Starfsdagar leikskólanna í Reggio Emilia

Um miðjan júní 1999 voru haldnir árlegir starfsdagar starfsfólks leikskólanna í borginni  Reggio Emilia á Ítalíu í þetta skipti var ákveðið að bjóða nokkrum útlendingum að vera þátttakendur í starfsdögunum. Þrettán Evrópubúum og þrettán Bandaríkjamönnum mestmegnis háskólakennurum og vísindamönnum sem vel þekkja til vinnubragða og hugmyndafræði sem unnið er eftir í Reggio Emilia var boðin þátttaka. Héðan frá Íslandi var undirritaðri og Guðrúnu Öldu Harðardóttir brautarstjóra leikskólabrautar  við Háskólann á Akureyri boðið. Af öðrum gestum má nefna Peter Moss frá Bretlandi, Gunnillu Dalhberg frá Svíþjóð, Carolyne Edvards frá Bandaríkjunum  og að endingu heiðursgestinn prófessor Jerome Bruner. Starfsdagarnir fóru fram á ensku og ítölsku og var allt túlkað jafnhraðan á þau mál.    Í upphafi skal strax tekið fram að í Reggio er ekkert til sem heitir Reggiostefna í leikskólauppeldi, þar er aðeins til gott leikskólauppeldi sem byggir á ákveðinni sýn og viðhorfum til barnsins.  Jafnframt er þar skuldbinding um að kynna sér og nýta nýja þekkingu og kenningar um barnið, hvernig það nemur og þroskast. Í Reggio er rætt um samræðu eða dialog á milli þeirra og umheimsins í því augnamiði að allir læri.  

 

Starfsdagar

Skipulag starfsdagana í Reggio er nokkuð frábrugðið því sem við eigum að venjast. Allir leikskólarnir eru saman á  starfsdögum, leikskólarnir eru opnir, en starfsemin er í hægagangi. Að mörgu leyti má líkja þeim við opna ráðstefnu eða námstefnu.

Starfsfólk og foreldrar skiptast á að sækja og halda fyrirlestra, og vera í leikskólanum. Þannig er talið tryggt að allir geti tekið þátt og lagt sitt að mörkum.  Umfjöllunarefni á starfsdögunum eru verkefni sem leikskólarnir hafa verið að vinna að um veturinn.  Val sérhvers leikskóla á vetrarverkefnum fer fram í samræmi við umhverfi, samræður og hugarheim barnanna þar. Litið er á hvert verkefni eða þema í leikskólanum sem litla rannsókn og er því hvert verkefni lítið rannsóknarverkefni. Á starfsdögum eru síðan ferli og niðurstöður þessara rannsókna kynntar og fjallað um þær. Menn velta fyrir sér hvaða ályktun sé hægt að draga. Um hvað eru börn að hugsa, hvernig hugsa börn, hvernig tengist verkefnið kenningum og rannsóknum á þroska barna eru dæmi um spurningar sem velt er upp.   

 

Lesa áfram  í meðfylgjandi skrá hluti af skýrslu úr gamalli skrá í tölvunni minni. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband