Gjaldeyrisþurrð

Í gær skruppum við hjónin í Landsbankann sem er viðskiptabanki hins helmingsins. Þar eigum við lítinn gjaldeyrisreikning og höfum átt lengi. Á honum eru dollarar sem við höfum lagt inn á hann. Nú er ég á leiðinni á ráðstefnu í Bandaríkjunum og ákváðum við því að taka megnið út af reikningunum. Þegar í bankann kom og við höfðum sinnt öðrum málum sögðumst við ætla að taka af gjaldeyrisreikningnum. Okkur var tjáð að við gætum ekki tekið allt vegna lausafjárdollarastöðu bankans. Okkur var vísað á aðalgjaldeyrisdeild bankans í Mjódd. Ég bað þá þjónustufulltrúann að spyrja hvort ef við færum í Mjóddina hvort það væru öruggt að það væri hægt að fá dollara. Eftir nokkra stund kom hún og sagði nei. Við yrðum að panta dollarana okkar og gætum fengið þá á mánudag í Mjóddinni. En við gætum tekið út eitthvað í aðalbankanum núna. Hversu mikið vildi ég vita, þjónustufulltrúin fór aftur og sagði, svona þúsund til tvö þúsund dollara. En þið verið þá að fara í röðina til gjaldkera (við vorum auðvitað fyrst búin að bíða eftir þjónustufulltrúa). Þannig að þegar upp var staðið gat Landsbankinn ekki afhent okkur óbundna eign okkar þegar við töldum okkur þurfa á henni að halda. (Vel að merkja við vorum ekki að tæma aðra reikninga og skella peningum í bankahólf í kjallara bankans eins og við fréttum að fólk hefði verið að gera).  

Viðskiptabanki tengdamömmu var líka Landsbankinn, hún fékk eftirlaun eftir tengdapabba í dollurum frá bandaríska ríkinu. Hún lagði stóran hluta þeirra eftirlauna inn á gjaldeyrisreikning, enda stærstur hluti fjölskyldunnar í Bandaríkjunum og oft farið þangað. Því miður lést hún fyrr á þessu ári en ég verð að segja að það hefði tekið mikið á að þurfa að greina henni frá stöðunni eins og hún var á föstudag. Það andalega álag og kvíði sem því hefði fylgt hefði verið henni óbærilegur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Mín elskuleg tók út af söfnunarreikning 9 í gær og það var eins og hún væri að taka út milljónir! Þetta tók eina klukkustund! Upphæðin var heilar 50.000!

Himmalingur, 4.10.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Calvín

Alvarlega staða sem er komin upp og stjórnvöld hafa að því er virðist lítið gert til að undirbúa þjóðarbúið fyrir þetta áfall.

Calvín, 4.10.2008 kl. 13:12

3 identicon

[b]Allar[/b] innistæður á bankareikningum eru tryggðar.  Hlutabréf og inneignir í hlutabréfastjóðum eru það ekki.

Einungis Ísland, Írland og Grikkland hafa staðfest þetta. 

Kalli (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 14:22

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Já sá það, vona allra vegna að þetta allar hafi ekki í rauninni þýtt alla vega lágmarkið. Hitt er svo sem eðlilegt að sé ekki tryggt. Er reyndar þessa daga að spá í viðbótarlífeyrissparnaðinn sem ég læt taka af mér og fæ mótframlag. Hef svo sem ekki verið að velta mér upp úr því en fór í framhaldi af m.a. orðum bankamálaráðherra um að dreifa áhættu á milli banka, þá er ég að hugsa um þá sjóði og hvernig þeir standa. Skal viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um það. Sennilega of lítið velt fyrir mér fjármálum hingað til að þessu leyti.

Kristín Dýrfjörð, 4.10.2008 kl. 14:37

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Fyrir nokkrum árum stóð ég í biðröð fyrir utan Gúttó í Vonarstrætinu ásamt öðrum sem voru að sækja skömmtunarseðla ríkisins fyrir smjöri. Stundum var hægt að kaupa þránað danskt smjörlíki á svörtum. Það var ógeðslegt á bragðið.

Eða var þetta bara draumur?

Júlíus Valsson, 4.10.2008 kl. 14:57

6 identicon

Það var maður að spyrja mig áðan hvað ég héldi að væri best fyrir hann að gera við dollarana sem hann ætti. Ætli það væri ekki litið á það sem góðgerðarmál að fara í bankann og selja þá núna???

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 15:12

7 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

'Pabbi er að vinna hér í rafmangi hjá mér og rifjaði upp Innflutningsnefnd á vegum ríkisins sem var á Skólavörðustíg. Slæmir tímar. Upprifjunin er í tengslum við mixaðar raflagnir hér þar sem efni úr sölunefndinni hefur verið notað. 

Kristín Dýrfjörð, 4.10.2008 kl. 16:41

8 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

ES. Anna ber það þá vott um skort á aumingjagæsku að vilja taka mína út? **)

Kristín Dýrfjörð, 4.10.2008 kl. 16:52

9 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Þekkti hann eitthvað til gamaldags íslenskrar ofurverðbólgu?

Kristín Dýrfjörð, 4.10.2008 kl. 18:07

10 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Svo legg ég til að Jón Sigurðsson fyrrum iðnaðar- og viðskiptamálaráðherra, fyrrum Seðlabankastjóri og fyrrverandi aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans verði gerður að aðalseðlabankastjóra aftur.

Kristín Dýrfjörð, 4.10.2008 kl. 18:14

11 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Svo þeir sem ekki muna eftir Alþýðflokknum sáluga þá er ég auðvitað að tala um Jón Sigurðson fyrrurm þingmann og ráðherra Alþýðuflokksins ekki nafna hans í Framsókn.

Kristín Dýrfjörð, 4.10.2008 kl. 18:15

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er þjóðinni mikið áhyggjuefni Kristín að þið hjónin gátuð ekki tekið peningana ykkar út á því augnabliki sem þið kusuð að gera svo.

Við höfum líka nokkur önnur efni til að hafa áhyggjur af svo líklega máttu bíða um sinn eftir frekari samúðarkveðjum.

Hefur þetta eitthvað með aðalseðlabankastjóra að gera?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2008 kl. 19:54

13 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Iss þjóðin þarf ekkert að hafa sérstakar áhyggjur af okkur ekki frekar en þú, við þurfum ekkert á samúðarkveðjum að halda. Reyndar eina ástæðan fyrir að ég blogga um málið að fréttamaður greip mig í bankanum í gær. Ég sagði henni reyndar að ég reiknaði með að nota bara kortið í staðinn í útlöndum. Hefði bara fundist hitt þægilegra. Mér fannst þetta atvik aftur dæmi um ástand. Því þú hlýtur að vera sammála mér um að 2000 dollarar eru smápeningar í stóru samhengi. Varðandi seðlabankastjórann þá bendi ég á þetta. Við erum svo heppin að hafa keypt okkar íbúð 1987 og verið í henni síðan. Engin myntkörfulán hér. En í kring um mig er margt ungt fólk sem ég hef áhyggjur af.

Kristín Dýrfjörð, 4.10.2008 kl. 20:06

14 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ekki hef ég áhyggjur af eða samúð með heimi, þótt hann sé eins og hann er.

Liðið hans (og míns) í fótbolta vann bikarinn áðan, en liðið hans í pólitík er að falla í 2. deild. Ekki síst fyrir tilstilli gamla fyrirliðans, sem nú þykist vera stjórnarformaður eða eitthvað.

"Davíð Oddsson hefur lagt trúverðugleika íslensks efnahagslífs í rúst,” segir Richard Portes, prófessor við London Business School í samtali við Viðskiptablaðið en hann telur þjóðnýtingu Glitnis hafa verið mikinn afleik og kallar hana stórslys. Hann segir að “hin fráleitu” ummæli Davíðs Oddssonar um að aðrir bankar kynnu að hljóta sömu örlög, ættu ekki að heyrast frá neinum seðlabankastjóra. „Ég tel að aðgerðir Seðlabankans hafi verið eitt stórslys. Ég vona að forsætisráðherra og ráðgjafar hans munu ekki veita Seðlabankanum mikla athygli í þeirri viðleitni sinni að endurreisa trú á íslenskt efnahagslíf,” segir Portes".

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.10.2008 kl. 20:12

15 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ef ég borga ekki það sem ég á að borga er mér gert að greiða vanskilavexti. Er ekki rétt af okkur að rukka Landsbankann un vanskilavexti fyrir að láta okkur ekki hafa peningana okkar á tilskildum gjalddaga?

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.10.2008 kl. 20:22

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þið hjónin eigið alla mína samúð. Annars voru seðlavandræði hjá öllum bönkunum skilst mér á fréttum og bloggi hvort heldur voru íslenskir eða erlendir.

Annars óska ég ykkur góðrar ferðar á fjarlægar slóðir og munið að taka KR-trefil með ykkur því engin flík veitir meira skjól í sviptivindum alþjóðlegs efnahagsroks.

P.s. gilti ekki "force major" reglan í bönkunum í gær ágætu hjón.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2008 kl. 20:33

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Myndi frekar vilja sjá Jón Sigurðsson (Bifrastarmann) en Jón Sigurðsson, krata í Seðlabankanum núna.  Man allt of vel þegar kratinn lagði íslenskan skipaiðnað í rúst

Sigrún Jónsdóttir, 5.10.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband