Veit félagi Össsur ekki að hann er ráðherra?

rós

 Félagi minn Össur fer mikinn á bloggsíðu sinni og flestum fréttatímum ljósvakamiðlanna. Mér er nú frekar vel við þennan flokksfélaga en verð að viðurkenna að honum hefur tekist að koma mér á óvart nokkuð reglulega undanfarna daga. Ég hef sumsagt verið að velta því fyrir mér hvort að félagi Össur viti ekki að hann er ráðherra. Mér finnst hann stundum tala eins og hann sé enn í stjórnarandstöðu. Mér fannst t.d. ekkert vit í því af ráðherra að láta nappa sig í að segja að fólk ætti að fá að beygja lögin af hentisemi vegna þess að veðrið sé gott. Hvað fyndist honum um að ég keyri yfir á rauðu af því að það er engin lögga viðstödd til að grípa mig og ég tel mig ekki skapa hættu fyrir samborgarana? Ef félagi Össur vildi hafa skoðun hefði ekki verið skynsamlegra að láta vita að hann ætlaði strax í haust að fara í að endurskoða þessa “vitlausu” reglugerð. Ég veit að félagi Össur er tilfinningavera. En mér fannst blogg hans um málefni Alejöndru vera á mörkum þess sem ráðherra skrifar. Ég hefði skilið það hefði það verið kammerrat Ögmundur.        

 

Í gamla daga þegar ég var enn í leikskólanum, báðum við stundum tilfinningarík og hvatvís börn að leggja eina reglu á minnið – og beita henni við flest tækifæri. Reglan var: Stoppa og hugsa. 

 

Man alltaf ungan félaga minn sem um sumt minnir á ráðherrann, skarpgreindur drengur, mikill náttúrusjarmör en ákaflega hvatvís. Eitt sinn þegar hann var á hraðleið til að gera eitthvað sem ekki var alveg æskilegt, verður mínum manni litið upp og sér mig. Hann lyftir vísifingri á loft og segir: “Stoppa og hugsa”, labbar nokkur skref afturábak og gekk svo rólega leiðar sinnar framhjá mér.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: svarta

Ég ætti líka stundum að stoppa og hugsa  Ég hefði til dæmis átt að gera það áður en ég gekk í Framsókn - eða the farmers party ... var svosem aldrei neitt partý þar

svarta, 18.7.2007 kl. 10:10

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Hafi einhvertíma verið stund til að Stoppa og hugsa þá var það á því mómenti. Annars get ég huggað þig á að ég þekki ýmislegt ágætt fólk sem var einusinni í framsókn, meira að segja fólk sem er það enn. Þannig að þér er alls ekki, alls varnað 

Kristín Dýrfjörð, 18.7.2007 kl. 12:58

3 identicon

Ég þekki tvo sem eru í framsókn

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 15:20

4 identicon

nei bíðið við gleymdi einum svo ég þekki þrjá

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 15:20

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Er þetta ekki bara í kjaftinum á Össuri?

Hins vegar sendi hann til föðurhúsa til orkufyrirtækja allmargar óafgreiddar umsóknir um rannsóknarleyfi á ósnertum svæðum! Slík aðgerð var í senn lögleg og siðleg og sjálfsögð og meira að segja í samræmi við kosningaloforðin ykkar. Þetta var ekki í fljótræði heldur góð aðgerð!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.7.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband