Ofbeldi gegn lýðræðinu

Í ljósi frétta þess eðlis að Hanna Birna hafi náð sáttum við Listaháskólann er forvitnilegt að vita hvort allur borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fundið samstarfsflöt með listaháskólanum eða hvort það eru bara sjálfstæðismenn í skjóli framsóknar (sem er reyndar saga til næsta og þarnæsta bæjar). Mér finnst reyndar eins og verið sé að beita lýðræðið ofbeldi með síðustu ráðagjörð borgarstjórans. En það hlýtur að flokkast undir ofbeldi gegn lýðræðinu að setja fólk úr nefndum vegna þess eins að það hefur ekki nákvæmlega sömu skoðun og fyrsti fulltrúi viðkomandi lista. Mér finnst reyndar aumt að sjálfstæðismenn hafi svo bogna sjálfsmynd að þeir dansa með. Öðruvísi get ég ekki séð að varaformannskiptin eigi sér stað.

Í stjórnmálum verður fólk að geta verið stærri en eigið sjálf, það verður að kunna að deila og semja. Það verður að kunna að stundum þarf að fara leiðir málamiðlanna. Það verður líka að læra að velja þær orrustur sem það vill legg allt undir fyrir. Því miður sé ég ekki að borgarstjórinn hafi slíkt á valdi sínu. Því miður.


mbl.is Verðlaunatillaga um Listaháskóla Íslands yfirfarin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Kæra Kristín

Eins og svo oft áður er ég hjartanlega sammála þér.

Begga

Bergþóra Jónsdóttir, 29.7.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Verður að viðurkennast að maður er steinhættur að botna í pólitíkinni og út á hvað hún gengur.

Kristín Dýrfjörð, 29.7.2008 kl. 23:49

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ólöf var ekki kosin í þetta embætti á lýðræðislegan hátt.  Hún var einfaldlega skipuð af Ólafi til að framfylgja stefnu hans í ráðinu.  Þetta hefur því ekkert með lýðræði að gera.

Ef hann mátti ráða hana þá hlýtur hann að mega reka hana ef honum finnst hún ekki fylgja hans stefnu.  Hann er jú eins manns flokkur.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 30.7.2008 kl. 01:54

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sem sagt eins manns flokkar þurfa ekki að hlýða neinum leikreglum svo framalega sem samstarfsflokkurinn spilar með, í þessu tilfelli gerði hann það síðast og mun  samkvæmt þessu gera það út kjörtímabilið. Vegna þess hvernig til var stofnað síðast var ekki við öðru að búast en að borgarstjóri (flokkurinn) skipti fólki út, vegna aðstæðna þá var það skiljanlegt þó svo að ég telji að þá hafi verið skákað í skjóli sjálfstæðisflokksins. En einhvern veginn átti ég von á að fólk vandaði sig eftir það við að stíga á lýðræðislínunni. Hins vegar er það svo að auðvitað var Ólöf kosin, alveg eins og Magnús verður kosinn, um það sjá sjálfstæðismenn. Skömmin í þessum borgastjórnarfarsa er öll þeirra. 

Kristín Dýrfjörð, 30.7.2008 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband