Brúðkaup í dag

Í dag ætlar vinafólk okkar að gifta sig að heiðnum sið. Lilló er búinn að  vera upptekinn við ræðuskrif og gítaræfingar, ég hef hinsvegar aðallega verið að hugsa um lausnir varðandi hesthúspallinn í garðinum. Ég komst að niðurstöðu sem flestir í húsinu er nokkuð sáttir við og byrjaði að vinna í henni í gær. Þvingaði Lilló með mér í Húsasmiðjuna í timburkaup í morgun. Ákvað að riðfríar skrúfur og möl geti beðið morgundagsins. Það er nefnilega opið í Húsasmiðjunni á morgun bara ekki timbursöludeildinni. Stefni að því að pallurinn verði nothæfur til íveru seinnipartinn á morgun. Svo framalega sem við verðum ekki framlág eftir brúðkaup.

Ég hlustaði á hádegisfréttir og tek undir með þeim sem þar töluðu til varnar keníska flóttamanninum. Mér finnst íslensk stjórnvöld til skammar í þessu máli. Stundum er ég að hugsa um hvernig við túlkum samninga, suma viljum við túlka sem þrengst, en aðra lítum við á sem viðmið. Þá eiga allar sérreglur heimsins að gilda um okkur. Rökin eru í báðum tilfellum, af því bara. Af því bara að ...

En ætli það sé ekki best að fara að búa sig til veislu, vígslan verður undir berum himni eftir u.þ.b. tvær stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband