Listuppeldi andsvar

Í dag fékk ég bréf frá finnskri vinkonu minni, listakonu sem hefur m.a. unnið að listnámi í leik og grunnskólum. Hún var að ræða þá erfiðu tíma sem hafa verið í finnskum skólum í haust, í kjölfar þeirra voðaatburða sem þar áttu sér stað. Hún segir andsvarið vera að finnska skólakerfið kallar eftir aukinni áherslu á listauppeldi í skólum. Til að bæta andrúmsloftið, til að létta álagi af börnum og ungmennum. Til að þau finni nýjar leiðir til að vinna með tilfinningar. Finnskir skólar hafa komið gríðarlega vel út úr alþjóðlegum prófum þar sem tiltekinn námsárangur er viðmiðið. En svo má velta fyrir sér því sem ekki raðast hátt á lista samanburðarglaðra stjórnvalda, líðan barna. Eitt af því sem við höfum getað stært okkur af er einmitt hvað börnunum líður yfirleitt vel í skólanum.  

Nú á tímum er listauppeldi inn í skólum þáttur sem við eigum að gefa gaum. Styrkja og styðja við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér og hef verið lengi.

Elsa systir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála því að listnám í skólunum þurfi að rækta vel. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.12.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband