Væntingar dagsins

Ég trúi að það sé góður dagur framundan. Fyrst mun ég setja fyrstu ráðstefnuna okkar Reggio áhugafólksins upp í Kennó. Þar verða nokkrir fyrirlestrar um hugmyndafræði skapandi starfs. Eftir hádegið vera síðan fjöldi smiðja þar sem unnið verður með, að tálga og smíða leikföng, að búa til alla vega hluti úr gömlum heimilistækjum og tölvum, við ætlum einfaldlega að nota og endurnota sömu hluti aftur og aftur. Gefa þeim nýtt líf og tilgang.     

Í Hafnarfirði á Álfaskeiði 115 opnar klukkan 10 og þá munu nokkrir hópar leikskólabarna koma og nýta sér Skapandi efnisveituna sem Stekkjarás og Hlíðarberg hafa komið sér upp. Ég var þar í allan gærdag. Við vorum þar með námskeið fyrir um 40 leikskólakennara (SARE). Hendi inn nokkrum myndum við tækifæri.

Ég hvet sem flesta til að kíkja inn og skoða. Í gær fengum við fjölda gesta, fólkið í hverfinu sem var forvitið um það sem í gangi var, börn og foreldrar sem vildu vita hvað væri um að vera. Og svo nokkra sem gerðu sér sérstaka ferð til okkar. Ælta ekki að grobba en sameiginleg upplifun flestra var STÓRKOSTLEGT, það opnaðist mörgum nýr heimur.  

Hjá mér hafa undafarnir dagar verið frekar langir, á fætur 6 sofa 1 en það er samt lítið mál að halda áfram einfaldlega vegna þess að verkefnið er svo skemmtilegt. 

Verð reyndar að viðurkenna að eftir að hafa staðið vaktina í allan gærdag seint fram á kvöld, fékk ég Lilló til að skutla mér í Skeifu til foreldrana til að sækja greinar í garðinn þeirra. taldi mig ekki vera nógu öruggan bílstjóra með augun nokkuð stjörf. Bílinn er núna fullur af ilmandi nýútsprungnu birki sem fara á sviðið í Kennó. Er betra til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það var virkileg gaman í gær bæði á ráðstefnunni og ekki síst í vinnustofunum. Ég fékk allavega nýja sýn á vinnu með verðlaust efni og allskyns dót sem ég hef ekki notað áður í vinnu með börnum.  Takk fyrir mig ég mun svo sannalega nota þetta í skólanum mínum.

Gulla (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Takk kærlega fyrir mig. Ráðstefnan um morgunin var frábær og það hefði nú bara verið betra ef við hefðum fengið að hljóma um alla sali KHÍ lengur:) Var hjá Arnari seinni partinn og það var bara snilld. Fyrir utan allt annað þá fannst mér frábært að fá þarna góða 'karl' fyrirmynd í náminu, mér finnst við þurfum að virkja þetta betur.

Egill Óskarsson, 31.5.2008 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband