Fljúgandi vélmenni og fótboltavöllur fyrir bangsa

Er hægt að blogga án þess að minnast á skjálftann, ég var í efnisveitunni í Hafnarfirði þegar jörðin byrjaði að nötra, þar hristist margt en ekkert sem fór á ferð. Ja nema lestrarhesturinn, hann fór á haus.  Varð hugsað til systurdóttur minnar á Selfossi með þrjú lítil börn. Allt í lagi með þau. Búa í timburhúsi á steyptum grunni sem þoldi skjálftann vel.  

Annars var hópur úr Lækjarskóla nýlega farinn frá okkur úr SKAPANDI EFNISVEITUNNI þegar ósköpin dundu yfir.  Ég læt fylgja með nokkrar myndir af því sem þau voru að gera, og svo tvær skráningar, önnur frá í dag og hin frá í gær. Önnur er af Skarphéðni að byggja fótboltavöll fyrir bangsann sinn. Skarphéðin er 7 ára. Hin er af Hrappi byggja vélmenni sem flýgur og hlustar á tónlist, Hrappur er 6 ára. Mér finnst báðar skráningarnar sýna hvað börn eru klár og sjá möguleika þar sem við sjáum kannski bara takmarkanir. Báðir sögðust líka vilja koma aftur. Vonandi fá þeir tækifæri til þess. Vonandi fær Skapandi efnisveitan að standa.

Sem fyrr verð ég að lýsa aðdáun minni á þeim mögnuðu leikskólakennurum sem hafa lagt nótt við nýtan dag til að gera efnisveituna að veruleika. Stelpur á Stekkjarási og Hlíðarbergi, bæði sem eruð í efnisveitunni og hinir sem eru í leikskólunum og leggja á sig aukavinnu til að hinar geti sinnt þessu, þið eruð einu orði sagt frábærar. Guðný, Svanhildur, Michelle, Guðbjörg, Edda Lilja þið eruð hetjur.

Ps. Er annars næstum gaflari, ég er fædd á Sólvangi, átti heima á Vesturbraut, átti afa á Skúlaskeiði og langafa á Brunnstíg. Svo kannski að afmæli Hafnarfjarðar sé líka afmælið mitt heheh.

 

100 7301Fótboltavöllur fyrir bangsa

Flugvélarennibraut100 7309

  100 7303Morgunverðarbakki handa mömmu

image005 Efni

Á geimstöðinni 100 7307

 

Hér að neðan má sjá tvær skráningar


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að hugsa til mín í dag. Það er alveg ótrúlegt miða við hvað þessi skjálfti var stór þá hrundi ekkert úr hillum nema 2 krem dollur úr baðherbergisskápnum, og það duttu engar myndir niðraf veggjum hjá mér og eru ekki einu sinni skakkar. Ég var na´ttúrlega alveg ótrúlega hrædd, ég er nú ekki með stórt hjarta í svona, en þetta er allt að koma. Krakkarnir ótrúlega sterk. byð að heylsa í kotið hjá ykkur,

kv Hrafnhildur á Selfossi

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband