22.9.2008 | 00:31
Ég lamdi mann og það er auðvitað mitt einkamál
"Ég lamdi mann rétt fyrir neðan MR um daginn. Ég var reyndar búin að "gleyma" að það eru eftirlitsmyndavélar á gamla Heimilisiðnaðarfélagshúsinu og sjálfsagt á Glitni banka líka. Svo kom löggan og ætlaði að kæra mig fyrir þetta "meinta" ofbeldi (ég sem danglaði nú bara í manninn og sparkaði lauslega í hausinn á honum). Nú er ég búin að stefna löggunni í Reykjavík fyrir að nota myndir af mér í óþökk minni. Þeir þekktu mig ekki alveg strax á öryggismyndaupptökunni og settu þetta þess vegna í sjónvarpið. Þar með voru þeir búnir að brjóta á mér, þessir andskotar. Brjóta friðhelgi einkalífs míns og nota myndir af mér í óþökk minni og það til opinberar birtingar. Já ég er náttúrulega alveg saklaus."
Datt þetta svona í hug þegar ég hlustaði á fréttirnar á stöð 2 í kvöld. Þar notaði maður nokkur álíka rök til að reyna að fá lögbann á Kompásþátt á morgun. Munnurinn á mér hangir enn laus. Kjálkinn er í naflastað.
Er svona dramatísk í kvöld, enda að koma úr óperunni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Leikskólakennari, fyrrum leikskólastjóri, lektor við Háskólann á Akureyri, áhugamanneskja um málefni tengd leikskólanum í sinni víðustu mynd. Blogg sem eru sérstaklega um faglega hlið leikskólastarfs er að finna á www.leikskolabanki.blog.is
Efni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 358774
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
fyrirlestrar og ritgerðir
- Fyrirlestur um ytra mat Fluttur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. október 2008
- Fyrirlestur - Hvert barn er sinn eigin kór Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Reykjavíkurborgar og RannUng þann 18. apríl 2008
- MA ritgerðin mín Hér má finna ritgerð mína um matsfræði
- (gömul) Rannsókn um viðhorf leikskólakennar til starfsins rannsókn sem gerð var fyrir um tæpum 15árum
- ritgerð um lýðræði og leikskólastefnur
- Leikskóli og trú - skýrsla
Frumkvöðlar
Umræða um leikskóla - mitt blogg
eldri blogg um leikskólamál,skýrslur og greinar
- Vald til breytinga
- Leikskólinn sumargjöf til barna
- leikskólinn fátækragildra kvenna
- Fjölbreytileiki og fjölmenning
- Hávaði í leikskólum
- Funaborg
- Kjarklaust fórnarlamb
- Fagrabrekka og Reggio
- dagur á Iðavelli
- listir og eðilsfræði í leikskólum
- skólaföt
- Skráning (dönsk)
- Leikskólinn pólitískur
- Hönnun leikskóla
- ógn þöggunar
- hræðslan og sjálfsmyndin
- kynjauppeldi?
- Arkitektúr og leikskólar
Sturlubarnið
- Valdagreining Sturlubarnsins
- Sturlubarnið KRingur
- Fyrsti dagurinn í leikskólanum
- Lj´somyndaáhug Sturlubarnsins og sitthvað fleira
- Sturlubarn í húsdýragarðinum
- Sturlubarnið sullar á Íngólfstorgi og skoðar bækur
- Sturla 1. árs
- Sturla, ferð á tjörn og Stöðlakot
- Heimsókn til ömmu og afa í Skeifu
- Að æfa sig á þroskabrautinni
Bloggvinir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Fríða Eyland
- Hörður Svavarsson
- Ingibjörg Margrét
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Margrét Einarsdóttir Long
- Benedikt Sigurðarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Páll Helgi Hannesson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Arna Lára Jónsdóttir
- Björgvin Gunnarsson
- Hlekkur
- Þingmaður
- Ásgerður
- Þóra Guðmundsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- svarta
- Halla Rut
- Sigríður Jónsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gísli Tryggvason
- SVB
- Arnar Ingvarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- cakedecoideas
- Dóra
- Elín Erna Steinarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Stella Jórunn A Levy
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
Hver maður á einkarétt til myndar af sér hahahahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 09:31
Ég var einmitt að lesa þetta á visir.is og fór það fór um mig aulahrollur, persónulega finnst mér hann vera búinn að afsala sér réttinum á broti um friðhelgi einkalífs sem njóti verndar stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu þegar hann brýtur hana. Og hvað má þá segja um manninn sem hann barði, er hann réttlaus gagnvart friðhelgi einkalífs sem njóti verndar stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu ? Íslenska ríkið á að gera samning við BNA til að geta sent svona gaura í afplánun í Abu Ghraib fyrst þeir vilja vera svona stórir kallar og berja fólk, það myndi amk hafa einhvern fælingarmátt myndi ég halda.
Sævar Einarsson, 22.9.2008 kl. 10:48
Undarleg uppákoma. Það hlýtur að vera erfitt að vera lögmaður svona manna og reyna að sýna fram á að glæpur er í lagi.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.9.2008 kl. 17:29
Lögreglu er bannað að setja upp aðstöðu sem hvetur til glæps.
Það sama á um í þessu máli án þess að ég sé að afsaka ofbeldi, þarna eru tveir einstaklingar með óuppgerð mál sín á milli leiddir saman með vitund annars og ofbeldi í rauninn knúið framm fyrir sjónvarpsvélar.
Kompás menn eru þarna á mjög gráusvæði...
Palli (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 18:23
Já
Kristján Sigurður Kristjánsson, 22.9.2008 kl. 20:49
Alvarlegast í þessum þætti var löggan sem var kölluð á staðinn og reyndist einn af þeim vera kunningi gerandans! Nú er ég eins og kallinn í the Mask! Algjörlega kjálkalaus með tunguna út! SHOCKING!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 22:19
Bíddu aðeins við... þú sagðist hafa sparka í hausinn ? Annað hvort ertu mjög liðug eða hann var liggjandi eða með hausinn lágt. Ef þú ert ekki mjög liðug þá þýðir það að þú hefur gert eitthvað sem meiddi hann nógu mikið til að detta eða halda fast um magann. Spark á hausinn þó að þau séu lausleg þá meiða þau mikið.
Auðvitað veit ég ekki alla söguna en það virðist að þú hafir meitt þennan karlskaufa dálítið mikið.
Davíð Sturluson, 23.9.2008 kl. 00:18
Fyrir fimm árum fjallaði siðanefnd Blaðamannafélagsins um kæru vegna umfjöllunar Heimis Jónassonar í "Ísland í bítið" um starfsemi "erótískrar nuddkonu". Nuddkonan var heimsótt með falinni myndavél og tekin upp hljóð og mynd.
Siðanefnd: "Kærendur segja upptökurnar gerðar í algjöru leyfisleysi og án sinnar vitundar. Dagskrárgerðarmaðurinn hafi haft brögð í tafli til að koma „athæfi sínu og verknaði í kring“... Lögmaður kærenda vísar í kæru sinni til 229 gr. alm. hgl. sem leggi refsingu við því að skýra opinberlega frá einkamálefnum annars manns án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, en þær hafi ekki verið fyrir hendi í tilviki kærenda. Þá vísar hann til 86. gr. laga um meðferð opinberra mála sem fjalli um heimildir í þágu rannsóknar máls, m.a. um upptöku á samtölum og kvikmyndun án þess að hlutaðeigandi viti af því. Þessar lagagreinar sýni þá ríku vernd sem borgarinn njóti varðandi einkalíf sitt og einkamálefni...
... Siðanefnd er sammála lögmanni kærenda um að að öðru jöfnu hefðu hin óhefðbundnu vinnubrögð við efnisöflun hjá kærendum getað falið í sér brot á siðareglum BÍ. Á hinn bóginn ber að líta til þess að um er að ræða starfsemi sem erfitt er að afla upplýsinga um en óhjákvæmilega kallar á umfjöllun fjölmiðla, starfsemi þar sem ólíklegt var að hefðbundin vinnubrögð fréttamanns hefðu skilað fullnægjandi árangri".
En Benjamínsmálið er öðruvísi hvað eitt stórt atriði varðar. Við sýningu efnisins um erótísku nuddkonuna voru andlit og raddir "brenglaðar". Siðanefnd: "Þess var gætt við útsendingu efnisins að kærendur þekktust ekki. Hljóð og mynd voru brengluð þannig að jafna má við nafnleynd kærenda. Því telur siðanefnd að kærðu hafi ekki í umrætt sinn, eins og sérstaklega stóð á, brotið 3. gr. siðareglna BÍ. Hin kærða umfjöllun var innan þeirra marka sem kærendur máttu búast við".
Benjamín var ekki brenglaður (þ.e. í þessum skilningi). Það er sýnist mér nýtt svæði og ef til vill "grátt". Á hinn bóginn ber að líta til þess að um er að ræða starfsemi sem erfitt er að afla upplýsinga um en óhjákvæmilega kallar á umfjöllun fjölmiðla, starfsemi þar sem ólíklegt var að hefðbundin vinnubrögð fréttamanns hefðu skilað fullnægjandi árangri".
Fróðlegt er að skoða ákvæði persónuverndarlaga (77/2000), en þar er fjölmiðlum veitt aukið svigrúm (einnig listum og bókmenntum):
• 7. gr. Meginreglur um gæði gagna og vinnslu. Við meðferð persónuupplýsinga skal allra eftirfarandi þátta gætt:
• 1. að þær séu unnar með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti og að öll meðferð þeirra sé í samræmi við vandaða vinnsluhætti persónuupplýsinga;
• 4. að þær séu áreiðanlegar og uppfærðar eftir þörfum, persónuupplýsingar sem eru óáreiðanlegar eða ófullkomnar, miðað við tilgang vinnslu þeirra, skal afmá eða leiðrétta.
• 5. gr. Tengsl við tjáningarfrelsi.
• Að því marki sem það er nauðsynlegt til að samræma sjónarmið um rétt til einkalífs annars vegar og tjáningarfrelsis hins vegar má víkja frá ákvæðum laganna í þágu fjölmiðlunar, lista eða bókmennta. Þegar persónuupplýsingar eru einvörðungu unnar í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi gilda aðeins ákvæði 4. gr., 1. og 4. tölul. 7. gr., 11.-13. gr. og 24., 28., 42. og 43. gr. laganna.
Nánar um undanþágurnar á:
http://www.althingi.is/lagas/135a/2000077.html
Friðrik Þór Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 01:01
Takk öll og takk Lilló fyrir siðanefndar umfjöllunina. En er það ekki líka svolítið forvitnilegt hvað vekur athygli hvort sem er í bloggheimi eða fjölmiðlum?
Kristín Dýrfjörð, 23.9.2008 kl. 01:53
Það er ljóst að mikill áhugi er á þessu Kompás-máli og það sýnir gestafjöldinn við þessa færslu, sem ekki einu sinni er hengd við frétt. Og svona fyrirsögn fiskar vel; grípur augað og fangar athyglina. Að lesa um einhvern lemja einhvern er forvitnilegt og reifarakennt - og það verður fróðlegt að sjá hvernig sögunni vindur fram.
Friðrik Þór Guðmundsson, 23.9.2008 kl. 02:02
Alveg er ég viss um að nýjasta færslan mín um kassafjalir og fimmeyringa verður ekki mikið heimsótt .
Kristín Dýrfjörð, 23.9.2008 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.