10.4.2009 | 12:49
Tómur sparibaukur flokksins
Það hefur alla tíð verið ljóst að fjárhirslur Sjálfstæðisflokksins hafa verið drýgri og auðveldara að afla í þær en hjá öðrum flokkum. Það þarf ekki annað en að horfa á magn auglýsinga og hversu faglega þær hafa yfirleitt verið unnar. Slíkt fæst ekki gefins. Flokkurinn hefur líka lengstum verið flokkur fjármagnseigenda, flokkur þeirra sem trúa á gildi; ég klóra þér, þú klórar mér pólitíkur. Eitt birtingarform hennar er að gefa vel til flokksins.
Ég veitti eftirtekt að Bjarni Ben lofaði að birta lista yfir alla sem gáfu meira en milljón. Frá því hefur Valhöll horfið enda held ég að þjóðinni myndi ofbjóða sú græðgi sem þá opinberaðist. Sennilega hefur flokkurinn fengið tugi ef ekki á annað hundrað milljóna samanlagt í minni styrki. Að þeir hafi síðan þurft risastyrki til að láta enda ná saman sýnir óábyrga kosningarbaráttu og verulega ótrausta efnahagsstjórn innan flokksins.
Þær fréttir hafa verið að berast að Samfylkingin hafi þegið 13 milljónir samanlagt í styrki frá Landsbankanum, Kaupþingi og Glitni. Nokkuð virðist vera ljóst að stærstu bankarnir hafa styrkt þá flokka sem um hafa beðið með svipaðri upphæð. Með því hafa þeir reynt að viðhalda ákveðnu jafnræði milli flokka.
Styrkir eru og hafa verið hluti af því sem mörg fyrirtæki líta á sem styrk til lýðræðisins. Þess vegna styrkja þau flest fleiri en einn flokk. Um það hefur aldrei verið deilt, deilurnar snúa um upphæðirnar. Kosningarbarátta, jafnvel hófstilltri, kostar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er barnaskapur að halda að allir flokkar reyni ekki að afla fjár á einhvern hátt.
Eftir að lögin voru sett 2006 jukust þær upphæðir sem flokkarnir fengu úr sjóðum hins opinbera. Með því var hugmyndin að frelsa flokkana undan því að þurfa að afla styrkja á sama hátt og áður.
Landsbankinn veitti 2 styrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA8.4.2009 | 23:48 - vonandi sýnir Samfylkingin sitt bókhald með öllu t.d. Baugsgreiðslum sem og Jóns Ólafssonar "framlögin". Og Framsókn gerir það örugglega.ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA - TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.4.2009 kl. 13:02
Yfirleitt hefur verið gengið út frá því í "umræðunni" að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið mesta styrki frá fyrirtækjum og jafnvel líka einstaklingum. Ég held að það sé næsta örugglega rétt, eins og er svo að koma í ljós núna.
En það er líka vert að hafa það í huga þegar það er rætt að flokkar eins og t.d. Samfylkingin hafa í undanförnum kosningum auglýst jafnmikið eða meira en Sjálfstæðisflokkurinn, og hefur ekki verið hægt að segja að auglýsingar SF hafi verið síðar "fagmanlega unnar".
Framsóknarflokkurinn hefur sömuleiðis, þrátt fyrir lítið fylgi, getað auglýst jafn mikið eða meira heldur en Sjálfstæðisflokkurinn. Þar hefur heldur ekki skort fagmennskuna, enda hann sá eini af flokkunum sem hefur hlotið verðlaun fyrir auglýsingaherferð sína, ef ég man rétt.
G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 13:20
Sæll Ólafur, gott hjá þér að hvetja fólkið sem er að blæða fyrir styrka efnahagsstjórn, stjórn sem hefur leitt okkur þráðbeint niður á við í lífskjörum til að bjarga flokknum núna. Bjarga honum frá sjálfum sér og gerðum sínum. Ég er viss um að þau þúsundir sem eru á atvinnuleysisskrá, með lækkuð laun eða við að missa vinnuna, fólk sem hefur stutt flokkinn eru til í að leggja honum lið. Og allt í góðum gír. Og Ólafur, Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn opnað bókhald sitt, bara valda kafla þess.
Sannarlega vona ég að minn flokkur (sem er vel að merkja Samfylkingin) opni sitt bókhald, það er ljóst að nauðsyn brýtur trúnað við einstaka aðila. Ég raunar trúi ekki öðru (annars neyðist ég kannski til að styðja bóndann sem er í framboði fyrir Borgarahreyfinguna).
Mér finnst eiginlega verst að FLokksfólk í FLflokknum Sjálfstæðisflokknum virðist almennt ekki gera sér grein fyrir að það var verið að borga til flokks sem á þeim tíma var valdamesti flokkur landsins. Sem sannarlega réð því hver kæmist að kjötkötlunum.
Kristín Dýrfjörð, 10.4.2009 kl. 13:22
Rangt hjá þér eins og flest annað
rógur ykkar auk ræfildóms ISG í samskiptum við Geir sem sýndi henni trúmennsku sem hún á síst skilið - skoðaðu framkomu hennar við þingmenn Samfylkingarinnar og á sínum tíma við borgarfulltrúa flokksins -ISG rekur hnífa um leið og hún kyssir -
spurðu svo formanninn þinn um það hvort allt mjöl í hennar horni frá fyrri ráðherratíð sé hreint.
ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA8.4.2009 | 23:48 ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA - TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur I HrólfssonÓlafur Ingi Hrólfsson, 10.4.2009 kl. 20:56
Væri ágætt að útskýra hvað er rangt hjá mér. Og vinsamlegast annað en dylgjur. Ég átti sæti á fyrsta R-listanum og borgarmálaráði þess, ég minnist ekki neinna rýtinga frá Ingibjörgu Sólrúnu. Annars eru athugasemdir þínar vart svaraverðar.
Ég er líka ein þeirra sem studdi það að stjórnin héldi velli í haust, fengi tækifæri til að ná tökum á ástandinu, sennilega er Það einhver vitlausasta afstaða sem ég hef tekið. Fer samt ekki ofan að því að betra hefði verið að kjósa næsta haust.
Kristín Dýrfjörð, 10.4.2009 kl. 21:16
Það er augljóst að sjálfstæðisFLokknum blæðr mikið núna. Þeir berjast til að reyna að halda lífi. Man hvernig framsóknar flokkurinn hefur dalað niður alltaf meira og meira og virðist aldrey ættla að stoppa, Það getur líka komið fyrir sjálfstæðisFLokkin svo það er skiljanlegt að menn reyni hvað þeir geta til að halda sér á floti. Vil ekki meina að aðrir flokkar séu gallalausir. Það er af og frá og flestir meira og minna gallaðir. Munurinn er samt mikill, nærri því eins og svart og hvítt. sjálfstæðisFLokkurinn hefur longum verið LANG SPILLTASTUR.
Ég var ekki sáttur í haust þegar bankamálaráðherra safylkingarinnar kom hvað eftir annað i fréttum og sagðist ekki hafa vitað af hinu og þessu. Mér persónulega fanst að ef ráðherrann vissi ekki af neinu sem var að gerast í hans ráðuneyti að þá var hann ekki starfinu vaxin og er soldið svektur hversu auðveldlega sá maður náði prófkjöri á sínu svæði. Jóhanna er hins vegar að ég tel nánast óspyllt og sú sem allir ættu að geta treyst nokkuð vel.
Ég hef lengi fundist Vinstri grænir verið svona "NEI" flokkur en alltaf talið Steingrím mjög heiðarlegan. Núna hefur álit mitt á þeim flokki stóraukist (mest auðvitað vegna Steingríms) en það er af og frá að sá flokkur sé einhver "NEI" flokkur (nema þá kanski "nei" við spillingu). Þeir virðast ættla að taka á málunum af þeirri festu sem þarf og ættla að því er virðist að standa sig. Vona svo sannarlega að það takist.
Ég las nokkrar síðustu færslur og takk fyrir þetta ágæta blogg.
KA
KA (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 03:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.