Lofsvert framtak

Það er lofsvert framtak hjá Icelandair að veita langveikum börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til að láta drauma rætast. Það er gott að sjá að á tímum efnishyggjunnar skipta okkar minnstu systkini, máli. Að eiga sér drauma er réttur sérhvers manns, að geta látið drauma sína rætast er von okkar allra. Megi börnin og fjölskyldur þeirra eiga ánægjulega daga í langþráðu fríi þau eiga það sannarlega skilið.  
mbl.is 32 Vildarbörn á leið í draumaferðina með fjölskyldu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt góðra gjalda vert en samkvæmt því sem ég hef heyrt frá starfsfólki Icelandair þá kaupir Vildarklúbburinn flugsætin fullu verði af Icelandair. Er þetta því nokkuð öðruvísi en ef félag langveikra barna keypti sætin sjálft? Það sem ég er að ýja að er að ef sætin fengjust á lægra verði gæti Vildarklúbburinn notað mismuninn til þess að aðstoða fleiri börn og fjölskyldur þeirra til þess að komast í frí eða aðstoða á annan hátt.

En þakka ber það sem vel er gert samt sem áður og ég er sammála að þetta er lofsvert framtak.

John Doe (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 16:00

2 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Já við getum líka tekið þátt í þessu, ef við eigum krítarkort með punktasöfnun.  Öðru hverju fyrnast punktar en það má gefa þá í þessa söfnun.  Þess vegna fer ég inn á punktastöðu mína rétt fyrir áramót og ef ég á punkta sem eru að eyðast þá gef ég þá í þetta.  Eins þegar ferðast er með vélum flugleiða þá er hægt að gefa smámynt í umslög sem eru í sætisvasa. 

Bróðir minn og fjölskylda hafa farið í svona ferð og var það ómetanlegt, án hjálpar hefðu þau aldrei komist.  Annar bróðir minn og hans fjölskylda fengu einmitt ferð í gæt þannig að það er spenningur á þeim bæ.  

 http://benjonikla.blog.is

Rósa Harðardóttir, 25.4.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er bara frábært hjá þeim!  Það er ekki flóknara.

En þetta með punktasöfnunina skil ég ekki.  Ef þessir punktar eru að fyrnast, af hverju lá þá Flugleiðamenn þá punkta sem fyrnast renna sjálfkrafa í þetta verkefni.

Jón Halldór Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband