12.10.2007 | 21:14
Já, við ætlum að láta þetta ganga, já, við sjáum svo mikla möguleika
Nú er mikilvægt að vanda sig, nú er mikilvægt að kunna að vera stór, kunna það að í pólitík er engin trygging til fyrir að öll málefni eins flokks fái framgang, en nauðsynlegt að kunna að semja, forgangsraða og að gefa eftir. Ég held reyndar að það sé margt sem sameinar og á það verður að líta.
Þetta er eins og þegar við vinnum með fordóma með leikskólabörnum, við reynum að fá þau til að sjá hvað þau eiga sameiginlegt og skoða það. Mér finnst líka ágæt reglan sem gildir í einum leikskóla sem ég þekki til. Þar ákváðu þau að byrja svör við öllum spurningum (bæði á meðal barna og starfsfólk) með því að segja: Já. Hversu erfitt sem það kann að reynast. Barnið spyr: "Má ég fljúga upp í himininn með höndunum?" svarið yrði, "Já, þegar búið er að finna upp hvernig það er hægt." Eða ... (fínt að fá tillögur) Þar á bæ sögðu þær mér að þetta hefði breytt starfsandanum. Kannski þarf hinn nýi meirihluti að tileinka sér slíka afstöðu. Gefur þeim færi á að hugsa og bíður upp á endalausa möguleika.
PS. Leikskólinn ætlar að bjóða upp á námskeið í þessu á starfsdögunum (SARE) okkar í janúar.
Svandís: Valhöll getulaus í erfiðum málum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þarna koma kannski nothæf tillaga í málefnum borgarinnar.
Þetta er ekki létt verk sem nýr meirihluti þarf að fást við.
Bullandi ólga og óánægja innan skólanna.
Mikill skortur á fólki í grunnþjónustu borgarinnar.
Þjónusta sem bæði er lögboðin en ekki síður sú þjónusta sem sveitafélöginn vilja bjóða upp á til að laða að fólk og gera líf borgarbúa meira aðlagandi og skemmtilegt.
En fyrst og fremst mikið vonleysi meðal þeirra sem halda uppi félagsþjónustu, skólaþjónustu og annarri þjónustu sem er borgarbúum nauðsynleg.
Kannski er þetta lausnin:
-Já við þurfum að leiðrétta laun innan þessara greina.
-Já við þurfum að vinna að því að breyta gildismati samfélagsins á umönnunar og kennslustörfum.
-Já við þurfum að vinna að þjóðarsátt um að laun þessara stétta hækki til muna.
Setjumst nú niður og finnum lausnir á þessum svörum.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 12.10.2007 kl. 21:44
Já við finnum leiðir til þess, já, vegna þess að við ætlum það, - Ég gleymdi að segja að já, en... er bannað.
Já við ætlum að fá hvíta húsið (eða hvað þau heita þessi risaauglýsingarfyrirtæki sem hanna viðhorf), til að vinna að magnaðir herferð um viðhorf til barna. (og í leiðinni þeirra sem þau annast og mennta, bæði foreldra og skóla). Sko strax komnar á flug.
Kristín Dýrfjörð, 12.10.2007 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.