Er það trygging fyrir gæðum leikskóla að börnin séu glöð?

Ég hef oft heyrt starfsfólk leikskóla segja að það vinni í anda Dewey. Kenningar hans séu hafðar sem leiðarljós í starfi. Ég efa ekki að það geti verið að hluta til rétt, sérstaklega það sem snýr að reynslu og tilfinningum. En ég hlýt að taka undir með Dewey að reynsla er mismunandi og þó börnin séu glöð og virðist ánægð í leikskólanum er það ekki ávísun á að reynsla þeirra þar hafi nauðsynlega verið menntandi og hjálpi barninu að vera þátttakandi í því sem er að gerast hér og nú og í framtíðinni.

Dewey taldi reynsluna þurfa að uppfylla skilyrði til þess að hún teldist menntandi, hún þyrfti að byggja upp hæfni til að takast á við og vinna úr nýrri og breyttri reynslu í framtíðinni. Hægt er að velta fyrir sé hvort leikskólakennarar séu vissir um að það eigi við um starfið í leikskólanum, jafnvel þó börnin séu ánægð? Er t.d. með sanni hægt að segja að ánægð börn, ánægðir foreldrar séu merki um gæðastarf í leikskólum? Er í raun hægt að styðjast við yfirborðkennda frasa þegar verið er að fjalla um starfið í leikskólanum?

Greinarkornið hér að ofan er hluti af fyrirlestri sem ég samdi og flutti í tilefni 10 ára afmælis leikskólabrautar Háskólans á Akureyri.

Fyrir þá sem áhuga hafa á að lesa allan fyrirlesturinn má finna hann hér í meðfylgjandi skrá.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk f. þetta.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 08:09

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Það er spurning - getur verið að þeir séu jafn illa búnir? Svona til að svara í anda Dewey má leiða af því líkum að ekkert geti undirbúið mann nema reynslan og þær leiðir sem viðkomandi hefur til að vinna úr henni.   

Ég er ekki að halda því fram að leikskólar eða skólar síðustu ára hafi verið eða séu betri en skólar áður fyrr. Ég held ef eitthvað er að um sumt hafi skólar einmitt ekki breyst nóg og alltaf sé hægt að gera betur.

Kristín Dýrfjörð, 29.4.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband