Sitthvað að dedúa og kláraði pallinn

Ég hef varla komið inn fyrir dyr undafarna daga. Verið í garðinum að dedúa. Nú er hesthúspallurinn tilbúinn til notkunar og við öll í húsinu held ég bara nokkuð ánægð með árangurinn. Ég skrapp í IKEA og keypti tréflísarnar eftir að hafa rætt við Líney á næstu hæð. Í gær kom sonurinn með úrsnara, tilkynnti mér að áður en ég skrúfaði yrði ég að bora með honum í hverja einustu flís þar sem skrúfan ætti að vera og ég boraði í hverja einustu flís. Síðan var að koma fyrir spýtum undir og festa allt saman. Ég var svo heppinn að Davíð leit sem snöggvast upp úr doktorsritgerðinni sinni og við hjálpuðumst að við að festa flísarnar niður, settum smá munstur í miðjuna meira að segja. 

hesthúspallurinn 2

hesthúspallurinn - nýsmíðaði

DSC00441

Lilló og Palli að njóta sumarblíðu á hesthúspallinum í morgun (8. júlí)

Hádegissól á pallinum

og svona líta herlegheitin út í dagsbirtu

Annars hefur verið frekar gestkvæmt hér, gömul vinkona og sambýliskona okkar, hún Sigga Vala er á landinu og kom til okkar með börnin sín fjögur í heimsókn. Þetta er hin myndarlegasti hópur sem hún á. Dæturnar þrjár búa og starfa hér á landi, alla vega um sinn, en yngstur er 9 ára drengur. Hann undi sér hér í garðinum við kubba og dót sem við létum útbúa fyrir vísindasmiðjuna í Ráðhúsinu vetur. Það var gaman að hitta þau öll og það verður að segjast eins og er gamall vinskapur lifir lengi og á endanum er það að hittast eins og við höfum síðast hitts í gær.   

Nú erum við pössunarpíur fyrir brúðhjón helgarinnar sem smelltu sér í sund. Lilló búinn að spila á gítar ljúfar ballöður fyrir piltinn unga svo á hann sótti svefn, hann sefur nú undurfallega við hlið mér í stól.

Áróra á loftinu skrapp með pabba sínum í Nauthólsvík, þegar hún kom heim varð hún fyrir svolitlum vonbrigðum með að Sturla væri farinn. Er Sturla ekki heima?, spurði hún. Hann hefur verið svo mikið hér undafarið (í pössun á daginn) að henni finnst hann bara eiga sitt annað heimili hér.

 

byggingin hans Óma vef

Ómi og Kung Fu Panda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur pallur, verð að koma við og sjá herlegheitin

Síta (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ávallt velkomin, en ef þú vilt njóta sólar á nýja pallinum verður það að vera fyrir klukkan 2 þá daga sem sólin skín, því eftir 2 missum við sólina af þessum palli yfir á hinn.

Kristín Dýrfjörð, 9.7.2008 kl. 01:02

3 identicon

Mjög fínt hjá ykkur. Þið eruð duglegt fólk.  Góður garður verður enn betri.

Bergljót B. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 13:12

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

og hvenrig væri að koma þá í kaffi, skal kaupa með því, kv

Kristín Dýrfjörð, 9.7.2008 kl. 13:25

5 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Mikið er þetta kósý hjá ykkur:)

það er alltaf svo gaman að klára svona verk og geta sest niður og notið þess.  Megið þið eiga margar ánægjustundir á þessum indæla palli:)

Linda Samsonar Gísladóttir, 11.7.2008 kl. 01:17

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Og það gerum við sko sannarlega, við erum búin að fara út með morgunblöðin (og ég félagfræðilegar fræðibækur) báða morgna og reiknum með að þeir eigi eftir að verða miklu fleiri.  og takk fyrir.

Kristín Dýrfjörð, 11.7.2008 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband