Tilfinningaþrungin stund - stofnfundur SARE

 fjoldinn

 Af stofnfundi

Klukkuna vantar korter í fimm og gangurinn fyrir framan leikfimisalinn í gamla miðbæjarskólanum, sem nú hýsir leikskólasvið Reykjavíkur, er orðin fullur af fólki. Það er eftirvænting í loftinu, bros á vörum og glampi í augum. Hvarvetna heyrist, til hamingju með daginn, til hamingju með daginn. Við erum búin að bíða svo lengi. Salurinn er opnaður og inn streymir fólki, allir stólar fyllast og fleiri eru sóttir, hann er þétt skipaður bekkurinn. Á annað hundrað manns mætir til að taka þátt í þessu ævintýr. Mér verður hugsað til þess að tuttugu mínútur yfir fimm þann 7. júlí 1915 lögðu konur af stað úr portinu fyrir utan til þess að fanga kosningarrétti kvenna þann 19. júní 1905, þá eins og nú mættu áhugasamar konur.

 

Klukkan tíu mínútur yfir fimm var fundurinn settur og við tók dagskrá. Fyrst voru nokkur erindi flutt, meðal annars flutti ég eitt.

 

Það var tilfinningaþrungin stund þegar ég sýndi 19 ára gamla frétt úr ríkisjónvarpinu frá sýningu á verkum barnanna í Reggio Emilia á Kjarvalsstöðum, en þar voru líka sýnd verk barna á Marbakka. Við sáum mörg þessa sýningu og undruðumst, undruðumst yfir þeim mætti og hugsun sem þessi verk sýndu, undruðumst yfir þeirri trú á getu barna sem þar birtist. En á fundinum voru líka margir af frumköðlunum af Marbakka sem höfðu ekki séð þessa frétt síðan vorið 1988.

 

Næst var Guðrún Alda í pontu, hún sagði frá Remída deginum á Ítalíu vorið 2002. En Remída er nafn á sérstöku átaki og verkefni sem hefur verið að þróast í Reggio. nafnið er dregið af  Mídasi konungi en eins og við munum kannski flest þá breyttist allt í gull sem hann snerti, Guðrún Alda leiddi okkur í máli og myndum í gegn um verk barna í borginni og hugmyndafræðina á bak við verkefnið.

 

Sigríður Síta sagði frá Remída smiðju á Akureyri nú í ágúst. En einkunnarorð hennar voru Verðmæti liggja víða. Hún sagði frá hversu vel fyrirtækin í bænum og starfsmenn Akureyrarbæjar hefðu tekið í verkefnið. Á Akureyri er áhugi að halda áfram á sömu braut og setja um Remídu sem starfrækt er allt árið.

 

Bæði Guðrún Alda og Sigríður Síta komu inn á hversu mikilvægt er að Remída sé sett upp í samstarfi leikskóla, sveitarfélaga og fyrirtækja. Sem dæmi er samstarf við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Sorpu, sem og fyrirtæki nauðsynleg.

 

Af loknum erindum gerðum við stutt hlé og þáðum kaffi í boði Leikskólasviðs Reykjavíkur.

 

Nú var komið að því að bera upp stofnskrá hinna nýju samtaka, eftir yfirferð, útskýringar og smá umræður voru þau samþykkt samhljóða. Fram var komin tillaga að stjórn sem var kjörin með lófataki. Ég var kosin formaður, en Guðrún Alda Harðardóttir, leikskólakennari, dósent við Háskólann á Akureyri og leikskólaráðgjafi hjá Reykjarvíkurborg,  Kristín Karlsdóttir, leikskólakennari og lektor við Kennaraháskóla Íslands, Kári Halldór, tjáeðlisfræðingur, leikari, leikstjóri og leiklistarkennari og Lovísa Hallgrímsdóttir, leikskólakennari, framkvæmdarstjóri og leikskólastjóri í leikskólanum Regnbognaum í Reykjavík. Í varastjórn voru kjörnar Sigríður Síta Pétursdóttir, leikskólakennari og sérfræðingur við Háskólann á Akureyri og Svava J. Björnsdóttir, leikskólakennari við leikskólann Laugaborg í Reykjavík.

 

Á fundinum voru tvö stærstu verkefni komandi árs kynnt, annarsvegar sameiginlegir starfs- og vinnudagar í janúar 2008, það verkefni skipuleggja fulltrúar 4 leikskóla í samvinnu við stjórn.

  

Stærsta verkefni komandi árs er ráðstefna, vinnusmiðja og námskeið um Remídu í maí 2008, á tuttugu ára afmæli rástefnunnar á Kjarvalsstöðum.  

 

Að lokum vil ég fá að vitna í orð fjögurra ára ítalskt barns sem sagði:

Remída er hús hluta,

það er draumastaður barna.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af stofnfundinum

sítakdGAH


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn. Hlakka til að fylgjast með ykkur, læra af ykkur,  dást að ykkur og vinna með ykkur

Ingibjörg Kristleifsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 20:17

2 identicon

Til hamingju Kristín mín, þetta hefur verið glæsilegt í alla staði.

Við erum að vona að Guðrún Alda sjái sér fært að koma hingað vestur með fyrirlestur.

Kveðja, Sigrún

Sigrún Þórsteins (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 13:01

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk dömur mínar en þið megið líka vera með og stíga dansinn með okkur.  Þetta er ekki félag þeirra sem skuldbinda sig til að vinna heldur þeirra sem áhuga hafa á stefnunni, og jú deilda með okkur sýn á barnið og öll tungumál þess.

Kristín Dýrfjörð, 17.9.2007 kl. 17:25

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

ps. Í síðdegisútvarpinu á rás 2 í dag var viðtal við Fríði á Marbakka og svo Guðrúnu Öldu og Kára Halldór, hvet ykkur til að hlusta á það á vefnum http://www.ruv.is/sdu/ kveðja Kristín

Kristín Dýrfjörð, 17.9.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband