Matsfræði og skapandi efnisveitur

Í gær fór ég á aðalfund Íslenska matsfræðingafélagsins. Þetta eru ársgömul samtök fólks sem hefur flest sérmenntað sig í matsfræðum. Á fundinn mættu rúmlega 50% félagsmanna og rúmuðumst við öll, við eitt borð. Í gærkvöldi fór ég í Hafnarfjörð og skoða húsnæði sem leikskólinn Stekkjarás  hefur fengið til að setja upp ReMídu smiðju fyrir afmæli bæjarins. Ég hafði fyrr um daginn stefnt Soffíu á Sæborginni  hingað heim til að fara með mér, sagst verða svolítið sein fyrir vegna aðalfundarins. Hún hélt að ég væri á fundi tengdum matvælum. Fattaði það ekki alveg, en hvað veit maður um einkaáhugamál fólks, mín gætu alveg verið matur.

En hvers vegna ætti einhver sem ekki er að spá í mati og matsfræðum endilega að vita að matsfræði snúast um að meta starf ýmissa stofnana. Að matsfræði eru viðurkennd og sívaxandi fræðigrein. Grein sem hefur í nokkur ár verið kennd við Háskóla Íslands.

Húsnæðið sem Stekkjarás er búin að fá er ótrúlega rúmgott og hentar vel fyrir skapandi efnisveitu. Þar er rými fyrir fjölbreytt tilrauna- og byggingarsvæði. Þar er rými fyrir handverkssvæði. Þar er rými fyrir það sem sumir kalla drasl og við köllum gull.

Nú er framundan að safna alla vega efnivið og þá þurfa margir að leggja hönd á plóg. Stekkjaráskonur ætla líka að leggja SARE (Reggio-samtökunum) lið, hluti af ráðstefnunni okkar í maí verður hjá þeim í þessu húsnæði og námskeiðið um skapandi efnisveitu verður líka þar. Íslensk samhjálp og samstarf af bestu gerð.

Ég finn að helst að öllu vil ég henda öllu til hliðar og steypa mér í þetta ótrúlega spennandi verkefnið með þeim. En mín bíða víst önnur verkefni og ætli sé ekki best að láta þau ganga fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spennandi tímar framundan en hvað er að frétta af SARE samtökunum? Eitthvað nýtt með heimasíðu og eru einhverjir skólaþróunardagar í haust (sem ég þyrfti að hugsa um varðandi skipulag)

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband