4.4.2008 | 23:55
Það er "list" að snuða
Fyrir rúmri viku þurfti ég að bregða mér af landi brott í nokkra daga. Þar sem litla ferðataskan hafði orðið eftir fyrir norðan ákvað ég að bregða mér í búð og skoða töskur sem mega fara með í handfarangur. Í einni slíkri sérverslun var nokkuð úrval en vörur ekki allar verðmerktar. Með mér var vinkona mín sem skoðaði handtöskur. Henni leist vel á eina og spyr hvað hún kosti. Afgreiðslukonan varð létt stressuð og hóf leit (það virtist sem svo að flestir verðmiðar hefðu nýlega verið fjarlægðir af varningi búðarinnar) - hún fann svo eitthvert verð og segir við okkur, "æi þið vitið, gengið hefur verið svo á svo mikilli ferð undafarna daga". Ég hugsaði samstundis hér er ég stödd í lifandi dæmi þess að nú á að maka krókinn. Fýkur pínu í mig og ég segi við mína vinkonu, "heyrðu við skulum skella okkur í Eymundson og tékka á hvort töskurnar þar kosta ekki það sama og fyrir jól," en þá hafði ég verið að pæla í tösku (sem þær líka kostuðu). Í dag sat ég í bílnum og heyri sérverslunina auglýsa 20% verðlækkun á völdum töskum. Kannski þeim sem þau hækkuðu í síðustu viku, hvað veit ég.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.