4.10.2008 | 19:47
Að greiða tíund
Ég verð að viðurkenna að ég hélt að hún Sarah greiddi tíund í einhverja kirkju, taldi það samræmi við lífsgildi hennar. Mér finnst líka svolítið fyndið að telja til barnafötin og dótið sem hún hefur gefið til "hins góða hirðis" þeirra Bandaríkjamanna fram til skattafrádráttar. Hinsvegar finnst mér nú ekki hægt að segja að konan sé loðin um lófana. Alla vega ekki í þeim skilning sem flestir leggja í það. Nema viðmið okkur hafi breyst meira en verulega hina síðust og verstu tíma.
einu sinni skrifaði ég blogg um tíundina og kunningja okkar í Ameríku þetta er úr því bloggi
Já, til að þið skiljið Zouk þá verðið þið að vita að hann tilheyrir einhverri kirkju hér sem ég ekki þekki, en þetta er mikið rík kirkja. Svo rík að hún er risastór og hefur keypt nærliggjandi iðnaðarlóð undir bílastæði, svo fer strætó á milli bílastæðisins og kirkjunnar. Það er víst ætíð prédikað fyrir fullu húsi. Hér er það þannig að allar kirkjur eru í samkeppni um kúnna. Þannig eru þær voða duglegar að auglýsa sig og gera allt sem hægt er til að halda í þá kúnna sem þær ná í. Lofa eilífri himnavist og mikilli blessun í þetta líf. Og svo eru kirkjurnar líka duglegar að fara fram á tíund og gott betur.
Í kirkjunni um daginn var sérstök prédikun um gildi tíundarinnar, til hvers hún væri og að hún væri guði þóknanleg, væri biblíuleg. Einhver spurði prédikarann hvernig það væri ef maður gæfi meira en tíund hvað þá? Hann var fljótur að svara og sagði að þá nyti fólk bara meiri blessunar og það hlytu nú allir að vilja. Eitt er morgunljóst að það er hægt að kaupa sér kirkjulega velþóknun, líka í lúterskunni, alla vega hérna í landinu sem allir trúa að njóti meiri guðblessunar en önnur lönd. Þar sem aðskilnaður ríkis og kirkju er algjör en hver einasti pólitíkus líkur ræðu sinni á Guð blessi Ameríku.
Sarah Palin loðin um lófana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.