Er þetta dæmi um handvömm meirihlutans í borginni?

Er eðlilegt að Reykjavíkurborg auglýsi fyrir einkaskóla, eftir fólki. Mér finnst það ekki, en á vef leikskólaráðs má lesa auglýsinguna hér að neðan. Hinsvegar má vera að þetta sé almenn auglýsing og viðkomandi þurfi ekki að vera í samstarfi við Skóla ehf, en verði að reka skólann undir formerkjum ákveðinnar stefnu og hafa sérþekkingu sem ætla má að starfsfólk skóla ehf búi yfir. Af auglýsingunni er það ekki alveg ljóst. Reyndar sé ég ekki alveg hvernig það stenst t.d. lög um leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla þar sem sterk áhersla er á faglega ábyrgð og frelsi að auglýsa eftir rekstaraðila á þennan hátt. En kannski það sé arfleið Sjálfstæðisflokksins að stuðla að aukinni forræðishyggju og miðstýringu.

 

Ég er líka að velta fyrir mér hvort að leikskólaráð hafi pissað í skóinn sinn þegar það kynnti hugmyndina um Borgarbörn, í þeirri áætlun kom fram að opna ætti fjóra heilsuungbarnaleikskóla(deildir). Ég held kannski að þegar farið var að skoða málið hafi komið í ljós að borgin verður auðvitað að leita tilboða, hún geti ekki boðið einum aðila svona samning, það standist ekki góða stjórnsýslu. Og til að bjarga sér úr vondum málum er nú búið að sérsníða auglýsingu svo að Skólar ehf geti fengið verkefnið enda í framrás að eigin sögn. Hér held ég að sé ekki við Skóla ehf að sakast heldur sé málið dæmi um enn eina handvömm núverandi meirihluta í Reykjavík.

 

Heilsuleikskóli - auglýst eftir rekstraraðila

Auglýst er eftir áhugasömum aðilum sem vilja reka ungbarnaskóla í Reykjavík undir formerkjum svokallaðrar heilsustefnu fyrir leikskóla. Sjá heimasíðuna www.skolar.is/heilsustefnanUngbarnaskólinn verður fyrir börn á aldrinum 1-3 ára og mun njóta rekstrarstyrkja Reykjavíkurborgar líkt og aðrir sjálfstætt starfandi leikskólar í borginni.

Gerð er krafa um reynslu af skólastjórnun og að rekstraraðilar ráði yfir starfsfólki með faglega menntun í uppeldi og menntun ungra barna með áherslu á heilbrigði, hollustu og hreyfingu. Gerður verður þjónustusamningur við einn skóla um þetta verkefni.

 Frekari upplýsingar veitir Ragnhildur E. Bjarnadóttir sviðsstjóri Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar í síma 411 7000


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er nú frekar hallærislegt af hverju gera þeir ekki bara samning við þá, það á hvort eð er engin möguleika í þetta eða hvað? Svo er ekkert inn á þessum línk hvort eð er, þannig að það ætti ekki að vera erfitt að uppfylla skilyrðin ef þau eru engin kannski að Bjargir leikskólar ehf. sæki um, bara til að sækja um

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæl reyndar er inn á slóðinni ef maður tekur aftasta punktinn út

www.skolar.is/heilsustefnan 

ég reyndar hélt að Skólar efh væru að fara að reka þessa skóla fyrir borgina hefðu verið beðnir um það. Var búin að frétta það út í bæ og fá að því er ég taldi fullnægjandi staðfestingu. Þess vegna þegar ég las auglýsinguna fyrst fannst mér eins og það væri verið að auglýsa eftir rekstraraðilum fyrir Skóla ehf. En svo þegar ég hugsaði málið þá sá ég að það getur ekki verið, heldur hlýtur borgarlögmaður að hafa gert athugasemd við að leikskóli sé boðinn einhverju tilteknu félagi án útboðs. Allt annað ef viðkomandi hefði sjálfir komið til borgarinnar og boðið. Svo ég held að þið getið alveg´sótt um, fáið bara útboðsgögnin og pælið í þessu. Þið hljótið að geta sveigt ykkur inn á heilsusamlegt uppeldi - enda trúi ég ekki öðru en að það sé það sem þið ætlið ykkur hvort eða er.

Kristín Dýrfjörð, 7.5.2008 kl. 18:48

3 identicon

Ég hugsa að við byrjum á bjarma og njótum þess að byggja hann upp a.m.k. fyrst um sinn, sjáum svo til hvað við gerum í framhaldi af því

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:38

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

líst vel á það - hlakka mikið til að sjá hann mótast **)

Kristín Dýrfjörð, 7.5.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband