Á að vera hluti af sorhirðunni

Fyrir heilum 13 árum bjó ég í um tíma miðvesturríkjum Bandaríkjanna, nánar tilekið í borginni Oak Park við Chicago, þar flokkuðum við sorp og settum út í þar til gerðar tunnur á tilteknum dögum, á þriðjudögum hirtu þeir heimilissorpið á fimmtudögum kom bílinn sem hirti pappír og þessháttar aðra hverja viku kom glerbílinn. Við húsið voru 3 tunnur, hver með sínum lit. Þetta var á þeim tíma talin sjálfsögð þjónusta borgarinnar við íbúa. Meira að segja í Bandaríkjunum var þetta hluti af samfélagsþjónustunni. Ég hef oft velt fyrir af hverju íslensk borgaryfirvöld hafa ekki haft þetta sem hluta af sinni þjónustu – því segi ég takk fyrir mig. Mér finnst þetta vera eitt af verkefnum sveitarfélagana – er hluti af sorphirðunni og skiptir gríðamiklu máli við að byggja upp á öllum heimilum venju við að flokka.


mbl.is Segir Reykjavíkurborg í samkeppni við einkaaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ísland mun vera langt á eftir öðrum Evrópulöndum og stjórnvöldum er nauðugur kostur að flokka sorp. Mér finnst afar andhælislegt að maður þurfi að borga sérstaklega fyrir að tekið sé á móti sorpinu flokkuðu, ætti að vera aukagjald ef það er ekki flokkað. Raunar held ég að það sé nauðsynlegt að það séu viðurlög við því að henda óflokkuðu sorpi.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.7.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sammála - en eina leiðin til að hægt sé að beita viðurlögum er að þjónustan sé í boði og að hún sé aðgengileg fyrir alla. Þess vegna hlýtur þetta að vera hlutverk sveitarfélaga, - hvort þeir svo ráða sér fyrirtæki út í bæ til að tæma þessar tunnur er svo allt annað mál.

Kristín Dýrfjörð, 4.7.2007 kl. 15:26

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Við hendum samt ekki rusli á gólfið hjá okkur þótt ruslafatan sé í næsta herbergi - heldur förum með ruslið. En ef samfélagið ætlar að ná árangri í að minnka sorp, einkum óflokkað sorp, þarf að koma til móts við okkur - fremur en beinlínis að láta mann borga meira. Sniðugt að borgað sé eftir vigt - vildi eiga kost á því.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.7.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband