Hryðjuverkamaður og leikskólakennari

Mér fannst nafnið Bill Ayers hringja einhverjum bjöllum. Gat verið að frú Pallin væri að meina að terroristinn sem Obama hefði verið að slæpast með væri hinn eini sanni leikskólakennari Ayers. Þessi sem skrifaði bókina The good preschool teacher, sem meira að segja er lesin í minnst einum kúrs við Háskólann á Akureyri hjá Ingólfi Ásgeiri, (hann er kannski með því að stuðla að terrorisma við HA). Sennilega hafa nokkrir Íslendingar meira að segja rætt við umræddan Ayers og eru þá samkvæmt sömu skilgreiningu búnir að vera að slæpast með hryðjuverkamönnum.

Ég man eftir ráðstefnum þar sem að fólk flokkast og sækist eftir að hlusta á umræddan Ayers. Ayers sem er menntaður í leikskólafræðum frá tveimur merkum skólum sem sérhæfa sig í leikskólauppeldi. Frá Columbia skóla sjálfs John Dewey og frá Bank Street sem er einn þeirra skóla sem fjöldi íslenskra leikskólakennara hefur heimsótt. Bank Street er talinn einn af fjórum helstu skólum í leikskólafræðum í Bandaríkjunum.  

Nýjasta bókin hans heitir  Handbook of Social Justice in Education, William C. Ayers, Routledge, June 2008, ISBN 978-0805859270  fyrir þá sem hafa áhuga.


mbl.is Obama svarar ásökunum Palin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó jú þetta er  sá sami Bill Ayers sem er prófessor við  "College of Education at the University of Illinois at Chicago".

Maðurinn er klárlega stórhættulegur enda ekki nema 28 ár síðan hann gerði upp allar sakir við réttvísina.

Æviágrip hans má nálgast á Wikipediu hér http://en.wikipedia.org/wiki/Bill_Ayers

Mikael Hreiðarsson (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

já las þetta einmitt og fannst þér að segja frekar fyndið. Finnst pólitíkin í henni Ameríku heldur hafa lagst lágt við þetta vindhögg Sarah Pallin. Er einmitt á leiðinni þangað bráðlega og hlakka til að heyra í kollegum mínum þar.

Kristín Dýrfjörð, 5.10.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

 Hér er styttur brandari, sem sagður er um Palin, þar sem henni er líkt við skjaldböku á staur (post turtle):

The old rancher said, 'When you're driving down a country road and you come across a fence post with a turtle balanced on top, that's a post turtle.... You know she didn't get up there by herself, she doesn't belong up there, she doesn't know what to do while she is up there, and you just wonder what kind of dumb ass put her up there to begin with.'

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 14:49

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Börn eru gjöfull akur að plægja.

Ragnhildur Kolka, 6.10.2008 kl. 18:44

5 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Fékk þessa athugasemd frá Ingólfi Ásgeirivini mínum og samstarfsfélaga sem af einhverjum ástæðum gat ekki ekki póstað þetta sjálfur.

Sæl, Kristín, ég get staðfest að Ayers er umsetinn á ráðstefnum en held ég hafi nú samt náð tali af honum einhvern tíma í hópi annars fólks, ef til vill gengið með honum á milli ráðstefnufunda :-)
Bókin The Good Pre-School Teacher er glimrandi góð bók, ein af þeim sem er svo frábærlega vel uppbyggðar og vel skrifaðar. Bæði persónuleg og fræðileg. Starfsævisögur nokkurra leikskólakennara með ólíkan bakgrunn, auk hans eigin starfsævisögu blandaðri pólitískri sögu.
Svo kann ég ekki nóg í bandarískri sögu til að muna eftir Weather Underground, manst þú það, Friðrik? Hvað er það sem Ayers er ásakaður um? Gerði hann eitthvað annað en að vera andvígur Víetnamstríðinu? Og bókin er fyrir norðan og ég fyrir sunnan.

Kristín Dýrfjörð, 6.10.2008 kl. 19:00

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þetta er fín slóð: http://en.wikipedia.org/wiki/Bill_Ayers_Election_Controversy.

 Obama and Ayers served together[7] for three years on the board of the Woods Fund of Chicago, an anti-poverty foundation established in 1941. Obama had joined the nine-member board in 1993, and had attended a dozen of the quarterly meetings together with Ayers in the three years up to 2002, when Obama left his position on the board,[1] which Ayers chaired for two years.[8] Laura S. Washington, chairwoman of the Woods Fund, said the small board had a collegial "friendly but businesslike" atmosphere, and met four times a year for a half-day, mostly to approve grants.[2] The two also appeared together on academic panel discussions, including a 1997 University of Chicago discussion on juvenile justice. They again appeared in 2002 at an academic panel co-sponsored by the Chicago Public Library.[1] One panel discussion in which they both appeared was organized by Obama's wife, Michelle.[9] Ayers donated $200 to Obama's 2001 state senate campaign.

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband