Að vera utan frétta

Það var merkilegt tilfinning að vera lokuð inn á ráðstefnu í morgun fjarri öllum símum og tölvum. Vita af því gjörningaveðri sem geysti fyrir utan en samtímis verða ekki vör við annað en rigninguna sem slóst á gluggum kennaraháskólans.  Koma svo heim í boð um ávarp forsætisráðherra. Nú á að slá um okkur skjaldborg, ekki ganga í ábyrgðir fyrir gulldrengina utan landssteinana. Ég hef frá því ég kom heim verið límd við sjónvarpið. Hlustað og hlustað, metið og hugsað.   

Það eiga margir um sárt að binda næstu daga og vikur. Sem fyrr, ræðum við börnin okkar en gerum það að nærfærni.  

 

PS. Mér finnst það kostur og ákveðið öryggi að Jón Sigurðsson, hagfræðingur, og fyrrum ráðherra Alþýðuflokksins, bankastjóri Norræna fjárfestingabankans og seðlabankastjóri er formaður fjármálaeftirlitsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hann er ábyggilega traustsins verður.  Ég hafði ekki hugmynd hverjir eru í þessu fjármálaeftirliti. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband