23.9.2008 | 02:19
Fimmeyringur og bílakassafjalir
Fyrsti dagur stórframkvćmdanna er liđinn. Nú er búđ ađ fjarlćgja gömlu eldhúsinnréttinguna, rífa vegginn á milli eldhús og sjónvarpsherbergis. Panellinn sem settur var fyrir tćpum 30 árum er horfinn. Smiđirnir horfđu á í undran ţegar ţeir uppgötvuđu ađ húsiđ er ekki einangrađ og held ég enn meira ţegar ég sagđi ţeim ađ ţađ hefur aldrei veriđ kalt. Ţeir fundu kassafjöl inn í einum veggnum, merkt Reykjavík, ţetta var fjöl af flutningskassa, kannski hefur ţađ veriđ Eimskip sem flutti inn. Varđ til ţess ađ ég átti í nokkrum samrćđum viđ smiđina sem eru frá hinum ýmsu fyrrum austantjaldsríkjum um vöruskiptasamninga. rćddi meira ađ segja ađeins um gamla hverfiđ mitt Blesugrófina, ţar voru flest hús byggđ úr svona fjölum upp úr stríđinu. Viđ fundum ýmsa peninga en merkilegastur er sennilega fimmeyringur frá 1946. Geymi hann og set kannski inn í vegg aftur.
Viđ erum búin ađ ákveđa ađ láta taka stigann sem er upp á nćstu hćđ, hann er jafngamall húsinu og ég er pínu međ í maganum yfir ađ láta hann fara í Sorpu. En hvađ gerir mađur annars viđ 105 ára tréstiga? Viđ notum hann núna ađallega sem bókahillur og skógeymslu. En ţađ á eftir ađ birta mjög í anddyrinu og létta á ţví ţegar stiginn er farinn. Ţangađ til búum viđ eins og í góđa hirđinum, allt ofan í öllu. Annars koma svona gamlir gripir oft ađ góđum notum pabbi og mamma eiga yfir 50 ára tveggjahellu eldavél međ ofni. Vélin er síđan ţau bjuggu í gjáhúsunum í Hafnarfirđi einhvertíma um miđja síđustu öld. Viđ erum ađ hugsa um ađ fá hana lánađa. Ómögulegt ađ gerast of miklir styrktarađilar skyndibitastađanna.
Á morgun hendi ég inn myndum af herligheitunum.
22.9.2008 | 00:31
Ég lamdi mann og ţađ er auđvitađ mitt einkamál
"Ég lamdi mann rétt fyrir neđan MR um daginn. Ég var reyndar búin ađ "gleyma" ađ ţađ eru eftirlitsmyndavélar á gamla Heimilisiđnađarfélagshúsinu og sjálfsagt á Glitni banka líka. Svo kom löggan og ćtlađi ađ kćra mig fyrir ţetta "meinta" ofbeldi (ég sem danglađi nú bara í manninn og sparkađi lauslega í hausinn á honum). Nú er ég búin ađ stefna löggunni í Reykjavík fyrir ađ nota myndir af mér í óţökk minni. Ţeir ţekktu mig ekki alveg strax á öryggismyndaupptökunni og settu ţetta ţess vegna í sjónvarpiđ. Ţar međ voru ţeir búnir ađ brjóta á mér, ţessir andskotar. Brjóta friđhelgi einkalífs míns og nota myndir af mér í óţökk minni og ţađ til opinberar birtingar. Já ég er náttúrulega alveg saklaus."
Datt ţetta svona í hug ţegar ég hlustađi á fréttirnar á stöđ 2 í kvöld. Ţar notađi mađur nokkur álíka rök til ađ reyna ađ fá lögbann á Kompásţátt á morgun. Munnurinn á mér hangir enn laus. Kjálkinn er í naflastađ.
Er svona dramatísk í kvöld, enda ađ koma úr óperunni.
20.9.2008 | 12:48
Söfnun til styrktar Mćnuskađastofnun Íslands
18.9.2008 | 13:12
Jafnrétti í leikskólum, rigningin er kvenkyns, stormurinn karlkyns
Í morgun mćttu fulltrúar 12 leikskóla úr fjórum sveitarfélögum á fundi um sameiginlegt verkefni. Fundurinn var haldinn í Skapandi efnisveitunni í Hafnarfirđi. Stjórn SARE hafđi lagt til ađ ţetta fyrsta verkefni fjallađi um veđriđ. Veđur stendur okkur öllum nćrri. Ţađ hefur áhrif á líđan okkar, á bćjarbraginn, ţađ er stór hluti af sögu okkar og menningu. Veđriđ snertir innsta kjarna hverrar manneskju.
Í morgun unnum viđ drög ađ rannsóknarspurningum um veđriđ, rannsóknarspurningum sem koma til međ ađ vera rauđur ţráđur í verkefninu. Leikskólarnir sem voru á fundinum eru mjög ólíkir en deila samtímis ákveđinni uppeldislegri sýn. Viđ vitum ţegar ađ leikskólarnir ćtla sér ađ tengja verkefniđ á mismunandi hátt inn í starfiđ hjá sér. Sumir tengja ţađ sem ţeir eru ţegar ađ gera, ađrir ćtla ađ hafa ţađ ţungamiđju. Hver og einn skóli vinnur eins og honum hentar, en allir skuldbinda sig til ađ gera skráningar á ţví sem ţeir eru ađ gera. Í janúar á skólaţróunardegi SARE fjalla svo skólarnir um sinn ţátt. Í morgun skiptum viđ líka skólunum í kjarnahópa. Ţar sem viđ setttum "reynda" skóla međ skólum sem eru ađ taka sín fyrstu skref. Ćtlunin er ađ hver kjarni vinni saman og styđji ađra sem í honum eru. Viđ höldum ađ ţetta eigi eftir ađ vera frábćrt samstarf.
Frá upphafi hefur ţađ veriđ ljóst ađ hver skóli vinnur á eigin forsendum. Í einhverjum leikskólum er áhersla á tengsl tónlistar og veđurs, á öđrum er fólk ađ byggja og byggja, og ţá verđur kannski tengsl byggingarlistar og veđurs skođuđ. Á enn öđrum stađ hafa íslenskar bókmenntir og bókmenntaarfur veriđ viđfangsefniđ. Hvađ er skrifađ um veđur í bókum, er hćgt ađ semja bćkur um veđur? Hvađ međ hvernig viđ tölum um veđriđ er ţađ kynbundiđ gćti veriđ enn ein nálgunin, af hverju er rigningin hún, en stormurinn hann? Af hverju er hún moldin, en hannsteinninn? Ţannig er hćgt ađ tengja veđriđ jafnréttisumrćđunni. Annarstađar ţar sem fólk hefur veriđ ađ sérhćfa sig í stöđvarvinnu, ćtlar ađ ađ vinna međ veđurstöđvar, t.d. úti. Á yngstu deildunum er mörg börn ađ upplifa leika úti í mismunandi veđrum í fyrsta sinn. Ađ gera skráningu á upplifun ţeirra og túlka getur veriđ viđfangsefni einhverra. Svo er ţađ auđvitađ spurningin um hvađ er gott veđur og hvađ er vont veđur. Af hverju er gott veđur, gott og af hverju er vont veđur, vont? Finnst öllum sama veđur vera gott veđur? Hvađ međ börn sem eru nýflutt til landsins, hvernig upplifa ţau veđriđ og var ţađ öđruvísi ţar sem ţau áttu áđur heima. Er hćgt ađ leika úti í öllum veđrum? Hvernig var verđriđ ţegar mamma og pabbi voru ađ alast upp, já eđa afi og amma? Hvernig var veđriđ ţegar ég fćddist?
Ţetta var hluti af ţví sem fólk var ađ pćla í morgun og á eftir ađ halda áfram ađ pćla og auđvitađ miklu meira nćstu daga og vikur. Ég hlakka mikiđ til ađ sjá og heyra um ţćr tilgátur sem börnin setja fram.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2008 | 18:16
Enn ađ grufla í tölum Hagstofunnar
Ég er í ţeirri deild sem get algjörlega gleymt mér í tölum, sérstaklega ef ţćr tengjast áhugamálum mínum. Ţess vegna finnst mér vefur Hagstofunnar alveg frábćr. En ţrátt fyrir mikla ánćgju af úrvinnslu talna af vef ţeirra ćtla ég ađ segja umfjöllun um tölfrćđi leikskólans lokiđ hér á blogginu mínu í bili. Ég ţarf víst ađ fara ađ snúa mér ađ öđrum og ţarfari verkum. Svona eins og ađ hitta fulltrúa á annan tug leikskóla á morgun til ađ funda um verkefni.
Síđasta myndin sem ég hendi hér inn er unnin út frá annarsvegar tölum um barngildi og hinsvegar fjölda starfandi leikskólakennara. Sem fyrr er inn í ţeim tölum öll stjórnun sem ćtti auđvitađ ađ draga frá en ég sleppi ţví í ţetta sinn. Fyrir ţá sem ekki ţekkja barngildin ţá eru ţau leiđ til ađ stýra starfsmannamagni međ tilliti til aldurs barna.
Ţannig er 5 ára barn ígildi 0,8 barngildis, hver leikskólakennari (eđa starfsmađur) má vera međ 8 barngildi. Ţví eru 20 5 ára börn í hóp međ tveimur starfsmönnum. Ef litiđ er á yngstu börnin ţá eru ţau 2 barngildi hvert, og ţví má hver starfsmađur vera međ 4 ársgömul börn. Ef 12 árs gömul börn eru saman á deild ţarf 3 starfsmenn. (Ekki er tekiđ tilliti til lengri vistunartíma, opnunartíma eđa kaffitíma).
Menntun og skóli | Breytt 18.9.2008 kl. 13:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
17.9.2008 | 11:23
Hvar eru leikskólakennararnir á höfuđborgarsvćđinu?
Ég er enn ađ skođa tölfrćđileg gögn Hagstofunnar. Sjálfsagt eru ţetta tölur sem sveitarfélögin hafa legiđ yfir og eru ţeim vel kunnar. Ţađ hlýtur ađ vera áhyggjuefni fyrir borgina ađ koma jafn illa út úr samanburđi viđ önnur sveitarfélög og ţar kemur fram. Á myndinni hér ađ neđan má sjá hvernig leikskólakennarar skiptast á höfuđborgarsvćđinu. Svo má líka spyrja hvađ hafa hin sveitarfélögin veriđ ađ gera sem Reykjavík hefur ekki veriđ ađ gera?
16.9.2008 | 03:24
Illa upplýstur fréttamađur
Ég hlustađi á menntamálaráđherra í Íslandi í dag áđan. Hún var kölluđ til vegna hinnar nýju menntastefnu. En spyrilinn hafđi ekki alveg jafn mikinn áhuga á öllu sem snéri ađ hinum nýju lögum. Ţađ sem m.a. vakti mikla athygli hjá honum er sú "fásinna" ađ leikskólakennarar verđi međ sömu menntun og ađrir kennara. Spyrilinn bar ţví viđ sem rökum ađ: "Ţađ fyrirfinnast hreinlega ekki margir leikskólakennarar sem eru međ leikskólakennaramenntun". Hvađ ţá ef menntunin verđur lengd. Hann hafđi sömuleiđis miklar áhyggjur af kostnađi samfélagsins vegna ţessara "fásinnu". Máli sínu til stuđning benti hann á menntun ljósmćđra. Mér fannst ráđherra svara nokkuđ vel fyrir og benda á framtíđarhagsmuni, benda spyrlinum á ađ ţetta vćri maraţon en ekki spretthlaup. Kannski ekki međ ţeim orđum en skilningurinn var sá sami. Í menntamálum er ekki veriđ ađ tjalda til einnar nćtur.
En snúum okkur ađ ţví sem spyrillinn Sölvi hélt m.a. fram: Ađ í leikskólum fyrirfinnist hreinlega ekki margir leikskólakennarar. Hvađ skyldi vera rétt í ţessu?
Áriđ 1997 voru 769 leikskólakennarar viđ störf, ţá útskrifađi einn skóli leikskólakennara, Fósturskóli Íslands, áriđ 2007 voru samkvćmt töflum Hagstofunnar 1.498 leikskólakennarar viđ störf og tveir skólar, Háskólinn á Akureyri og Kennaraháskóli Íslands menntuđu leikskólakennara. Á ţessum tíu árum hefur leikskólakennurum fjölgađ um 94%. Ţetta er tala sem sýnir okkur ađ ţađ er ekkert ómögulegt. Hins vegar hefur uppbygging leikskóla líka haldiđ áfram og hún krefst ađ sjálfsögđu tiltekins mannafla. En ţađ má telja ađ viđ séum ađ nálgast ákveđin ytri mörk útţenslunnar og ađ á nćstu árum muni nást ákveđinn stöđugleiki. Kannski ađ spyrillinn hefđi átt ađ vinna heimavinnuna sína ađeins betur.
Áriđ 2004 vann ég spá um ţörf á leikskólakennurum miđađ viđ annarsvegar ađ 100% starfsmanna í leikskólum vćru leikskólakennarar og hinsvegar ađ 2/3 vćru leikskólakennarar. Spána vann ég út frá ákveđnu líkani sem ég bjó mér til og tók ţar tillit til dvalarlengdar, foreldraorlofs og afleysinga, ég nýtti ađ sjálfsögđu gildandi barngildaútreikninga menntamálaráđuneytisins og mannfjöldaspá Hagstofunnar og setti ţar líka fram útreikninga um fjölgun leikskólarýma á landinu. Ef ég uppfćrđi líkaniđ í dag mundi ég sennilega hćkka hlutfall barna í yngsta aldurshópnum í leikskólanum. Ađ öđru leyti tel ég ţađ standa nokkuđ vel.
Af ţví ađ fréttamenn virđast oft álíta ađ Ísland miđist viđ höfuđborgarsvćđiđ er ekki úr vegi ađ skođa hvernig málum er háttađ í Reykjavík. Samkvćmt skýrslum Hagstofu Íslands störfuđu, áriđ 2003, 316 leikskólakennarar inn á deildum međ börnum í Reykjavík. Viđ ţá tölu bćttist nokkur fjöldi starfsmanna međ annarskonar háskólamenntun. Í leikskólum borgarinnar voru á ţessum tíma ađ sjálfsögđu mun fleiri leikskólakennarar viđ störf, viđ stjórnun, verkefnastjórnun og viđ sérkennslu.
Til ađ manna allar stöđur međ börnum inn á deildum áriđ 2003 ţurfti ađ bćta viđ 700 leikskólakennurum hjá borginni. Nú er stađan hins vegar sú ađ samkvćmt sömu lögum og Sölvi var ađ fjalla um eru nú ađeins 66% stađa međ börnum skilgreindar leikskólakennarastöđur. (Ţannig má segja ađ í stađ ţess ađ krafan sé ađ allir starfsmenn međ börnum hafi 3 ára háskólapróf er nú gert ráđ fyrir ađ 66% hafi 5 ára háskólapróf).
Ef ég geng út frá ţeim forsendum sem ég gaf mér áriđ 2004 ćttu leikskólakennarar í stöđum međ börnum hjá borginni ađ vera einhversstađar í kring um 760 (eyk viđ vegna áherslu á yngri börnin) til ađ standa undir ákvćđum laga. Miđađ viđ tölur Hagstofunnar starfa nú 626 starfsmenn međ háskólapróf í leikskólum borgarinnar, ef frá ţeirri tölu er dregnir um 150 (leikskólastjórnun, verkefnastjórnun, sárskennslustjórn) standa eftir 476 starfsmenn. Til ađ uppfylla ákvćđi laga ţyrfti eitthvađ um 300 leikskólakennara í viđbót. Og vel ađ merkja Reykjavíkursvćđiđ hefur löngum veriđ mun verr statt varđandi fagfólk en ýmis önnur svćđi á landinu t.d. Akureyri.
Ţađ má líka minna á ađ í haust hófu 137 leikskólakennaranemar nám viđ háskóla landsins. Í viđtali viđ rektor HA nýlega tilgreindi hann sérstaklega fjölgun á leikskólakennarabraut HA.
Hér ađ neđan lćt ég svo fylgja međ mynd úr skýrslunni minni ţar sem stađan er annarsvegar skođuđ frá 100% mönnun og hins vegar 66% mönnun og töflu ţar sem ég reyndi ađ spá fyrir um hvert landsvćđi. Á sínum tíma, ţegar ég vann ţetta, voru uppi sterkar raddir um ađ breyta lögunum í ţá átt sem nú er orđiđ.
Mynd 2.1.2 ţörf fyrir leikskólakennara í Reykjavík miđađ viđ mismunandi forsendur
Tafla úr skýrslunni minni frá 2004 ţar sem ég skođa hvert landsvćđi fyrir sig og fylgi ţar gömlu kjördćmamörkunum.
*Fjöldi stöđugilda leikskólakennara sem ţarf ađ bćta viđ til ţess ađ uppfylla lágmarksţörf fyrir leikskólakennara í starfi međ börnum á mismunandi landsvćđum miđađ viđ gefnar forsendur og miđađ viđ fjöldi leikskólakennaranema á sömu svćđum ţann 1. des 2003 (dálkur 2). | ||||||
Fjöldi stöđugilda leikskólakennara viđ störf međ börnum 1. des 2003 | 2003 Viđbćtur til ađ ná 100% mönnun | 2003 Viđbćtur til ađ ná 66% mönnun | Fram.ţörf, til ađ ná 100% | Fram.ţörf til ađ ná 66% | Nemar áriđ 2004 viđ HA og KHÍ | |
Reykjavík | 316 | 700 | 300 | 809 | 430 | 253 |
Kraginn | 275 | 370 | 165 | 431 | 202 | |
Suđurnes | 52 | 81 | 41 | 138 | 88 | 43 |
Vesturland | 53 | 66 | 28 | 89 | 43 | 26 |
Vestfirđir | 17 | 27 | 13 | 78 | 43 | 15 |
Norđurland vestra | 21 | 27 | 11 | 60 | 28 | 25 |
Norđurland eystra | 100 | 77 | 17 | 137 | 50 | 90 |
Austurland | 29 | 48 | 24 | 83 | 47 | 25 |
Suđurland | 74 | 76 | 32 | 132 | 72 | 47 |
SAMTALS | 937 | 1472 | 631 | 1957 | 1003 | 524 |
Og svona ađ lokum ţá getur eitt símtal stundum borgađ sig. Úti í samfélaginu er víđa fólk sem býr yfir mikilli ţekkingu á einstökum málum, Hagstofan er líka gríđarlega góđ uppspretta alla vega tölfrćđilegra upplýsinga. Nú er ég auđvitađ ekki fréttamađur og hef aldrei veriđ en kannski er ţetta eitthvađ sem ađ fréttamenn á leiđ í fréttaskýringarviđtöl ćttu ađ íhuga.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)