Funaborg og skólastarf í anda Reggio Emilia

c_documents_and_settings_kristin_my_documents_my_pictures_opin_visindasmidja_vis2.jpg

Rannsókn viđ ljósaborđiđ

Fékk bođ frá leikskólanum Funaborg um opiđ hús nćsta fimmtudag. Leikskólinn Funaborg er í Grafarvogi, rekinn af Reykjavíkurborg. Hann var opnađur 1994, einn af kosningarskólum ţess árs. Fyrir ţá sem ekki muna ţá er ţetta áriđ sem Reykjavíkurlistinn komst til valda. Funaborg var byggđ á ţeim tíma ţegar ţađ var enn í tísku ađ byggja smátt – en ţetta er tveggja deilda leikskóli. Í dag er varla tekin skófla fyrir minna en 6 deilda skóla. Jafnvel í litlum bćjarfélögum. Ég sé ţađ reyndar sem kost, bćđi vegna ţess ađ ég hef trú á stórum skólum og svo hitt ađ ţegar fram líđa stundir á börnum eftir ađ fćkka á Íslandi og ţá verđa fleiri fermetrar til fyrir nćstu kynslóđir leikskólabarna. Á Funaborg hefur veriđ nokkur áhugi á starfi í anda Reggio Emilia og starfsfólkiđ veriđ ađ tileinka sér ýmis verkfćri ćttuđ frá Reggio. Í borginni Reggio Emilia í Romagna hérađi á Ítalíu hefur í nokkra áratugi veriđ ađ ţróast leikskólastarf sem leikskólafólk víđa í heiminum lítur til. Ţar er litiđ á börn sem getumikil og hćfileikarík. Ţar er litiđ á möguleika barna en ekki einblínt á vanmátt og getuleysi. Margir leikskólar á Íslandi hafa veriđ ađ feta sömu leiđ og skólarnir í Reggio. Vel ađ merkja er lögđ áhersla á ţađ í Reggio ađ ţar sé lögđ til ađferđafrćđi, jafnvel heimspeki en hvert land og hver skóli verđi ađ ţróa sig. Ţróa starfiđ út frá ţví umhverfi sem hann er í. Malaguzzi einn hugmyndafrćđingur starfsins í Reggio lét einhvertíma ţau orđ falla (eđa svona nokkur veginn) ađ ef ţađ ćtti ađ efla gćđi leikskólastarfsins ţyrfti ađ tryggja ađ kennarar gćtu ţróađ sig. Reggio skólarnir vinna flestir eftir ţví sem kalla má fljótandi námskrá. Ţar sem unniđ er út frá hugmyndum barna og starfsfólks. Ţađ verđur gaman ađ sjá hvernig Funaborg ţróar sitt starf.

 

Ţeir sem vilja vita meira um Reggio

http://zerosei.comune.re.it/inter/index.htm

og ţeir sem vilja vita meira um Funaborg

http://gamli.leikskolar.is/leikskolar/default.asp?cat_id=56

 

Umhverfistefna í Reggio byggir m.a. á ţví ađ leikskólarnir eru í samstarfi viđ foreldra og samfélagiđ í heild. Bćjarfélagiđ hefur t.d. sett á stofn móttökustöđ sem nefnist Re-media, ţangađ koma litlu verksmiđjurnar sem eru međal annars einkenni hérađsins međ allt mögulegt sem er afgangs í framleiđslunni og leikskólarnir geta nálgast efniviđ til ađ vinna međ.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin í bloggheima. Takk fyrir ađ deila ţessum vísdómi frá Reggio Emilia međ okkur. Mér finnst ţessi hugmyndafrćđi afskaplega heillandi og ef ég ćtti börn á leikskólaaldri vildi ég gjarnan geta valiđ ađ senda börnin mín í leikskóla sem byggir á hugmyndafrćđi í anda Reggio. En kannski koma barnabörn síđar sem ég heimsćki í slíkan skóla - hver veit 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráđ) 11.4.2007 kl. 10:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband