líka múðurgreiðslurnar til formanna stjórnarandstöðunnar sem voru hluti af sama pakka á sínum tíma.
En Davíð er ekkert unglamb sem leitt er saklaust til slátrunar, hann er fullfær stjórnmálamaður einn sá áhrifamesti sem við höfum haft (getur meira að segja lesið það í ýmsum gömlum úttektum Morgunblaðsins). Hann bar ábyrgð á ýmsu og nú seinast sjálfum sér, meðtalið að kunna að halda kjafti á viðeigandi tímum.
Kristín Dýrfjörð, 18.11.2008 kl. 16:56
Það eru fleiri sem mættu læra að halda kjafti á viðeigandi tímum... og þá er ég fyrst og fremst að hugsa um þig. Davíð á eftir að fara með meiri reisn inn í sögubækurnar en margur stjórnmálamaðurinn, ISG þar meðtalin. Hún hefur að auki setið nokkra fundina með seðlabankastjóra á þessu ári. Engu að síður ætlar hún að fylgja þeirri bylgju sem nú gengur og safna atkvæðum á kostnað eins manns. Ég held að það sé svei mér rétt sem gárungarnir segja: Það sem kom læknunum mest á óvart var að það hefði fundist eitthvað góðkynja í hausnum á ISG.
Offi (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:50
Offi er hér tekin á beinið fyrir að benda á það sem liggur í augum uppi, en það er að Ingibjörg Sólrún sat 6 fundi með seðlabankastjóra eða stjórum.
Fyrst bankamálaráðherra var ekki boðaður á þessa fundi þá hefð hún átt að gera honum grein fyrir stöðunni. Það gerði hún ekki. Hvers vegna ekki? Talast menn ekki við í Samfylkingunni? Og því eruð þið öll svona upptekin af að beina athyglinni frá þessari einföldu staðreynd?
Það hefur aldrei farið vel á að væna fólk um veikindi sem ekki er sammála manni. Það sýnir bara rökþrot.
Ragnhildur Kolka, 18.11.2008 kl. 22:21
Sæl öll, maður bregður sér af bæ og á meðan fyllist allt af gestum. Mér finnst leitt að einhverjum finnist við sem höfum skoðun á verkum Davíðs og höfum lengi haft eigum bara að þegja. Sérstakleg vegna þess að einhver er ekki sammála. Það er skjót aðferð til að drepa það lýðræði sem við þó þykjumst búa við. Mér finnst líka leitt að sjá ráðist að fólki vegna veikinda þeirra á sama hátt og einn gesta minna gerir. Finnst það ekki bera vott um mikla manneskju, sérstaklega að gera það svo þar af auki í skjóli nafnleysis. Nafnleysið við þessar aðstæður er háttur hugleysingjans þess sem ekki þorir að standa með sjálfum sér.
Já Ragnhildur ég sá í fréttunum í kvöld að Ingibjörg sagði að hún og Geir hafi átt 6 fundi með Davíð. Hefur einhver vitneskju um hvað var rætt á þessum fundum. Ja fyrir utan orð þessa sama Davíðs sem gaf öllum bönkunum heilbrigðisvottorð í maí og jók ekki bindiskyldu. Það má vera að það fólk sem ég studdi með mínu atkvæði hafi ekki brugðist rétt við, ég skal ekki um það segja strax. En þegar allar staðreyndir verða dregnar fram (og sannarlega vona ég það okkar allra vegna) þá fellum við okkar dóm og ef handvömm kemur í ljós þá verður krafa samfylkingarfólks að menn láti af störfum. Munurinn er að við vitum að Davíð hefur brugðist. Hans staðreyndir hafa hrópað á okkur undafarna daga og vikur.
Anna, held að ég verði að viðurkenna að ég hef enn trú á mínum flokki, þó ég eins og fleiri telji að þar innan dyra verði að taka til. Ég er þeirrar trúar að þrátt fyrir allt sé jafnaðarhugsjóninni best borgið þar.
Kristín Dýrfjörð, 18.11.2008 kl. 22:45
Anna, las svörin í póstinum og ruglaði þér við Sigrúnu sem kom með þá tillögu við mig að vera með í yfirtöku á framsókn. Sorrí
Kristín Dýrfjörð, 18.11.2008 kl. 22:49
Að Davíð hafi varað ráðherrana við í febrúar kann vel að vera (sem forráðamenn bankanna höfnuðu í kjölfarið). Seðlabankinn gaf hins vegar bönkunum jákvætt heilbrigðisvottorð í maí. Hvað segja Davíðs-menn við því?
Annars er umræðan um Davíð og ISG yfirleitt ófrjó og þvælin, því miður. Það er augljóslega til fólk sem annað hvort hatar eða elskar þau og sjá ekkert þar á milli.
Blind aðdáun "Offa" á Davíð hleypur þannig með hann í þær gönur að segja fólki að þegja sem endurómar ekki hans eigin skoðanir og til að setja nafnlaust á blað meiðandi ummæli um veikindi ISG. Auðvitað blasir við að þessi maður er ómarktækur heigull. Hí á hann. Oj barasta.
Friðrik Þór Guðmundsson, 18.11.2008 kl. 23:03
Þér/ykkur er vorkunn. En á meðan þú/þið gerið þér/ykkur ekki grein fyrir því, þá er þetta svosem allt hið besta mál. Stéttaskipting er sennilega óumflýjanleg hér eins og í öðrum ríkjum. Amk. þegar fram líða stundir.
Hvað sem öðru gegnir þá var þetta flott ræða. Úthugsuð. Henni ber að fagna, því einhliða málflutningur er sjaldnast heppilegur. Kannski þægilegur, svona fyrir "Jón og Gunnu", því þá er svo auðvelt að ná áttum.
DO þarf visslega vafalaust að víkja, líkt og ríkisstjórnin sjálf á vormánuðum. En hvað tekur við er erfitt að segja og hvort það batnar er enn erfiðara að spá um.
Höfundur ókunnur, 18.11.2008 kl. 23:58
Það er ágætt að það kom loksins fram að þið hafið ekki haft hugmynd um hvað var rætt á þessum fundum, en það stoppar ykkur ekki frá að dæma Davíð.
Það fer best á að bíða þar til rannsókn lýkur. Og ég bendi á að það er Davíð sem kallar á rannsóknina, ekki hin vammlausa Samfylking, enda geri ég ráð fyrir að ISG muni þurfa að standa samráðherrum sínum skil á þögninni.
Ég tek undir með þér Friðrik að Offi átti ekkert með að víkja niðrandi að veikindum ISG, en finnst þér það merki um marktækni að Híja á fólk.
Ragnhildur Kolka, 19.11.2008 kl. 00:19
Sæll ókunnugur, já það er gott að þér líður vel með þinn mann og finnst hann flottur og standa sig vel og að hann bæti einhverju við í umræðuna sem gagnast okkur fólkinu í landinu. Ég tek reyndar alveg undir með þér að þetta var úthugsuð ræða, en úthugsuð til hvers, valda sem mestum usla eða til að varpa ljósi á málin. Ég hef ekki þá trú að Davíð viti ekki til hvers hann var að setja mál sitt fram með þessum hætti. Ég held að hann viti það alveg, en mér finnst hann bara gleyma því hlutverki sem hann er í. Hefði maðurinn enn verið þátttakandi í flokkspólitík þá hefði þessi ræða verið ágætis mál, kannski slæm fyrir flokkinn en mest hefði hún verið innanflokksmál. Málið er hinsvegar að hann er SEÐLABANKASTJÓRI, hann er embættismaður sem hefur verið trúað fyrir stóru verki.
Ég las áðan aftur yfir upphaflegt blogg mitt og velti í framhaldinu fyrir mér hvað það er þar sem fer svona svakalega fyrir brjóstið á Davíðselskandi sjálfstæðimönnum, ég sé það ekki. Ég hef líka hvað eftir annað tekið undir gagnrýni á Samfylkinguna og er þeirrar skoðunar að auðvitað verði að kanna aðkomu ALLRA ráðherra og embættismanna að málinu. En sennilega lesa þeir sem gera athugasemdir ekki allir það sem aðrir hafa skrifað, enda mest um að koma sínum eigin skoðunum á framfæri, vera í kallkeppni (stundum nefnd pissukeppni).
Mér finnst sérstakt hvað ég (á sennilega við um fleiri) er oft sökuð um blindni, en ég velti fyrir mér hvort þetta sé eins og með flísina og bjálkann. Mér finnst ókunnugur svolítið yfirlætisfullur í sannfæringu sinni um eigin yfirburði, væntanlega er hann að tala um vitsmunalega stéttskiptingu, þar sem hann verður hluti af því sem einhverstaðar var kallað ofurmenni ég ...?. Annars finnst mér í lagi að hann viti að ég tel mig ekki hafa yfirburði yfir nokkurn mann, en ég hef skoðun/anir sem ég hef rétt á að láta í ljós og það sem meira er ég geri það UNDIR NAFNI.
Davíð og hans ábyrgð þá velti ég fyrir mér af hverju bindiskyldan var ekki aukin? Hvað með einkavæðingu bankanna? Hvað með reglugerðir? Að lokum ég er nú ekki svo innanbúðar í Samfylkingunni (þó svo að ég kjósi hana og sé flokksbundin) að ég viti hvað rætt er þar í efstu lögum. En ég tek undir með fjölda radda, m.a. úr Sjálfstæðiflokknum að með Davíð í seðlabankabrúnni eru efnahagsstjórn ekki trúverðug, hann er einn þeirra sem átti að gæta minna og þinna hagsmuna. Hans persónulegu hagsmunir vógu að því er virðist þyngra, það sannar ræðan í dag. því miður fyrir þjóðina, því miður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
og Friðrik það er ljótt að hía á minnimáttar, líka hugleysingja.
Kristín Dýrfjörð, 19.11.2008 kl. 00:40
Ragnhildur, ég var ekki að hía á fólk. Ég var að hía á eitthvert nafnlaust fyrirbæri sem skýtur huglaust úr launsátri. Mér finnst það marktækur munur.
Það er alveg merkilegt hversu stórt hlutfall af nafnlausum eiturtungum leynast enn á meðal litla minnihlutans sem enn dáir og dýrkar Davíð, trúir öllu sem hann segir og vonast til að hitta hann við hægri hönd guðs almáttugs.
Vegna eilífs samanburðar við ISG er kannski rétt að hafa í huga að hún hefur aldrei verið sett á þvílíkan stall og Davíð var settur á. Hún fær viðeigandi skammt af gagnrýni og skömmum. Flokkur hennar nýtur hins vegar mikils fylgis, en flokkur Davíðs þverrandi. Sá er dómur kjósenda í skoðanakönnunum um þessar mundir. Flest fólk horfir aftur fyrir núverandi ríkisstjórn til að leita að rót vandans. Og finnur þar fyrir ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar. Hvort sem sumum líkar betur eða verr.
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.11.2008 kl. 01:35
Kristín: Þú kvartar undan því að fólk amist við skoðunum þínum á verkum DO. En bloggið er nú einu sinni opinn miðill og kallar á ýmis viðbrögð. En hverjar eru þessar skoðanir? Það dugar ekki að að tala óljóst um skaða og hegðun. Það liggja engar skoðanir í því. Aðeins óskhyggja.
Nákvæmlega hvað gerði DO sem kom bankahruninu af stað? Engin hefur getað bent á það. En segjum svo að hann hefði ekki gefið bönkunum "heilbrigðisvottorð" í maí, eins og Friðrik nefnir hér, hefði þá ekki verið hægt að saka hann um hrunið? Jú, líklega. En hann gaf vottorðið en vann að því bak við tjöldin að reyna að koma vitinu fyrir ríkisstjórn og ráðamenn bankanna.
Ræður Davíðs vekja alltaf athygli, vegna þess að það sem hann segir skiptir máli. Það skiptir máli að þessari áróðurs- og rógsherferð á hendur Seðlabanka og stjórum hans sé hrundið. Ríkisstjórnin hefur ekkert aðhafst til að stoppa þetta af - líklega fundist þægilegra að spjótum væri beint á aðra en sig.
En þessi ræða DO hefur meðal annars haft þau áhrif að nú hefur ISG sett hart í bak. Nú vill hún ekki að talað sé um "einstakar" gerðir Seðlabankans eða Davíðs Oddssonar heldur óljóst um "trúverðugleika" - af því má draga þá ályktun að þingflokksfundurinn hafi verið henni erfiður (en ég læt þér eftir samsæriskenningarnar).
Friðrik, fyrst við erum farin að skiptast á orðum hér - þá vil ég benda þér á grein á bls. 19 í Mogga dagsins. Hún fjallar um einelti og tilraunir til að koma í veg fyrir það. Hí beinist alltaf að persónu - það er fyrsta eineltislexían sem börn læra í þeim flóknu fræðum. Ég get ekki tekið undir með þér að það sé einhvern tíma réttlætanlegt.
Nafnlausar eiturtungur leynast víða, sbr. Corvus Corax svo ekki bara Offi sé tekinn út úr þessum færslum. Það er líka langur vegur frá að það séu bara Davíðs- dýrkendur sem nýta sér nafnleynd. Mér segir svo hugur að á meðan fólk getur hjúpað sig nafnleynd mun bloggið líða sem samskiptamiðill.
Og bara til að taka af allan vafa um afstöðu mína til einkavæðingar, þá vona ég svo sannarlega að bankarnir stoppi stutt í ríkiseign. Ég er jafnvel til í að erlendir aðilar komi að eignarhaldinu, svo koma megi í veg fyrir pólitískt hagsmunapot í fjárfestingum og fyrirgreiðslum.
Ragnhildur Kolka, 19.11.2008 kl. 11:26
Ragnhildur; hættu þessu vitlausa tali um einelti. Að ég hafi sagt "hí" við Offa hefur ekkert með einelti að gera og það veistu. Þetta "hí" var miklu frekar blanda af "ha ha" og "huh" en alvöru "hí" (í þetta verður vitnað víða!).
Ég skil Kristínu þannig að hún hafi furðað sig á því hvað það væri í færslu hennar sem kallaði á hin sterku viðbrögð Davíðs-dýrkenda, ekki að hún væri að kvarta undan skoðanaskiptum.
"Nákvæmlega hvað gerði DO sem kom bankahruninu af stað? Engin hefur getað bent á það". Þetta er auðvitað hlægileg fullyrðing. Eða grátbrosleg öllu heldur. Allt heila klabbið á Íslandi er byggt upp eftir forskrift Davíðs. Hann var meira og minna forsætisráðherra í tvo áratugi og innleiddi nýrfjálshyggjukerfi einkavina- og frelsisvæðingar, með eftirlitslitlu einkabankakerfi. "Útrásin" er hans verk (þótt hann sé illur út í suma útrásarvíkinga). Það er KERFI HANS sem hrundi. Hans undirstöður og uppbygging hrundu.
Hann svaraði ekki fyrir þetta í ræðunni sinni, heldur kaus að verja sig aðeins sem Seðlabankastjóri. Seðlabankinn átti að hafa eftirlit með bankakerfinu "kerfislægt", en FME að hafa eftirlit með þeim hverjum fyrir sig. Veistu hvað það þýðir, Ragnhildur?
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.11.2008 kl. 11:55
Ragnhildur ávallt velkomin, alltaf til í að ræða við fólk, það sem ég var að furða mig á voru viðbrögð fólks eins og Palla og Offa og Corax, mér finnst jafn smekklaust að kalla Davíð illum nöfnum eftir hræðilegum harðstjórum og það að skrifa á rætinn hátt um veikindi Ingibjargar. Svo það sé á hreinu. Mér finnst líka dálítið fyndið að tala um eigin yfirburði en þora ekki að gera það undir nafni eins og Ókunnur gerir. Þrátt fyrir að um margt geti ég verið sammála honum.
Við Ókunnugur og sennilega líka þú erum sammála um að Davíð er fyllilega ábyrgur gerða sinna. Að hann hefur lagt mikla hugsun í þessa ræðu og já ég er líka viss um að hún á eftir að geymast í sögubókum framtíðarinnar. En hún á eftir að geymast sem pólitísk ræða en ekki sem ræða ábyrgs seðlabankastjóra. Ræða manns sem hefur ekki gert sér grein fyrir að hann yfirgaf hið pólitíska svið til að taka við einu að æðstu embættum landsins.
Ábyrgð Davíðs, á einkavæðingu bankakerfisins er varla ókunnug, á reglugerðarverki samfélagsins er varla ókunnug. Á eftirlitshlutverki Seðlabankans, varla ókunnug. En að hann einhendis hafi verið ábyrgur fyrir kreppunni á Íslandi, fyrir því er hann ekki einn ábyrgur, hann er samábyrgur, fjölda annarra sem brugðust.
Ég hef í tengslum við mitt starf oft fjallað um einelti og þurft að takast á við einelti (já, leikskólabörn geta líka lagt börn í einelti). Að híja á Offa, var ekki hluti af því. En það var óþarfi. Ef það er bannað að híja á Offa, þá Spaugstofan sennilega ein allsherjar eineltisverksmiðja.
Kristín Dýrfjörð, 19.11.2008 kl. 12:31
Friðrik, við leitum ekki endilega til uppruna mannkyns eftir skýringum , þótt segja megi að sumir þættir séu mönnunum eðlislægir. Í bjartsýni okkar vonumst við alltaf til að manninum miði eitthvað fram á veginn.
Þótt Davíð Oddson hafi í stjórnartíð sinni veitt okkur frelsi til athafna er það ekki það sama og að hann hafi ýtt mönnum út á glæfra eða glæpabraut. Ekki frekar en foreldri sem gefur barni sínu frelsi til sjálfsákvarðana í undirbúningi þess fyrir lífið getur talist ábyrgt fyrir öllum þeim feilsporum sem það á eftir að taka síðar meir á ævinni. Einkavæðing bankanna var framfaraskref hvað sem öðru líður og ég vona svo sannarlega að þeir staldri stutt við í ríkisforsjánni. Það mun taka heiminn þessi konstant 60-80 ár að gleyma sukkinu og endurtaka leikinn.
Mín sýn á það þjóðfélag sem DO lagði grunn að í stjórnartíð sinni er að lífskilyrði hér séu almennt betri en áður var, þrátt fyrir kreppu. Stór skref voru tekin fram á við hvað varðar menntun og frelsi. Og það er langur vegur frá að menn þurfi að skammast sín fyrir að aðhyllast frjálshyggju, þótt þú reynir að gera hana tortryggilega með þessu forskeyti sem ekkert á skylt við íslenskan raunveruleika. Eins og þú veist best sjálfur. Kreppan er sár og margir munu eiga erfitt en í kreppunni búa líka tækifæri. Það verður athyglisvert að fylgjast með hvernig þessi vel menntaða og "ríka" þjóð spila úr spilunum á næstu misserum. Við skulum vona að menntunin hafi ekki dregið mátt úr mönnum.
Aðeins nokkur orð um þessa einkavinavæðingu sem þú drepur á Friðrik. Það er varhugavert fyrir fólk sem stutt hefur ISG til valda að þvæla mikið með þetta hugtak. R-listinn átti þar drjúga innkomu. - Svo maður minnist ekki á aumingja Kristínu Árnadóttur, sem nú er orðin nokkurs konar samnefnari fyrir fyrirbrigðið. Það er ágætt að vera vinur vina sinna, en ég er vissum að sú kona gæti plummað sig vel án slíkra vinarbragða. Hún ætti bara að láta reyna á það. Að öðrum kosti verður hún hirðmey að eilífu.
Fyrirgefðu Kristín, að ég láti Friðrik afvegaleiða mig svona, þetta er jú, þitt bloggsvæði. Davíð á eflaust sína ábyrgð í því sem gerst hefur að undanförnu, en það er alrangt að hægt sé að hengja morðið á hann. Það eru of margir sem að málinu komu, ekki bara þessir toppar sem eilíflega eru í umræðunni heldur öll þjóðin. Partur af reiðinn sem ríkir hér núna er einmitt vegna þess að við vitum upp á okkur skömmina. Við vorum meðvirk.
Ég hef engu við færslu mína hér að ofan, um einelti, að bæta . En hvað Spaugstofuna varðar þá gegnir hún ákveðnu hlutverki í samfélaginu, rétt eins og trúðar hafa alla tíð gert. Þó hefur það komið fyrir að hún leggi menn í einelti og þá missir hún tilgang sinn; hættir að vera fyndin og verður bara rætin. Þá tekur maður sér bara hvíld frá áhorfi.
Ragnhildur Kolka, 19.11.2008 kl. 16:41
Það er hía, stelpur, ekki híja. Eins og nýa ekki nýja.
Ragnhildur: "Uppruna mannskynsins"! Góður. Ég fer nú ekki lengra aftur en ca. 1991. Stoppa þó jafnvel frekar við ártalið 2001.
"...frelsi til athafna": Það blasir við að þegar þú veitir aukið frelsi þá mun einhver misnota það og um það snýst málið - að koma upp kerfi þar sem tekið er á óhjákvæmilegum tilraunum til misnotkunar. Sumum virðist það hins vegar vera áhugasamara að smíða kerfi þar sem fátækt fólk getur ekki misnotað "sósíalinn" en að verja land og þjóð fyrir ósvífnum billjónerum. Ég fetti ekki fingur út í aukið athafnafrelsi og sé ekki ástæðu fyrir því að hafa nema kannski einn ríkisbanka, svo þetta sé frá, en mennirnir eru breyskir og þess vegna verður að hafa skilvirkt eftirlitskerfi. Fjármála-löggu gegn þeim sem vilja svindla með frelsið.
Ertu að beina orðunum "fólk sem stutt hefur ISG til valda" til mín? Með hvaða rétti?
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.11.2008 kl. 16:52
Já, þú ert kerfiskarl, það fer ekki á milli mála.
Sé ekki alveg að þú hafir x-að við D í þau 12 ár sem R-listinn var við völd og sé heldur ekki fyrir mér að þú skilir auðu. Þá er til lítils að hafa allar þessar meiningar. En ég hef ekki tíma til að leika meira núna. Þakka gott spjall og sjáumst kannski seinna.
Fyrirgefðu mér þetta með híið, en orðið leikur mér ekki sérlega vel á tungu.
Ragnhildur Kolka, 19.11.2008 kl. 17:54
Þakka þér sömuleiðis, Ragnhildur.
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.11.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.