Nauðsynlegasta heimilistækið þessa daga er borvélin

undir sólhlíf

Það er léttir að verslunarmannahelgin hafi farið vel fram. Ég vona að hún nái að klárast áfallalaust. Það skal fúslega viðurkennt að í mér er alltaf ákveðinn hrollur og þetta er sú helgi ársins sem ég bíð að taki endi. Hin síðari ár höfum við oft valið að vera úti fram yfir verslunarmannahelgi. Fjarri fréttatímum og hljóðum þyrlu gæslunnar. 

Í þetta skipti erum við heima og hefur helgin farið í að endurskipuleggja vinnuherbergið mitt og eldhúsið. Bæði tímafrek og nauðsynleg verkefni. Keypti forláta búrskáp í IKEA til að setja í búrið. Hann er risastór 60 cm breiður og vel yfir tvo metra. Það var púsl að koma honum saman. Sonurinn verkstýrði því, enda með meiri reynslu í samansetningum á IKEA húsbúnaði en við. Mér var á orði að það væri nú ekki endilega auðveldasta verk í heimi að koma saman hlutum frá Ikea. Teikningar þó góðar væru ekki alltaf alveg lýsandi. En ég er líka búin að komast að því að eitt nauðsynlegasta heimilistækið er bor/skrúvél sonarins af Hitatchi gerð. Sé okkur ekki alveg munda skrúfjárnin af sömu leikni og krafti og borvélin leyfir.     

Það sem er annars helst í fréttum er að Sturlubarnið fór í gær með foreldrum sínum í sveit og fékk að fara á hestbak. Var mjög ánægður með það. Á föstudag fór hann með mér í heimsókn til langafa og langömmu í Skeifuna. Skelli inn nokkrum svipmyndum þaðan. Garðurinn hennar mömmu er eins og alltaf, augnayndi.

undir sólhlífinni 2undir sólhlífinni1

 

Sturla og Biggi afi á pallinumSturla og Biggi afi

Sturla með Gerði ömmusysturGerður, Sturla og Lóló langamma

Mamma og Sigga mákona hennar

í skeifuMamma og siggaausturgarðurinn í Skeifugarðurinn hjá mömmu7

garðurinn hjá mömmu6garðurinn hjá mömmu5

garðurinn hjá mömmu4garðurinn hjá mömmu2

garðurinn hjá mömmu1garðurinn hjá mömm3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Þú mátt nú alveg birta betri myndir af henni Lollu með langömmubarnið sitt.  Held bara að ég hafi ekki séð hana síðan ég var krakki og hún fór frá Eskifirði.

Dunni, 3.8.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæll í þessu albúmimá sjá myndir af meðal annars mömmu (Lóló eða Lollu eftir því hvort það er Eskfirðingur eða ekki)líka Matta og Unni . En skal skella inn betri myndum af henni með langömmubarnið við tækifæri. **)

ps. Á einni myndinni er Sigga kona Hauks með mömmu.

Kristín Dýrfjörð, 3.8.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Dunni

Ég hitti Siggu og Hauk einstaka sinnum í kringum kóramót íslensku kóranna í Skandinavíu.  Alltaf jafn skemmtilegt það. Þekkti smat ekki Siggu strax á myndinni. Ekki fyrr en þú bentir mér á hvaða Sigga þetta var.

 Matti og Doddi voru báðir farnir frá Eskifirði þegar ég man eftir mér.  Hitti þá báða fyrst eftir að ég varð unglingur og fullvaxta.  Andri Marteins er góður vinur minn.  Han kom einu sinni til mín og sagði að amma sín (og þín) hafi sagt honum að Dunni hafi stundum verið óttalegur villingur. Það þótti mér vænt um.

Kveðja

Dunni

Dunni, 4.8.2008 kl. 12:10

4 Smámynd: Dunni

Voruð þið með ættarmót heima í sumar.  Fínar myndir sem vekja upp barndómsminningar í haugum.

Dunni, 4.8.2008 kl. 12:36

5 identicon

Ég er þér mjög sammála um IKEA leiðarvísa. Fegin að heyra að það eru fleiri en ég sem þurfa að hafa töluvert fyrir því að fatta suma þeirra.

 Með kveðju,

Systa

Bergljót B. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband