Fagna þessari ákvörðun

Ég fagna ef tillagan verður samþykkt og ég tel hana vera i þágu barna.  Gott hjá borginni (reikna með að áfram verði tekið tilliti einstæðra foreldra).
mbl.is Mótmælir fyrirhugaðri hækkun leiksskólagjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Sammála - að vissu leyti ;)

Her er smá um mína sýn á þetta:

http://blog.eyjan.is/gunnaraxel/2009/05/27/svona-getum-vid-baedi-sparad-og-baett/

Kveðja

Gunnar Axel

Gunnar Axel Axelsson, 27.5.2009 kl. 14:55

2 identicon

Ég sem dagforeldri fagna þessari hækkun, þar sem dagforeldrar verða þá samkeppnisfærari við leikskólana í gjaldtöku, nema því aðeins og niðurgreiðslur verði lækkaðar til daggæslu í heimahúsum og einkareknra leikskóla. Hins vegar tel ég að leikskólaráð sé búið að rústa dagforeldrakerfinu með "BORGARBÖRNUM", svo kölluðum heimgreiðslum til foreldra. Það hefur leitt til þess að flest allir dagforeldra eru ekki að fá börn til sín og lenda þar af leiðandi á atvinnuleysisbótum nú á haustdögum ef þetta heldur svona áfram. Með þessu hefur borgaryfirvöldum þá tekist að leggja nánast af heila starfsstétt, auk þess sem heimgreiðslurnar munu vera skattfrjálsar og skila sér ekki inn í skattkerfið. Þannig eru 700 X 35.000 kr. á mánuði að fara fram hjá skattakerfinu og reikni nú hver sem betur, getur hvað þetta er á ársgrundvelli. 

Jónas Hallsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 17:02

3 identicon

Ég fagna þessari tillögu líka, þörf tillaga og aldrei þessu vant er ég ósammála félögum mínum í Samfylkingunni, heimta bara samstöðu og siðbót í því að skoða málin út frá efnahagslegum, uppeldislegum og þörfum umbótum í samfélagi okkar, þverpólitískt, takk fyrir. það má skoða málin ofan í kjölinn, spyrjum okkur hvernig sveitarfélög eiga að geta greitt allt upp í eina milljón á ári með hverju barni í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla þegar samdráttur í tekjum er eins og raun ber vitni. Við eigum að vera yfir það hafin á sveitarstjórnar og ríkisvísu, að deila um keisarans skegg, vinnum saman. Ég er satt að segja að verða búin að fá nóg af þessu niðurrifi á landsvísu og búin að fá mér 50 m2 kartöflugarð þar fær maður líkamlega og andlega útrás, á bara eftir að fæ mér kvóta sjálfbær,,,,,, strandveiðar. En ætli framkvæmdastjóri/eigandi Hjallastefnunnar sé með í nýju stjórninni hjá Sjóvá???? Magga Pála svaraðu mér! Ef þú getur!

Helga Jóns. (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband