10.4.2009 | 21:26
Trójuhestur í flokknum
Loksins er ég búin að fatta þetta með millurnar í flokksjóðinn. Auðvitað, það var Trójuhestur í Sjálfstæðisflokknum. Hvernig er annars hægt að skýra að jafn vammlaus flokkur hafi tekið við upphæðum sem hvergi hafa sést í flokkapólitík áður. Þetta hlýtur að vera Samfylkingarfólkinu í Sjálfstæðisflokknum að kenna. Fólkinu sem hefur starfað í leynd í flokknum í áratugi. Svona "svefngenglar" sem hægt var að vekja á viðkvæmum tímum til að njósna í Bandaríkjunum á árum kaldastríðsáranna. Þannig er þetta auðvitað, hjúkkett fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Allt í grænum sjó þar á ný eða kannski bláum.
Framhaldið í höndum formannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 12:49
Tómur sparibaukur flokksins
Það hefur alla tíð verið ljóst að fjárhirslur Sjálfstæðisflokksins hafa verið drýgri og auðveldara að afla í þær en hjá öðrum flokkum. Það þarf ekki annað en að horfa á magn auglýsinga og hversu faglega þær hafa yfirleitt verið unnar. Slíkt fæst ekki gefins. Flokkurinn hefur líka lengstum verið flokkur fjármagnseigenda, flokkur þeirra sem trúa á gildi; ég klóra þér, þú klórar mér pólitíkur. Eitt birtingarform hennar er að gefa vel til flokksins.
Ég veitti eftirtekt að Bjarni Ben lofaði að birta lista yfir alla sem gáfu meira en milljón. Frá því hefur Valhöll horfið enda held ég að þjóðinni myndi ofbjóða sú græðgi sem þá opinberaðist. Sennilega hefur flokkurinn fengið tugi ef ekki á annað hundrað milljóna samanlagt í minni styrki. Að þeir hafi síðan þurft risastyrki til að láta enda ná saman sýnir óábyrga kosningarbaráttu og verulega ótrausta efnahagsstjórn innan flokksins.
Þær fréttir hafa verið að berast að Samfylkingin hafi þegið 13 milljónir samanlagt í styrki frá Landsbankanum, Kaupþingi og Glitni. Nokkuð virðist vera ljóst að stærstu bankarnir hafa styrkt þá flokka sem um hafa beðið með svipaðri upphæð. Með því hafa þeir reynt að viðhalda ákveðnu jafnræði milli flokka.
Styrkir eru og hafa verið hluti af því sem mörg fyrirtæki líta á sem styrk til lýðræðisins. Þess vegna styrkja þau flest fleiri en einn flokk. Um það hefur aldrei verið deilt, deilurnar snúa um upphæðirnar. Kosningarbarátta, jafnvel hófstilltri, kostar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er barnaskapur að halda að allir flokkar reyni ekki að afla fjár á einhvern hátt.
Eftir að lögin voru sett 2006 jukust þær upphæðir sem flokkarnir fengu úr sjóðum hins opinbera. Með því var hugmyndin að frelsa flokkana undan því að þurfa að afla styrkja á sama hátt og áður.
Landsbankinn veitti 2 styrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 13:44
Skera niður leikskólastarf
Í gær horfði ég á samantektina á undan kosningarsjónvarpinu á RÚV. Sérstaka athygli mína vakti viðtal við Karl Björnsson framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga. Hann taldi nokkuð ljóst að lítið yrði hægt að draga saman í grunnskólanum en leikskólinn væri allt annað mál, hann væri ekki lögbundinn á sama hátt og grunnskólinn. Þar væru því tækifæri til sparnaðar. Það væri afar forvitnilegt að vita hvað Karl meinti með þessu og hvað hann telur að skera eigi niður eða hvar eigi að auka gjaldtökur í leikskólanum. Sjálf er ég þeirrar skoðunar að það skref að láta greiða sérstaklega og hátt gjald fyrir 9 tímann sé heillavænlegt skref hjá borginni (að teknu tilliti til einstæðra foreldra). Og ég tel t.d að þetta gjald eigi að undirskilja systkinaafslætti. Með þessu fengist ýmislegt. Til heilla fyrir börn og rekstur leikskóla.
Sjálf hef ég talað fyrir því að allt að 5- 6 tímar væri á tilteknu verði en síðan hver tími umfram það seldur margfalt dýrara. Ég vil að öll börn eigi rétt á leikskóla og að að flest börn séu í leikskólum, en hversu góður sem leikskólinn er hafa fá börn eitthvað að gera þar 45-50 tíma á viku.
19.3.2009 | 19:33
Er það fréttnæmt?
Held að það séu afar fáir í Samfylkingunni sem ekki styðja Jóhönnu, bæði sem formanns og forsætisráðherraefni. Mér hefði hinsvegar þótt fréttnæmt ef hann hefði ekki stutt hana.
Dagur styður Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2009 | 13:58
Hugvísindaþing
Hugvísindaþing er hafið. Þar er margt áhugavert á dagskrá. Ætla að skreppa á morgun og hlusta á nokkur erindi. Hvet sem flesta til að skoða dagskrána. Lenti í gær í skemmtilegri samræðu um hugmyndir Mary Wollstonekraft, eins fyrsta femínistans. Bæði anarkistar og sósíalistar vilja eigna sér hana. Hún er eins og Lilja sem allir vildu kveðið hafa. En eru það ekki örlög margra frumkvöðla og hugsuða? Hef áður minnst lítillega á hana, en kannski eiga uppeldishugmyndir hennar alveg skilið eins og eitt blogg frá mér. Til dæmis hugmyndir hennar um hlutverk og mikilvægi jafningjahópsins.
11.3.2009 | 22:33
Hring eftir hring
Ég rakst á alveg hreint frábæra bók um daginn. Höfundurinn, hún Elfa Lilja Gísladóttir gefur hana út sjálf og lét ekki prenta nema 500 eintök. Þannig að það er um að gera að tryggja sér eintak sem fyrst. Bókin er þessleg að hver leikskóli verður að eignast sitt eintak og allir metnaðarfullir leikskólakennarar líka. Hún á að vera hluti að þeim verkfærum sem við tökum með okkur á milli staða.
Þegar ég var 1. árs nemi 1984 á Hlíðarenda byrjaði ég að safna í mína söng-, ljóða- og þulumöppu. Elstu blöðin eru ljósrituð á svona glansandi svartslettan ljósritunarpappír. Sumt er handskrifað og annað ljósritað á betri vélar seinna. Ég hef alla tíða verið þakklát fyrir safnið mitt og í það hefur bæst með árunum. Í dag er mappan dregin fram þegar Sturla kemur hér í heimsókn og ég þarf að rifja upp leikskólalögin og textana. Það er alveg ótrúlegt hvað lögin sitja lengi í manni. Sumar þulur kann ég líka jafnvel núna og þá. Enda þulur ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá mér.
Þar sem ég vann lengstum höfðum við þann háttinn á, að hún Systa leikskólakennari sem bæði var lagviss og kunni að lesa nótur, söng inn á spólur fyrir okkur. Svo hlustuðum við í kaffitímunum og pikkuðum upp laglínuna. Bókin hennar Elfu byggir að hluta á sömu hugmynd. Lögin eru öll spiluð á píanó svo fólk geti pikkað upp laglínur.
Ég bað Elfu um að senda mér upplýsingar um bókina og fékk meðfylgjandi skjal sem ég hvet sem flesta til að kynna sér. Mikill metnaður er lagður í allan frágang bókarinnar. Hún er yfirgripsmikill og byggir á mikilli fjölbreytni. Ég hvet sem flesta leikskólakennara að bóka sig á námskeið og kaupa bókina. Það ætla ég að gera.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2009 | 17:24
Horfum til himins
Ég er alin upp við að horfa til himins og skyggnast eftir fuglum, helst áttum við að bera á þá kennsl, sama átti við grjót og plöntur, sífellt að horfa ofan í jörðina. Á æskuheimilinu var alltaf til góður sjónauki og þegar við áttum bíl var hann staðsettur í honum. Sjálf hef ég ómælda ánægju að skoða fugla, plöntur og steina. Ég geri mitt besta til að koma þeim áhuga yfir til næstu kynslóðar og held mér takist bara ágætlega upp. Undanfarið hef ég líka verið að leika mér að því að mála fugla, aðallega samt krumma, hann er nefnilega í svo miklu uppáhaldi hjá Sturlu og ég fór að mála fyrir hann krummamyndir.
Vefur eins og vefurinn á Djúpavogi er frábær kennslutæki bæði fyrir fullorðna og börn, hann spilar líka svo einstaklega vel saman með vefnum um fugla Íslands. Að lokum ég er óendalega þakklát því góða fólki sem hefur lagt tíma og vinnu í að koma þessum vefum saman fyrir mig og þig.
Fuglavefur hlaut Frumkvöðulinn 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)