Valkvíði - ekki pólitískur

Nú er ég eins og hver önnur einsetukerling, tíni ber og sulta. Hef síðustu daga sultað úr 10 kílóum af hinum ýmsu berjum. Lilló forðaði sér langt að heima á meðan eða alla leið til Ameríku, er þar í hressilegu haustveðri á okkar mælikvarða mælt í vindi og regni, en í 25 stiga hita. Hann skrapp að hitta systkini sín og fjölskyldur þeirra i Ameríkunni. Þau ákváðu að hittast miðja vegu, sem er í himnaríki aldraðra og repúblikana, sjálfri Flórída. Skildi mig eftir með allar ákvarðanir um sultugerð og framkvæmdir á heimilinu. Ég er búin að vera illa haldin af valkvíða undanfarið. Fyrst þurfti ég að ákveða röð framkvæmda, mér tókst að taka þá erfiðu ákvörðun að fara í eldhúsið. Vitandi að við verðum að lifa á take out og heimboðum næstu vikurnar. Þar eru búin að vera ónýt gólf frá því að við fluttum inn fyrir 22 árum. Nú á loks að laga þau. Þegar sú ákvörðun var í höfn, þurfti ég að ákveða gólfefni. Ég fær grænar við tilhugsunina um kork, held að gólfkuldi í norðanátt á veturna yrði óbærilegur með flísum, var að hugsa línolíum dúk, en held ég endi með parket, eitthvað sem heitir plankaparket. Þarf að fara að skipuleggja ferð í parketverslanir. Hlakka ekki til. Svo gæli ég við þá hugsun að stinga af til útlanda þegar bóndinn kemur heim. Sjáum til, sjáum til.

Allar þær krukkur sem ég hef samviskusamlega geymt frá í vetur eru þessa daga að öðlast nýtt líf. Árátta mín til að geyma en ekki henda er að borga sig. Las einhverstaðar í dag að krukkur undir heimagert gómsæti seljist fyrir okurverð. Jafnvel geti verið ódýrara að kaupa krukku með innihaldi og henda (eða sem æskulegra er neyta).

Les svo endalausar fréttir um fólk sem var svo heppið að missa af vélinni í Madrid. Auðvitað er það stórkostlegt og gott fyrir það fólk. Það er hræðilegt þegar slys verða og auðvitað veltir maður fyrir sér hvort að út í hinum stóra flugheimi hafi afleiðingar sífellt meiri kostnaðar við öryggisgæslu og eldsneyti verið mætt með lélegra viðhaldi. Fréttir í dag um að umrædd vél hafi verið með háa bilanatíðni ýtir undir slíkar hugsanir. Það skal alveg viðurkennt að mér fannst frekar erfitt að hlusta á þessa frétt í gær um það leytið sem Lilló fór í loftið. Svo skrýtið sem það er. Hinsvegar ákvað ég fyrir mörgum árum að strika út úr lífsviðmiðum mínum orðið EF. Það hefur reynst mér vel. Kannski í stíl við æðruleysisbænina, þetta með að sætta sig við það sem maður getur ekki breytt. Jæja best að fara að huga að framkvæmdum í pottum og hjá iðnaðarmönnum. (Eru að klára í kjallaranum). Og kannski að skreppa í eina eða tvær sérverslanir með ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband