23.1.2009 | 14:13
Orka mótmælenda í nýjan farveg
Ég er ein þeirra sem hef staðið við Alþingishúsið og tekið þátt í friðsamlegum mótmælum. Nú er ljóst að mótmælendur hafa unnið áfangasigur, það er búið að ná fram kosningum og setja niður kjördag. Ríksisstjórnin er í raun fallin. Það er dagljóst að miklar breytingar eru framundan á ríkisstjórninni, því miður af verri orsökum en mótmælum.
Hvað gerist nú á meðal mótmælenda? Sjálf mun ég ekki vera þátttakandi meira. Nú tel ég að mótmælendur verði að finna orku sinni annan farveg. Þeir verða að fara að vinna að þeim framboðum sem þeir vilja styðja eða koma á. Sýna í verki að mótmælin voru ekki til þess eins að mótmæla heldur til að stuðla að breytingum. Til þess er tækifæri nú. Nú ættu mótmælin að breytast í kosningafundi. Kosningarfundi sem byggja á virkni þátttakenda en ekki viðtöku eins og því miður hefur verið raunin.
Ég á von á því að meðal síðustu verka núverandi stjórnar verði að hreinsa út úr ýmsum banka og eftirlitsstofnunum. Vegna þess einfaldlega að framtíð flokka þeirra byggir á því.
Að lokum óska ég þeim Ingibjörgu og Geir góðs og skjóts bata.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Leikskólakennari, fyrrum leikskólastjóri, lektor við Háskólann á Akureyri, áhugamanneskja um málefni tengd leikskólanum í sinni víðustu mynd. Blogg sem eru sérstaklega um faglega hlið leikskólastarfs er að finna á www.leikskolabanki.blog.is
Efni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
fyrirlestrar og ritgerðir
- Fyrirlestur um ytra mat Fluttur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. október 2008
- Fyrirlestur - Hvert barn er sinn eigin kór Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Reykjavíkurborgar og RannUng þann 18. apríl 2008
- MA ritgerðin mín Hér má finna ritgerð mína um matsfræði
- (gömul) Rannsókn um viðhorf leikskólakennar til starfsins rannsókn sem gerð var fyrir um tæpum 15árum
- ritgerð um lýðræði og leikskólastefnur
- Leikskóli og trú - skýrsla
Frumkvöðlar
Umræða um leikskóla - mitt blogg
eldri blogg um leikskólamál,skýrslur og greinar
- Vald til breytinga
- Leikskólinn sumargjöf til barna
- leikskólinn fátækragildra kvenna
- Fjölbreytileiki og fjölmenning
- Hávaði í leikskólum
- Funaborg
- Kjarklaust fórnarlamb
- Fagrabrekka og Reggio
- dagur á Iðavelli
- listir og eðilsfræði í leikskólum
- skólaföt
- Skráning (dönsk)
- Leikskólinn pólitískur
- Hönnun leikskóla
- ógn þöggunar
- hræðslan og sjálfsmyndin
- kynjauppeldi?
- Arkitektúr og leikskólar
Sturlubarnið
- Valdagreining Sturlubarnsins
- Sturlubarnið KRingur
- Fyrsti dagurinn í leikskólanum
- Lj´somyndaáhug Sturlubarnsins og sitthvað fleira
- Sturlubarn í húsdýragarðinum
- Sturlubarnið sullar á Íngólfstorgi og skoðar bækur
- Sturla 1. árs
- Sturla, ferð á tjörn og Stöðlakot
- Heimsókn til ömmu og afa í Skeifu
- Að æfa sig á þroskabrautinni
Bloggvinir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Fríða Eyland
- Hörður Svavarsson
- Ingibjörg Margrét
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Margrét Einarsdóttir Long
- Benedikt Sigurðarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Páll Helgi Hannesson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Arna Lára Jónsdóttir
- Björgvin Gunnarsson
- Hlekkur
- Þingmaður
- Ásgerður
- Þóra Guðmundsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- svarta
- Halla Rut
- Sigríður Jónsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gísli Tryggvason
- SVB
- Arnar Ingvarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- cakedecoideas
- Dóra
- Elín Erna Steinarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Stella Jórunn A Levy
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
en Kristín aðal krafa mórtmælanna frá upphafi hefur verið afsögn ríkisstjórnarinnar! það sem myndi líklegast koma í kjölfarið eru kosningar myndi ég halda.. nemafólki myndi hugnast að stofna nýtt lýðveldi. bendi á nyttlydveldi.is.
ég er nánast búinn að vera að síðan á þriðjudagsmorguninn og þar hef ég heyrt eitthvað minnst á vanhæfa ríkisstjórn en minna um kosningar.
Ríkisstjórnin er vanhæf og hana viljum við frá strax.
Hinrik Þór Svavarsson, 23.1.2009 kl. 18:04
Þessi stjórn ætlar ekki að gera neitt, bara sitja sem fastast. Mótmælin verða að halda áfram, þar til hún fer frá.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:17
Vanhæf ríkisstjórn, burt með Geir - hefur mest verið kallað þegar ég heyrði til. Jú ríkisstjórnin er vanhæf, hún fékk sinn sjéns og misnotaði hann herfilega. Ég lít svo á að ríkisstjórnin sé á leiðinni í burt, hún er í dauðateygjunum og Geir er að víkja. Kosningar verða í vor, hvort þær verða í lok apríl eða byrjun maí er bitamunur en ekki fjár.
Ég vil sjá Davíð og kompaní víkja, ég vil sjá þá sem sjá um daglega stjórn í Fjármálaeftirlitinu víkja. Það hefur gengið fram af mér eins og af hálfri þjóðinni hvernig drullan heldur áfram að spýtast úr úr kýlum bankanna. Og hvernig við fréttum af nýjum og nýjum kýlum og enginn tekur á þeim ábyrgð og við fréttum helst af þeim frá útlöndum. Ég vil sjá ráðuneytisstjórann í fjármálaráðuneytinu taka sinn poka, gröfturinn vellur yfir hendur hans. Ég vil sjá þetta allt, samt er ég hætt að taka þátt í mótmælunum.
Ég þarf að svara sjálfri mér hverju vil ég fá fram með frekari mótmælum? Hver eru markmiðin? Kannski er vandmál mitt að hafa setið í of mörgum samninganefndum þar sem fólk hefur orðið að komast að málamiðlun, ekki náð lengra að sinni. Líta svo á að stundum vinni maður orrustur en ekki allt stríðið.
Ég velti fyrir mér að ef stjórninni verður slitið á morgun, hver tekur þá við stjórnartaumum, Samfylking og VG, varðir af Framsókn? Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn? Eru þetta eitthvað betri kostir í stöðunni eins og hún er nú? Best væri auðvitað að allir flokkar gætu komið sér saman um þjóðstjórn en því miður held ég að pólitískur þroski sé ekki fyrir því stjórnformi. Nýtt umboð frá kjósendum og ríkisstjórn í framhald af því er það eina sem hægt er að biðja um og það hefur náðst. Við erum að halda inn í kosningar og það verður ný stjórn. Það verður líka krafa kjósenda að flokkar gangi að hluta bundnir að borði og að þeirra fyrsta verk verði að beita beittum verkfærum á restarnar af kýlunum sem eru bæði í ráðuneytum og bönkum. Slíkur verður kosningarloforðapakinn.
Lýðræði þarf líka tíma, ný framboð þurfa tíma til að stilla upp og vinna að sínum málefnaskrám. Koma með tillögur í efnahagsmálum sem gerir þau að traustvekjandi kosti. Gamlir flokkar þurfa tíma til að endurnýja í sínu liði. Ég á ekki von á því að allir þeir sem nú sitja í hlýjum þingsætum sitji þar í vor, vonandi fæstir.
Ég hafði af því áhyggjur að ef of lítil tími væri gefinn fram að kosningum´þá mundu sumir flokkar nýta það sem rök fyrir að sleppa prófkjörum og stilla upp. Eða gera sitt til að sem fæstir gætu tekið þátt í þeim. Ég vil ekki sjá slík vinnubrögð. ég vil að allir flokkar og framboð hafi opin prófkjör. Best væri ef þau gerðu þetta bara öll sama daginn. Ef tíminn er of stuttur gefst líka lítil tími fyrir innanflokka hreingerningar. Hreingerningar sem flestir telja að allir flokkar verði að gera.
Varðandi prófkjör er stundum kvartað undan því hvað þau eru dýr og hvað þau mismuni t.d. konum. Það er sjálfsagt að setja reglur um auglýsingarkostnað og rekstarkostnað framboðs og ef viðkomandi ekki virðir hann, þá sorrý, hent út af atkvæðaseðli. Því að sjálfsögðu er það vísbending um viðhorf til leikreglna og lýðræðis hvernig fólk stýrir sinni kosningarbaráttu.
Ég vil að fundirnir á laugardögum (sem öðrum dögum) og dagarnir fyrir framan þinghúsið snúist frá því að vera mótmæli til þess að verða kosningaruppákomur. Baráttan haldi áfram en fókusinn breytist.
Mér hefur fundist vera mikil kraftur í því unga fólki (Hinni þú meðtalinn) sem hefur staðið fremst í búsáhaldabyltingunni. Mér fannst gott að upplifa hann og vera með þeim. Ég trúi því að allir þessir kraftar og orka fari í það uppbyggingarstarf sem framundan er. Að reisa gunnfána Íslands að nýju.
Og sannarlega ætla ég að halda áfram að ganga með mitt appelsínugula sjal næstu daga og vikur.
Kristín Dýrfjörð, 24.1.2009 kl. 02:02
Ef þú vilt Davíð og fjálmálaeftirlitið burt eða að einhver axli ábyrgð á öllum skítnum og að útrásarauðmennirnir hætti að kaupa Íslandu upp á útsölu er engin, engin ástæða til að hætta að mótmæla. Mættu á eftir á Austurvöll, ég hlakka til að sjá þig.
Hrólfur (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:57
Ég get svo sannarlega tekið undir með þér Kristín, að nú er þörf á að áherslur mótmælenda breytist. Við verðum að hafa ríkisstjórn þessar vikur fram að kosningum og ný ríkisstjórn mun egnum árangri skila, þar sem nýir ráðherrar ná ekki að komast almennilega inn í málin.
Mikilvægt er, að nú einbeiti fólk sér að því að breyta innri málefnagildum stjórnmálaflokkanna og hefja þar til vegs og virðingar hin gömlu siðrænu gildi um heiðarleika, trúmennsku við fólkið í landinu, umfram flokkshollustu og sérhagsmuni. Allir starfandi stjórnmálaflokkar hafa tapað þessum mikilvægu gildum lýðræðishugsjónarinnar, ýmist með því að beita undirferli og sérhagsmunum, eða með því að samþykkja framgöngu þeirra með þöggun og yfirhylmingu.
Tveir mánuðir eru fljótir að líða, þannig að áróðurstími, til breytinga á siðrænum gildum stjórnmálaflokkanna er skammur. Ég er því sammála þér að þegar í stað er þörf á að mótmælendur breyti áherslum sínum, svo við þurfum ekki AFTUR að kjósa yfir okkur sömu siðspillinguna, einungis í annarri holdgerfingu og öðrum fötum.
Guðbjörn Jónsson, 24.1.2009 kl. 14:07
Er það rétt Kristín að þú ætlir að hætta að mótmæla af því sjálfstæðisflokkurinn lagði til að kosningar írðu 9. maí?
Ekkert hefur breyst. Nákvæmlega ekkert. Við verðum að halda áfram að mótmæla, skrifa, tala okkur hás og krefjast þess að óhæfir menn í valdastöðum verði látnir taka pokann sinn og aðrir hæfari taki við.
Hörður (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.