ég ţoli ekki hávađa

 Ég ţoli ekki hávađ – ég verđ ţreytt í hávađa, ég missi einbeitingu og ég verđ pirruđ. En á međan ég starfađi sem leikskólakennari var hávađi gjarnan hlutskipti mitt. Ţess vegna hefur ţađ líka veriđ áhugamál mitt lengi ađ skođa hvađ hćgt er ađ gera innan leikskólanna til ađ draga úr ţeim hávađa sem ţar er.

 

Hljóđ endurkastast frá sléttum flötum svipađ og ljós endurkastast frá spegli. Ţađ fer eftir ţví horni sem hljóđiđ lendir á fletinum hvernig endurkastiđ verđur. Viđ vitum ađ ţađ er ýmislegt sem stöđvar endurkastiđ og í mörgum leikskólum hefur veriđ unniđ markvisst ađ ţví ađ bćta hljóđumhverfiđ. Viđ höfum sett dúka á matarborđin, viđ höfum sett fílttappa undir stóla, viđ höfum hengt myndir og teppi upp ţannig ađ virki sem hljóđmanir. Viđ höfum sett stórar mottur á gólf. En svo var kannski málađ yfir hljóđeinangrandi plöturnar í loftinu. Auvitađ eiga sérfrćđingar í hljóđi ađ taka ţátt í hönnun leikskóla.

 

Annars held ég ţví fram, án allra rannsókna ađ hluti af vandamálum leikskóla, sé of mörg börn. ţađ sé ástćđa tíđra mannaskipta, ástćđa hluta einbeitingaskorts og allsslags vandamála í bćđi barna og starfsmannahópnum.  Ekki misskilja ég á ekki viđ of mörg börn á starfsmann, ég á ekki viđ of stóra hópa, ég á viđ ađ viđ erum ađ setja allt of marga einstaklinga inn í sama rými. Viđ erum međ allt of fáa fermetra fyrir hvert barn í leikskólunum okkar inn á deildum.

 

Hugsiđ ykkur ađ vera í stöđugu kokteilpartý alla daga og ţá getiđ ţiđ ímyndađ ykkur hvernig ástandiđ er oft í leikskólum. Í morgun las ég grein í blađinu (ţessu nafnlausa), ţar sem rćtt var um börnin sem framtíđina. Í mínum huga er ţau ekki fyrst og fremst framtíđin – ţau eru nútíđin, ţess vegna ţurfum viđ ađ gera eitthvađ strax .


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband