Farandverkamenn samtímans

Það eru farandverkamenn samtímans sem sækjast eftir vinnu í leikskólum sagði i einn leikskólastjóri mér fyrir nokkrum árum þegar illa áraði við mannaráðningar. Þetta var á þeim tíma sem fólk byrjaði að morgni og kom ekki aftur úr kaffi. Stoppaði sumt í nokkrar vikur í senn. Það var hrikalegt að vera í forsvari fyrir leikskóla á þeim tíma, hvort heldur innan leikskólans eða pólitískt. Það er því góð frétt fyrir börn, foreldra, starfsfólk leikskóla og pólitíkusa að betur gangi að ráð þangað inn fólk en undafarin haust. Sannarlega vona ég að hluti þessa fólks sem nú hefur störf í leikskólum sjái hvað það er frábært að starfa þar og geri að ævistarfi. Börnin okkar eiga það skilið.

Miklar mannabreytingar í leikskólum hafa háð því að hægt sé að byggja upp þekkingu og tiltekna festu í starfið þar. Þegar Vonandi gefst fleiri skólum tækifæri til þess núna. 

Sá svo að borgarstjóri hefur tilgreint ástæðu þess að formaður leikskólaráðs vildi reka sviðsstjórann og er það vegna mikils kostnaðar við auglýsingar. Einhvernvegin finnst mér það ekki hljóma sennilega.  


mbl.is Fleiri leikskólar fullmannaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef mínar efasemdir líka, Kristín. Þetta gengur ekki svona fyrir sig.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:02

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

neibb, eins og ég sagði í síðustu færslu, geti ég alveg trúað sviðsstjóranum (nú eða borgarlögmanni) til að stíga á tærnar á pólitíkusinum, og ég get alveg sé pólitíkusinn verða fúlan en ég á ekki von á að hann hefði gengið svo langt að krefjast uppsagnar (borgarstjóri sagði viðkomandi hafa fengið vilyrði annarra borgarfulltrúa flokksins fyrir því). En í leiðinni er rétt að minna á að mjög margir æðstu yfirmenn borgarinnar (innan stjórnsýslunnar) létu af störfum í kjölfar fyrsta meirihlutans á kjörtímabilinu. En auðvitað verður að ríkja trúnaður á milli embættismanna og stjórnmálamanna.

Kristín Dýrfjörð, 19.8.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband