Að velja sér grafskrift

Sumt sem maður gerir er endanlegra en annað, eitt af því er að velja sér grafarskrift og legstein. Hvorutveggja nokkuð sem við Lilló ætluðum að gera í sumar, fyrrasumar og sumarið þar áður. Enn erum við ekki búin að því. Finnum okkur ýmislegt til dundurs annað en að heimsækja steinsmiðjur. Í grófum dráttum erum við búin að ákveða hvernig steininn á að vera. En það að panta hann, leggja inn nöfnin og koma honum fyrir á leiðinu er svo endanlegt og erfitt. Einhvern vegin er þetta meira en að velja sér sófasett, eða nýjan bíl. Þessi steinn verður yfir okkur, jafnvel í hundruð ára. En þangað til verður hann yfir Sturlu okkar, afa hans og langafa svo lengi sem við lifum. Hann er merki um forgengnileika lífsins. Áminningu um að hvert líf sem er lifað verður að vera í núinu. Að við verðum að varðveita og fagna minningum okkar, hversu sárar sem þær kunna að vera. En líka áminning um að okkur ber skylda til að stuðla að mögulega ríkulegri úttekt úr minningarbankanum seinna. Það gerum við með því að verja tíma með þeim sem okkur þykir vænt um.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmmm , má þetta ekki vera bara nafnspjald á vegg? það fer að vísu dálítið eftir því hvort maður trúir á að það sé eitthvað eftir dauðann

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 11:30

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Afi minn trúði á líf eftir dauðann, en hann trúði því líka að það versta sem fyrir hann gæti komið í nýja lífinu væri að fólk væri endalaust að kalla hann til sín, að þeim líkama sem væri laus við. Hann lét því brenna sig og hvílir í ómerktri gröf. reyndar er það svo að núna er fljótlegt að fletta upp númerinu með því að fara inn á garður.is -  hef gert það einu sinni - fann leiðið hans eftir mikla leit og er nokkurvegin líka búin að gleyma því núna. 

Hvort líf er eftir dauðann er eitthvað sem ég hef ekki minnstu hugmynd um. En kannski er það þegar að leiðið er barnsins þíns viltu samt að það sé fallegt  og líka grafskriftin - en hún verður líka að vera viðeigandi fyrir hina sem þar eru.

Kristín Dýrfjörð, 25.7.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband