11.4.2008 | 20:40
Söngvakeppni framhaldsskóla og lýðræðisdagur
Á morgun ætla framhaldsskólarnir að takast á í söng og hljómsveitarleik á Akureyri. Sá áðan í Kstljósinu eitt minna "gömlu barna" hita raddböndin. Það er hann Dagur sem er í FÁ, sem eitt sinn var leikskólabarn í Ásborginni. Ekkert breyst drengurinn. Og af því að mér er hlýtt til allra minna gömlu barna óska ég honum góðs gengis.
Á morgun er líka íbúðarþing um lýðræði á Akureyri. Ég hlustaði á menntskælinginn Jan minna okkur á að það geta og eiga ekki allir að verða keppnismenn í íþróttum. Ef það er stefnan missa þær nokkuð af forvarnargildi sínu. Góð áminning.
Annars er dagskráin svona:
Íbúalýðræði
Framsaga: Ágúst Þór Árnason
Umræðustjóri: Margrét GuðjónsdóttirMengun, umferð og lýðheilsa
Framsaga: Pétur Halldórsson
Umræðustjóri: Kristín Sóley SigursveinsdóttirGöngu- og hjólreiðastígar
Framsaga: Guðmundur Haukur Sigurðarson
Umræðustjóri: Inga Þöll ÞórgnýsdóttirLýðheilsa og skipulag
Framsaga: Matthildur Elmarsdóttir
Umræðustjóri: Karl GuðmundssonHæglætisbær eða heimsborgarbragur?
Framsaga: Hólmkell Hreinsson
Umræðustjóri: Katrín Björg RíkarðsdóttirVistvernd í verki. Allra hagur.
Framsaga: Stella Árnadóttir
Umræðustjóri: Gunnar GíslasonAð eldast á Akureyri.
Akureyri fjölskylduvænt samfélag.
Framsaga: Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Umræðustjóri: Þórgnýr Dýrfjörð
Framsaga: Jan Eric Jessen
Umræðustjóri: Sigríður Stefánsdóttir
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:41 | Facebook
Athugasemdir
Sjáumst á morgun. Ég ætla hugsanlega að "eldast á Akureyri" er það nokkuð kokkanámskeið?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 20:42
heheh, veit ekki hvort frændi minn og/eða samkennari eru góðir kokkar og alls ekki hvort að þau eru snillingar í norðlenskri eldamennsku. Sjálf ætla ég að hitta mínar skólasystur í Reykjavík á morgun og ekki að vera á Akureyri.
Kristín Dýrfjörð, 11.4.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.