Vont að vera formaður án prédikunarstóls

"no", sagði maður mér vel kunnugur um daginn þegar það fréttist að Bjarni Harðar væri búinn að segja af sér þingmennsku, "noo, þá verður Jón Sigurðsson aftur formaður".  Guðni búinn að missa baklandið, og Valgerður of umdeild, getur ekki þvegið af sér sín störf. Það reyndist rétt hjá karli að Guðni réð ekki við að missa Bjarna af þingi, en hinsvegar held ég að með bráðri brottför sinni hafi hann skapað Valgerði aðstæður sem duga henni jafnvel til formennsku. Það er ekki líklegt að kallað verði í Jón sem er utan þings, nema ef kosningar verða boðaðar mjög bráðlega. Það er nefnilega vont og sennilega allt að því vonlaust að vera formaður án predikunarstóls.  En hvað veit ég, gamlir þulir hafa oft rétt fyrir sér og þessi hefur haft það sem hobby í áratugi að rýna í pólitík

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sigrún sorry svaraði þér óvart (og kallaði íg Önnu) við færsluna um bankastjórann.

Kristín Dýrfjörð, 18.11.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband