Ég er dáið barn - áhrif fjölmiðla á leik barna á ögurstundu

Þetta er tímabær færsla og bendi ég á færslu mína frá í gær um sama efni. Vinkona mín Guðrún Alda er sérfræðingur í áföllum leikskólabarna. Fyrir mörgum árum var ég með henni í Svíþjóð þar sem hún hélt erindi um efnið m.a. þá vinnu sem átti sér stað í leikskólanum á Flateyri eftir snjóflóðið. Þetta var nokkrum dögum eftir brunann mikla í Gautaborg þar sem fjöldi ungmenna fórust og þjóðarsorg ríkti í Svíþjóð. Barnið hafði komið í skólann á mánudegi og þegar kennarinn spurði hvað gerðist um helgina. Vildi dóttir hennar ræða brunann. Kennarinn skautaði framhjá og spurði;"hver fór eitthvað um helgina?" 

Reyndar báðu Svíar þessa vinkonu mína að skrifa grein um áfallahjálp með börnum í sænskt fagblað í kjölfar þessa fyrirlesturs. Viðbrögðin sem þessi kennari sýndi eru alls ekki óalgeng, þetta er ákveðinn varnarháttur viðkomandi kennara sem stendur aflvana gangvart atburðum.

Möguleg viðbrögð

En hvernig á að bregðast við, sennilega er ekki vitlaust að t.d. stóru sveitarfélögin skipuleggi fundi með sínum skólastjórum þar sem áfallasérfræðingar sem þessi vinkona mín ræða við fólkið.  Skipuleggi örnámskeið með lykilstarfsmönnum til að ræða um hvernig er hægt að ræða við börn. Við vitum að áhyggjur barnanna birtast í leik þeirra. Þau reyna að ná skilning í það sem er að gerast í gegn um leik, samræður og sögur.  Sjálf hef ég reynslu að þörf starfsfólks fyrir leiðsögn um viðbrögð við áföllum og sorg og ég veit að hún skipti máli í mínum leikskóla á sínum tíma.,

Áhrif á leik barna 

Eftir árásirnar á tvíburaturnana 2001, veit ég að í sumum leikskólum byggðu börn turna og "flugu" svo á þá og felldu. Á árum áður léku börn í mínum leikskóla endalaust leikinn "ég er dáið barn í Sarajevo", þar sem þau byggðu kistur og lögðu hvert annað ofan í. Hvað gerum við kennarar þegar við upplifum þessa leiki? Stoppum við þá? Sérfræðingar segja nei, þetta er leið barnanna að vinna úr reynslu sinni. Hvernig eru leikir barna þessa daga? Hvað er starfsfólk að ræða þegar það heldur jafnvel að börn heyri ekki til? Hvar eru útvörp, sjónvörp eða tölvur í gangi nærri börnum þar sem málin eru rædd?


mbl.is Hvetja til aðgátar í umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Aðgát skal höfð í nærveru sálar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.10.2008 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband