Fimmeyringur og bílakassafjalir

Fyrsti dagur stórframkvæmdanna er liðinn. Nú er búð að fjarlægja gömlu eldhúsinnréttinguna, rífa vegginn á milli eldhús og sjónvarpsherbergis. Panellinn sem settur var fyrir tæpum 30 árum er horfinn. Smiðirnir horfðu á í undran þegar þeir uppgötvuðu að húsið er ekki einangrað og held ég enn meira þegar ég sagði þeim að það hefur aldrei verið kalt. Þeir fundu kassafjöl inn í einum veggnum, merkt Reykjavík, þetta var fjöl af flutningskassa, kannski hefur það verið Eimskip sem flutti inn. Varð til þess að ég átti í nokkrum samræðum við smiðina sem eru frá hinum ýmsu fyrrum austantjaldsríkjum um vöruskiptasamninga. ræddi meira að segja aðeins um gamla hverfið mitt Blesugrófina, þar voru flest hús byggð úr svona fjölum upp úr stríðinu. Við fundum ýmsa peninga en merkilegastur er sennilega fimmeyringur frá 1946. Geymi hann og set kannski inn í vegg aftur.   

Við erum búin að ákveða að láta taka stigann sem er upp á næstu hæð, hann er jafngamall húsinu og ég er pínu með í maganum yfir að láta hann fara í Sorpu.  En hvað gerir maður annars við 105 ára tréstiga? Við notum hann núna aðallega sem bókahillur og skógeymslu. En það á eftir að birta mjög í anddyrinu og létta á því þegar stiginn er farinn.  Þangað til búum við eins og í góða hirðinum, allt ofan í öllu. Annars koma svona gamlir gripir oft að góðum notum pabbi og mamma eiga yfir 50 ára tveggjahellu eldavél með ofni. Vélin er síðan þau bjuggu í gjáhúsunum í Hafnarfirði einhvertíma um miðja síðustu öld. Við erum að hugsa um að fá hana lánaða. Ómögulegt að gerast of miklir styrktaraðilar skyndibitastaðanna.

Á morgun hendi ég inn myndum af herligheitunum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Kristín.

Er bara verið að taka í gegn húsið? Mig minnir að það hafi verið frekar krúttleg.

Annars þakka ég fyrir skemmtilegt og fróðlegt blogg,  ég er búin að lesa hluta af ritgerðum ofl.  sem þú setur inn á síðuna og á eftir að lesa MA ritgerðina þín.

Kv. Sigrún, ,,gamla" bekkjarsystir.

 p.s. ertu í námsleyfi??

Sigrún Þórsteinsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk Sigrún, en svo verður maður ógeðslega þreyttur á krúttlegu og litlu og þröngu og... vill fá dansrými. En annars var nú kominn tími á margt. Gólfin sigin, betri efni á veggi og svoleiðis. NÝ eldhúsinnrétting og tæki. Þetta lítur hinsvegar úr eins og varla tilbúið undir tréverk þessa stundina.  

Kristín Dýrfjörð, 23.9.2008 kl. 17:46

3 identicon

Sæl frænka, alltaf gaman að skoða bloggið þitt,ég kiki hingað reglulega.

 Hlakka mikið til að sjá myndir af breytingunum.

Hérna byðja allir að heylsa til Íslands.

kv frá Odense

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 18:35

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk Hrafnhildur mín, knúsaðu krakkana frá mér.

Kristín Dýrfjörð, 23.9.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband