Þegar krabbi býr með meyju ja eða meyja með krabba

Það er hrikalega erfitt að losa sig við drasl sem maður hefur sankað að sér. Jafnvel skó sem ég hef ekki farið í í rúm 30 ár. En vegna framkvæmda í kjallaranum (já þær eru hafnar) þá hefur undanfarna daga reynt á getu mína til að henda og standast freistingar. Getu til að henda pappírum sem eru í raun vitagagnslausir og ég á öruggleg ekki eftir að líta í, skó, fatnað sem er út úr korti á allan hátt. Svo hef ég þurft að standast þær freistingar að gramsa ekki í pokunum sem Lilló er búinn að úrskurða hending. Hann nefnilega hefur mun hærri stuðul en ég, hlutir sem mér finnast alveg nothæfir og alls ekki hendingur lenda alveg án vandmála í hans pokum. Ég féll aðeins í dag, "bjargaði" svona einum eða tveimur hlutum.

Hér áður fyrr tók Lilló alltaf til í geymslunni þegar ég var ekki heima. Þá hafði hann úrskurðarvald um það sem honum sýndist. Þegar leikföng drengjanna voru búinn að vera x mörg ár í geymslunni tók hann sig til ætlaði að henda þeim. Mágur minn einn kom þá í heimsókn og bjargaði til annarra barna í fjölskyldunni megninu af því dóti. Sjálfsagt hefur þessi tiltektardella hans í geymslunni í áranna rás gert það að verkum að það er enn hægt að þverfóta hér um slóðir.  Mér hefur verið bjargað frá sjálfri mér.

Lilló er eins sjá má meyjan á heimilinu en ég krabbinn, kannski að það útskýri sitthvað. Ja ef maður trúir á slíkt. Reyndar hef ég hann grunaðan um að skipta sér ekki af dótinu ef ég væri með það í kerfi, væri búin að flokka það og helst skrá, þá liði meyjunni á heimilinu sennilega ágætlega með það, vandamálið er að krabbinn er bara ekki nógu skipulagður til slíks. Hann er nefnilega alltaf að hoppa á milli verka (svona eins og að blogga og taka til). Þessi munur á okkur sést líka ágætlega í ýmsu öðru t.d. hvernig við hengjum upp myndir, ég vil ekki mjöggg beinar línur, Lilló vill mjöggg beinar línur. En á endanum blessast þetta nú samt og við komumst á sameiginlegri niðurstöðu.  

En það er best að halda áfram í kjallarnum... hafa auga með kauða ... 

Við tókum við á það ráð í vikunni að setja hér út á stétt kassa með alskins bókum, gömlum og nýjum, íslenskum og erlendum og miða á kassann þar sem við báðum vegfarendur að bjarga sér með bók eða bækur. Það gekk nokkuð vel að losa kassann (við fylltum nokkrum sinnum á), vonum við nú að bækurnar lifi framhaldlífi á nýjum stöðum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið kannast ég við þessa lýsingu var að ganga í gegnum það sama fyrir nokkrum dögum þegar eiginmaður minn var búin að fylla nokkra poka sem ég fékk ekki að líta í enda eins og þú segir svo réttilega þá er verið að bjarga mér frá sjálfri mér

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 09:56

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Ég er krabbi og þú gætir verið að skrifa um mig  Frábært að lesa þetta

Sædís Ósk Harðardóttir, 23.7.2008 kl. 10:39

3 identicon

Frábær hugmynd með bækurnar, þetta þarf ég að prófa einhvern tímann.  Það eru nokkrir hlutir sem ég á mjöööööögggggg erfitt með að henda og það eru bækur og listaverk og hlutir sem barnabörnin hafa búið til handa mér - Þegar Hilmari var nógboðið með öll listaverkin sem voru ekki í skipulagi, útbjó hann gám með miða þar sem stendur: listaverk og annað ómetanlegt frá englunum  - Hann er nefnilega með rísandi meyju sem krefst þess að allt sé flokkað og skipulagt.
Annars er ég að taka þátt í svona tiltekt hjá henni dóttur minni(meyjunni) þessa dagana (eða kvöldin öllu heldur) og þar hafa fokið ófáir pokarnir, sem maðurinn hennar (ljónið) fær ekki að komast í, það þarf nefnilega að bjarga honum frá sjálfum sér  Kveðja, Síta

Síta (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 11:49

4 identicon

En yndislegt að heyra að það eru þarna úti fleiri meyjur og krabbar sem eru í sömu endalausu vandamálunum, með verðmætamat á henda dóti og slíkt.  Ég er meyja og hef verið í þessum líka erfiðleikum að fá krabbann til að henda í 30 ára búskap.  Það er til svona mikið af gömlum hlutum af því að krabbarnir hafa verið svo duglegir að safna í gegnum aldirnar, þess vegna eru til sögusöfn, þess vegna á ekki að henda neinu því þetta er allt saman gull og gersemi, síðar meir (segja krabbarnir). Þetta er frábær hugmynd með bækurnar, þetta getur þá verið gull og gersemi einhversstaðar annarsstaðar.

hafdis júlía (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:37

5 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ljónið ég á mjöööög erfitt með að henda hlutum...vill geyma allt EF....

En vegna flutninga neyddist ég til að taka allt og skipuleggja ... henda....gefa....eiga...og ÞAÐ VAR ERFITT......en nú á ég bara einn minningarkassa frá skólaárunum og æskunni...einn með smá af fötum krílanna minna og einn með sögum og ljóðum yngri áranna....he he...og svo náttla bækurnar mínar...ÞEIM HENDI ÉG ALDREI....

Vatnsberinn á heimilinu skilur ekki þessa söfnunaráráttu.....

Bergljót Hreinsdóttir, 23.7.2008 kl. 14:15

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sniðug leið til að losa sig við bækur.  Verst að ég get ekki látið frá mér bók, eða á amk. erfitt með það.

Þetta er svo meyjuleg lýsing að ég fór að skellihlægja.

Á vinkonu sem raðar pakkasúpum eftir stafrófsröð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 16:24

7 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk stelpur fyrir innlitið, er búin að ráfa um í Kringlunni, leit meira að segja inn á eina útsölu. Hafði ekki úthald í fleiri. Maður verður að vera rétt klæddur til að nenna inn á útsölurnar og í skiptiklefana. Þurfti að fara þangað til að kaupa nýtt hleðslutæki í myndavélina mína. Byrjaði í Bankastræti, send þaðan upp á Laugarveg 178 og þaðan í Kringluna. OG hleðslutækið kostaði álíka og myndavél (ýki bara pínu). Síðan skrapp ég í RL búðina og keypti, ja vitið hvað, 10 plastkassa í mismunandi stærðum til að flokka dótið í geymslunni í. Allt fyrir meyjuna.

Kristín Dýrfjörð, 23.7.2008 kl. 16:34

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Meyjan hér. Ég vil undirstrika að ég er alls ekki hendi-sjúkur. En sumt sem ónefndir einstaklingar vilja alls ekki henda meikar einfaldlega ekki sens. Það má henda hinum ágætustu bókum, að mati viðkomandi, en alls ekki rauðu ástarsögunum, svo dæmi sé tekið. Viðkomandi einstaklingur fékk mig þó til að henda klámblöðunum mínum fyrir mörgum áratugum síðan.

Ég píndi viðkomandi með því að þvinga viðkomandi til að velja skópar til að henda. Fólk af kyni viðkomandi getur ekki hent skóm, bara bætt pörum í safnið. Ég linnti ekki látum fyrr en viðkomandi var búin að velja heil tvenn pör af tugum til að henda. Það rétt grillti í það undir geymslu-rykinu að um kvenmannsskó væri að ræða. Það lá við að viðkomandi félli í öngvit við þessa ákvarðanatöku. En ég var harður, helvíti harður. Í dag fór viðkomandi eins og lesa má um einhvers staðar upp í Kringlu undir því yfirskini að kaupa hleðslutæki fyrir myndavél. Sure...

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.7.2008 kl. 23:14

9 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Hmmmm, ég er í Meyjunni en á við sama vandamál að stríða og þú.... Húsið mitt er smám saman að fyllast af vel-nothæfum hlutum með tifinningalegt gildi. Ég tek stundum rassíur og hendi, en það sér ekki högg á vatni.... Hvernig ætli húsið mitt verði eftir 10 ár?  þarf ég þá að kalla á "ALLT Í DRASI" ?????

Þú ert ekki ein

Linda Samsonar Gísladóttir, 26.7.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband