Lýðræði kostar

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort fólk vilji alfarið banna stjórnmálaflokkum að afla fjár frá fyrirtækjum og einstaklingum?

Fjáröflun flokkana er jafngömul flokkunum sjálfum og ekki einsdæmi fyrir Ísland. Það sem þarf er að skýra leikreglurnar og hámark upphæða eins og loks er búið að gera. Eins og Jóhanna er búin að tala fyrir á annan áratug. Ekki það að setja það upp sem eitthvað rangt að fyrirtæki vilji styrkja framgang lýðræðisins. Í stjórnunarfræðum er lýðræði og skýr stjórnsýsla talin vera kostur í fyrirtækjarekstri. Það að fyrirtæki sjái sér hag í að styrkja  lýðræðið segir eitthvað um þau. Svo framalega sem upphæðir eru innan skinsamlegra marka, innan marka sem hægt er að kenna við spillingu og mútur.

Í ljósi umræðunnar undanfarna daga er nokkuð ljóst að bankarnir hafa styrkt flest framboð, nú er spurning höfnuðu þau einhverjum?

VG slær sér á brjóst og segir við fengum ekkert. En báðu VG og Frjálslyndir um eitthvað. Mér þykir það meiri fréttir ef þeir hafa gert það og verið hafnað. Þá er kominn fram óásættanlegur lýðræðishalli.

Það er hinsvegar bara fínt ef að VG hefur á sínum tíma tekið meðvitaða ákvörðun um að biðja bankana ekki um styrk. Hafi þeir og Frjálslyndir sett sér þau viðmið í fjáröflun sem gerðu þeim t.d. ókleift að sækja styrki til bankanna. Það gæti verið forvitnilegt fyrir kjósendur að vita þau viðmið þ.e.a.s.  ef þau eru til.

Mér finnst skárra að fjáröflunarnefndirnar standi að fjáröflun fyrir flokkana en einstaka frambjóðendur fyrir t.d. prófkjör. Held að það sé eitthvað sem menn ættu að skoða betur og setja um miklu strangari reglur, alla vega um gegnsæi og opinbert bókhald. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fordæmi sem öðrum ber að varast.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki alveg sitt hvor hluturinn ... annars vegar að afla stjórnmálaflokkum fjár ... og hins vegar mútuþægni og glæpastarfsemi eins og tíðkast hefur innan Sjálfstæðisflokksins ...  ?? ... það má ekki rugla þessu tvennu saman.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband