Háóléttir karlar

Ég er ein þeirra sem dreyma mikið. Suma drauma man ég óljóst, suma því miður of vel. Reyndar er það svo að ef mig dreymir mjög mikið, lít ég á það sem merki um efnaskort og treð í mig B vítamíni af miklum móð.

   

En ástæða þessa bloggs er að undafarið hef ég verið að horfa á auglýsingarherferðina um enska boltann. Um biðina, óþreyjuna en líka tilhlökkunina. Herferðin minnir mig á draum sem mig dreymdi fyrir sennilega einum aldarfjórðungi. Ég var að ganga upp Bankastrætið þegar ég tók skyndilega eftir því að á ferli var mikill hópur óléttra karla. Með barnavagna og bumbur út í loft. Var mér þetta afar eftirminnilegur draumur sem mér fannst á þeim tíma líka svo fyndin að ég deildi honum með vinkonum mínum sem dæmi um absúrd drauma. Í draumnum voru karlarnir klæddir sínum venjulega fatnaði ekki kjólum eða slíkt. Þetta voru bara venjulegir háóléttir meðal-Jónar. Kannski er það sú tilfinning að bíða eftir barni sem jafnast helst á við óþreyju sumra karla eftir boltanum. Er að spá í hvort það hafi verið karl eða kona sem átti hugmyndina að þessari herferð?


mbl.is Ljungberg orðaður við West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: svarta

Thad er ekki eftir neinu ad bida hja West Ham thvi vid Sheffield menn aetlum okkur upp!

svarta, 22.7.2007 kl. 18:47

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Mér finnast þessar auglýsingar verulega asnalegar

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.7.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband