Hvatningarverðlaun Reykjavíkur til leikskóla borgarinnar

Til að vekja athygli á því merkilega starfi sem fram fer í Leikskólum Reykjarvíkurborgar, ákvað leikskólaráð haustið 2006 að veita 6 leikskólum eða leikskólaverkefnum árlega sérstök hvatningarverðlaun. Allir sem áhuga hafa á leikskólastarfi geta tilnefnt verkefni eða skóla. Ömmur og afar, pabbar og mömmur, stofnanir eða fyrirtæki sem eiga í samskiptum við skóla og hafa þannig kynnst því sem þeir eru að gera geta tilnefnt.

Þar sem ég veit að margt áhugafólk um uppeldisstörf í leikskólum les stundum bloggið mitt fannst mér ekki úr vegi að misnota aðstöðu mína og auglýsa verðlaunin og hvetja sem flesta til að tilnefna skóla eða verkefni.

Frestur til að skila tilnefningum til hvatningarverðlauna leikskólaráðs 2008 rennur út 15. apríl 2008. Sjá tilnefningarblað. Sendið tilnefningar á netfangið: leikskolasvid@reykjavik.is

Verðlaun sem þessi gegna ekki síst því hlutverki að vekja athygli á þeim fjölbreytileika í starfsháttum og hugmyndafræði sem finna má í leikskólum borgarinnar. Þar er að finna skóla sem leggja áherslu á skapandi starf, tónlist, myndlist, hreyfingu, lýðræði, útiveru, samband manns og náttúru, að skynja náttúru í borgarsamfélagi, fjölmenningu og fjölbreytileika hver með sínum hætti.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir áminninguna!

Góða ferði til Reggio, draumaferð!  Þegar ég verð stór ætla ég í svona ferð:) 

Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband