2.1.2008 | 18:05
Gleðileg að mestu en líka ónákvæm frétt
Þó svo að ég gleðjist yfir því að enginn hafi látist af völdu flugslyss á síðustu árum í íslenskri vél, og fagni öllu sem bendi til aukins öryggis í flugi, verð ég að gera athugasemd við fréttaflutning Morgunblaðsins af skýrslu RNF.
"Ekki hefur orðið banaslys í íslensku loftfari síðustu árin og frá árinu 1998 til 2006 var eitt banaslys í íslenskri flugvél, árið 2000."
Árið 2000 var eitt mannskætt flugslys, þá fórst í Skerjafirði farþegavél með 6 manneskjum (en í fréttinni er þetta matreitt eins og eitt banaslys). Vegna Skerjafjarðarslyssins létust sex manneskjur þar af fjórar innan við sólahring frá slysinu.
Í skýrslu RNF er sagt að 4 hafi látist og tveir lifað slasaðir (bls. 64). Þeir tveir sem lifðu af slysið þökk sé björgunarfólki og íslensku heilbrigðiskerfi létust báðir innan við ár frá slysinu af völdum meiðsla sem þeir urðu fyrir. Sonur minn Sturla Þór, þann 1. janúar 2001 (samkvæmt dánarvottorði vegna meiðsla af völdum slyssins) og vinur hans Jón Börkur þann 16. júní 2001.
Ekki banaslys í flugi frá árinu 2000 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:46 | Facebook
Athugasemdir
Í einu banaslysi geta verið nokkrir látnir og þess vegna er þetta orðað svona. Ég er hins vegar sammála því að orðalagið er villandi og gætu lesendur skilið sem svo að þarna sé aðeins um einn einstakling að ræða.
Svo er almenna reglan sú að slys er ekki talið banaslys líði meira en að mig minnir 30 dagar frá slysi þar til viðkomandi deyr. Þess vegna skráir RNF aðeins fjóra látna í flugslysinu í Skerjafirði þrátt fyrir það að sonur þinn og vinur hans hafi klárlega látist af völdum slyssins. Mér skilst að þetta hafi eitthvað með tryggingar að gera en get þó ekki staðfest það.
GBA (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 21:05
Sæl GBA reyndar eru reglur um hvað tilheyrir slysi ekki alltaf alveg einfaldar. Ég reikna með að RNF fari eftir einhverjum alþjóðastöðlum um flug. Ég held hinsvegar að að tryggingarskilmálar geti verið mismunandi og sumir geri ráð fyrir allt að ári.
En hvað um það þá fyndist væntanlega öllum skrýtið ef sagt væri frá því í fréttum að á Íslandi hefði árið ???? orðið 7 banaslys í umferðinni en þess ekki getið að í þessum slysum hefðu 19 manns misst lífið. Óneitanlega lítur fyrri talan betur út.
En allt eru þetta aukaatriði, aðalatriðið er að við getum verið örugg í flugi og ég segi að ég sé öruggari í flugi eftir slysið en fyrir, vegna þess einfaldlega að ég trúi að færri afslættir séu gefnir nú en áður.
Kristín Dýrfjörð, 2.1.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.