2.5.2007 | 19:26
Túrverkir og megrun - einstaka fæðingar um það má ræða
Í gær skellti ég mér með í fámennið sem gekk undir fána Kenndarsambandsins. Jæja, hvað er rætt um pólitík á kaffistofunni?, spurði ég leikskólakennara í göngunni. Ekkert, sagði hún. Ekkert hváði ég nei, Það er bannað að ræða pólitík og kjaramál á kaffistofunni.
Og furðar einhvern að fámennt hafi verið undir kennarafánanum.
Hvaða kallavinnustaður mundi láta bjóða sér slíkt bann. Samkvæmt þessu má bara ræða túrverki, fæðingar, mataruppskriftir, megrun og partý. Ég vona innilega að það séu fáir leikskólar svona ólýðræðislegir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Leikskólakennari, fyrrum leikskólastjóri, lektor við Háskólann á Akureyri, áhugamanneskja um málefni tengd leikskólanum í sinni víðustu mynd. Blogg sem eru sérstaklega um faglega hlið leikskólastarfs er að finna á www.leikskolabanki.blog.is
Efni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 358855
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
fyrirlestrar og ritgerðir
- Fyrirlestur um ytra mat Fluttur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. október 2008
- Fyrirlestur - Hvert barn er sinn eigin kór Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Reykjavíkurborgar og RannUng þann 18. apríl 2008
- MA ritgerðin mín Hér má finna ritgerð mína um matsfræði
- (gömul) Rannsókn um viðhorf leikskólakennar til starfsins rannsókn sem gerð var fyrir um tæpum 15árum
- ritgerð um lýðræði og leikskólastefnur
- Leikskóli og trú - skýrsla
Frumkvöðlar
Umræða um leikskóla - mitt blogg
eldri blogg um leikskólamál,skýrslur og greinar
- Vald til breytinga
- Leikskólinn sumargjöf til barna
- leikskólinn fátækragildra kvenna
- Fjölbreytileiki og fjölmenning
- Hávaði í leikskólum
- Funaborg
- Kjarklaust fórnarlamb
- Fagrabrekka og Reggio
- dagur á Iðavelli
- listir og eðilsfræði í leikskólum
- skólaföt
- Skráning (dönsk)
- Leikskólinn pólitískur
- Hönnun leikskóla
- ógn þöggunar
- hræðslan og sjálfsmyndin
- kynjauppeldi?
- Arkitektúr og leikskólar
Sturlubarnið
- Valdagreining Sturlubarnsins
- Sturlubarnið KRingur
- Fyrsti dagurinn í leikskólanum
- Lj´somyndaáhug Sturlubarnsins og sitthvað fleira
- Sturlubarn í húsdýragarðinum
- Sturlubarnið sullar á Íngólfstorgi og skoðar bækur
- Sturla 1. árs
- Sturla, ferð á tjörn og Stöðlakot
- Heimsókn til ömmu og afa í Skeifu
- Að æfa sig á þroskabrautinni
Bloggvinir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Fríða Eyland
- Hörður Svavarsson
- Ingibjörg Margrét
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Margrét Einarsdóttir Long
- Benedikt Sigurðarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Páll Helgi Hannesson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Arna Lára Jónsdóttir
- Björgvin Gunnarsson
- Hlekkur
- Þingmaður
- Ásgerður
- Þóra Guðmundsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- svarta
- Halla Rut
- Sigríður Jónsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gísli Tryggvason
- SVB
- Arnar Ingvarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- cakedecoideas
- Dóra
- Elín Erna Steinarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Stella Jórunn A Levy
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
Ég myndi nú krefjast skýringa ef svona straff væri sett á mig. Hefur einhver yfirmaður leyfi til að taka af fólki málfrelsið á vinnustað?
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 20:41
ÞAð er víst svoo viðkvæmt og svo fer fólki að líða svo illa þegar umræðurnar verða fjörugar. Þetta er víst sett til að vernda þá sem ekki þola umræðuna, fara allar í hnút innan í sér og soleiðis. Svo náttúrulega getur hún líka skemmt móralinn, við verðum víst ekki allar nógu góðar vinkonur ef við förum að takast á um pólitík.
Mér finnst þetta reyndar forsjárhyggja á hæsta plani og ótrúleg frekja. Ég veit að fólk er misáhugasamt um pólitík, sumir eins og ég erum stundum dáldið híber en á móti þá getur fólk bara sleppt því að ræða við okkur. Ég er sko eignlega enn að jafna mig - skammaðist mín svo mikið fyrir hönd stéttarinnar að ég var álveg frá í gær að ákveða hvort ég ætti að blogga um þetta.
Kristín Dýrfjörð, 2.5.2007 kl. 21:03
Þetta er alveg hreint ótrúlegt - ég bara spyr hvernig getur fólk hugsað sér að vinna á vinnustað þar sem bannað að ræða kjaramál - hvers konar ofbeldi er þetta eiginlega?
kv Díana
Diana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 22:35
Sæl, og þið báðar, það er nú svo að margir eru bara fegnir svona banni, hafa þá ástæðu til að þurfa ekki að taka þátt í umræðu, losna við þessi leiðindi. Í kosningunum 2003 bjuggum við í Ameríkum ég skrapp aðeins heim fyrir kosningar og var að spyrja fólk um hitt og þetta sem ég upplifði af kosningarbaráttunni í gegn um netið. Var spurð: eru enn að spá í þetta? þetta er svo óintresant og svo framvegis. Mig meira segja rekur minni til að hafa heyrt svipað áður, alla vega um að það ætti að banna svona umræður í kaffistofunni, hún ætti að vera svona political free zone. 'Sérstaklega þar sem eldheitt fólk væri. Það væri svo þvingandi að þurfa endalaust vera að ræða og jafnvel réttlæta pólitíkina. Held að það sama hafi stundum átt við um kjaramálin. Það er svo lítið gefandi að ræða þau.
En hættan sem fylgir svona afstöðu er auðvitað líka mikil. Hvað með gagnrýna hugsun, hvað með að læra að hlusta á hvert annað og bera virðingu fyrir hvert öðru, hvernig eigum við að kenna börnum að læra að hlusta og bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars en þora samtímis ekki að gera það sjálf, af því að það er svo óþægilegt.
Í mínum huga er þetta svona eins og að taka þríhjólin úr garðinum af því að það er alltaf verið að rífast um þau. Með því að fjarlægja þau eru búið að gera út um vandamálið. En hvað læra börnin, hvernig förum við með þá sem eru vandamál, fjarlægjum þá. Í stað þess að líta á þau tækifæri sem felast í því að semja um hjólin, komast að sanngjarnir niðurstöðu, að nota þríhjólakrísuna til að styrkja lýðræði þá tökum við það úr umferð. Svona eins og við bönnum umræðu um pólitík í kaffistofunni.
ps. Held nefnilega að svona "bann" sé ekki einsdæmi fyrir þennan leikskóla - held að þetta sé tíðkað á fleiri stöðum - kannski ekki eins opið en með því að það er gefið sterkt í skin að þetta sé óæskileg umræða. Er hluti af míkópólitík viðkomandi staða.
Kristín Dýrfjörð, 2.5.2007 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.