Þessir lesa bloggið mitt

Eftir að hafa haft í gangi alllegni spurningu um hver les bloggið mitt hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðu. Um 60% fastra lesenda er að öllum líkindum leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla. Ef að meðalinnlit á dag er um 200 gestir merkir það að um 120 leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla ítur inn hjá mér daglega. Mér finnst það bara nokkuð gott. Um fjórðungur lesenda eða um 50 daglegir gestir eru almennt áhugasamri um málefni líðandi stundar og barna sem mér finnst líka bara nokkuð gott.

Að lokum þakka ég fyrir þátttöku og er að hugsa næstu spurningu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Rós Jóhannsdóttir

sæl !

mer finnst líka alveg lámarkskurteisi að kvitta fyrir innlitið

svo kvitt kvitt

kveðja Linda 

Linda Rós Jóhannsdóttir, 4.4.2008 kl. 09:56

2 identicon

Ég er þá í 40% flokknum  Annars verður þú auglýst á forsíðu Akursins á næsta fimmtudag! Ég held að margt skólafólk af landinu öllu komi hér við. Þú ert með afar fræðilega síðu en ekki þunga. Það er lyftidyft í henni. Kvitt...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæl öll og takk fyrir innlitið og kveðjurnar. Auðvitað er gaman að sjá fólk kvitta fyrir innlit en það er samt ekki nauðsynlegt. Konur og menn mega alveg vera laumulesendur. Ég var spurð í dag hvernig ég hefðu tíma til að blogga viðkomandi segist varla hafa tíma til að lesa "mig". En málið er að lít á þetta sem nokkurskonar viðburðadagbók og tek  sjálfa mig held ég passlega alvarlega (líka allar fljótfærnisvillurnar sem ég er alltaf að gera).  Ég á t.d. bráðum árs afmæli á blogginu og þá er gaman að fara yfir og sjá hvað ég hef verið að gera, pæla og hef hvað af því ég hef ákveðið að deila með öðrum síðasta ár.  

Kristín Dýrfjörð, 4.4.2008 kl. 16:12

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sæl Kristín, ég les reglulega bloggið þitt, mér finnst það fræðandi og skemmtilegt hvernig þú tekur á málefninu.  Og ég vil þakka þér fyrir það.

   Ég er þessi "sérstök áhugamanneskja" um leikskóla, þar sem ég tók að mér umsjón með litlum manni, vegna veikinda móður sem gekk með tvíbura, og hætta var á fæðingu æskilega snemma, svo hún þurfti að vera rúmliggjandi. -  En litli maðurinn sem nú er kominn hátt á þriðja ár, var svo heppinn að fá inni á Laufásborg í ágúst sl.  En það gekk ekki þrautalaust að fá inni fyrir hann á leikskóla.

   Í hverfinu þar sem hann býr eru " þrír" leikskólar í næstu götum en þar var "minnst"  2ja ára bið, s.l. haust, þ.e.a.s., ef drengurinn væri "heppinn", var mér sagt,  en það væri" langur biðlisti" af systkinum þeirra barna, sem fyrir væru. og þau börn gengju fyrir.  Og það það skildi ég vel, en hitt skildi ég ekki og það var hin skýringin á að drengurinn þyrfti að bíða  í allt að þrjú ár eftir plássi.  

  Semsagt hin hlið málsins var:   Að þó drengurinn yrði heppinn og fegni pláss, þá þyrfti hann samt að bíða í a.m.k. 2 ár, þar sem ekki væri "mannskapur" til að sjá um börnin sem skólinn mætti taka í vistun.  Og því skildu hvorki ég,  né foreldrar drengsins láta mig dreyma um, að koma honum á leikskóla fyrr en eftir þrjú ár.

   Já, en, spurði ég af veikum mætti því þetta var spursmál upp á líf og dauða, væntanlegra barnabarna minna. -  Að drengurinn fengi inni á leikskóla s.s. segir til í lögum um leikskóla. Þar sem neyðarástand ríkti á heimili hans. Móðir hans var rúmliggjandi heima og mátti sig ekki hreyfa, márri ekki einusinni lyfta honum upp þá fór fæðing af stað,  faðirinn þurfti að vinna til að sjá fjölskyldu sinni farboða,  og því þurfti drengurinn ummönnun. 

   Þetta er semsagt ástæðan fyrir því að ég endurnýjaði kynni mín af leikskólamálum,  sem ég hélt að ég væri blessunarlega laus við, nema í mesta lagi ,  liti ég við til að sækja ömmubörnin þegar mér hentaði.  

    Ég hef haft ómælda ánægju af að kynnast "Hjallastefnunni", og er svo hrifin að þeirri vinnu sem fram fer á Laufásborg, að innst inni er ég bara fegin, fyrir drengsins hönd, að hann skyldi ekki eiga möguleika á, að komast inn í neinn af þeim þrem leikskólum sem eru í næstu götu. - En óneitanlega mundi spara bensínkostnað og fleiri útgjöld væri hann í leikskóla í hverfinu.  En nóg í bili.  TAKK fyrir bloggið þitt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.4.2008 kl. 16:27

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fyrirgefðu Kristín í 2. málsgr. 3. línu á að standa, - hætta á fæðingu "óæskilega" snemma- .  Og í 5. málsgr. - 5 línu á að standa: "mátti" ekki einusinni lyfta drengnum.- Ef hægt er að leiðrétta það.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.4.2008 kl. 16:37

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Ef að meðalinnlit á dag er um 200 gestir merkir það að um 120 leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla ítur inn hjá mér daglega". Mér finnst þetta vera sérlega athyglisverður árangur, að ná svona vel inn í fagstétt sína. Og er ég allveg hlutlaus.

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.4.2008 kl. 16:48

7 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Iss, við skulum ekki vera að hafa áhyggjur af smá orðalagsvillum (sérstaklega þar sem ég er alltof oft sek um þær). En það er gott að barnið komst inn að lokum og að þið séuð glöð með hann. Það skiptir nefnilega heilmiklu að mæður og feður og ömmur og afar séu ánægð með leikskólann. Þó að mér þyki nú (líka í ljósi þess sem þú segir) verra að Laufásborg þessi stóri og glæsilegi leikskóli sé ekki lengur hverfisleikskóli eins og hann var. En það er nú reyndar önnur saga.  

Ps. OG þrátt fyrir nokkra þekkingu á tölvum kann ég ekki að fara inn í komment og breyta þeim

Kristín Dýrfjörð, 4.4.2008 kl. 16:50

8 Smámynd: Halla Rut

Sæl Kristín.

Ég átti nú svo lítið erfitt með að svara spurningunni þinni en ég er bæði foreldri leikskólabarna og mikill áhugamaður á leikskólamálum. Ég er eiginleg með þau á heilanum .

Ég er mikill aðdáandi skrifa þinna þótt við séum kannski ekki með sömu áherslur á hlutina þá held ég að þú hafir það sem mig vantar uppá og því tel ég mikinn fróðleik fyrir mig í skrifum þínum.  Kannski er það einmitt því þú ert menntuð í faginu en ég ekki. Mín skoðun er einmitt sú að samspil þessara tveggja gætu byggt upp góðan leikskóla hér á landi þ.e.a.s. fagmaðurinn og sá sem sér þetta meira út frá efnahagslegu og samfélagslegu sjónarhóli. Ég þyrfti nú eiginlega tíu sinnum lengri skrif hér til að skýra út fyrir þér hvað ég meina nú eiginlega með þessu en við eigum eftir að hittast og þá ræðum við það....

Ég skal hér eftir vera duglegri að kvitta. 

Halla Rut , 4.4.2008 kl. 18:18

9 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Sæl vertu Kristín.

Ég var að "detta inná" síðuna þína í fysta sinn og líst vel á það sem ég sé:)

Ég starfa líka á Reggio leikskóla. Óskalandi í Hveragerði og við erum 17 talsins að fara til Stokkhólms á Sumardaginn fyrsta að skoða 2 leikskóla þar og  svo förum við einnig í alþjóðlega barnalistasafnið í Varby Alle, en þar eru listaverk eftir börn víðs vegar úr heiminum, gerð úr verðlausum efnum.  það er eitthvað sem við höfum mikinn áhuga á og reynum að stunda sjálfar með börnunum "okkar".

Ég sé að þú ert líka að leggja lönd undir fót og óska þér góðrar og skemmtilegrar ferðar:) 

Linda Samsonar Gísladóttir, 4.4.2008 kl. 18:29

10 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sælar bæði Linda og Halla. Vona að ferðin ykkar á Óskalandi verði skemmtileg, reyndar efa ég það ekki, Svíar eru orðnir mjög þjálfaðir í að taka á móti erlendum hópum (ég reikna með að þið séuð að fara að skoða Reggio skóla í gegn um Reggio Institutet), kannski meira að segja skóla sem ég þekki eitthvað til í.

Gott Halla að skrif mín geti verið þér til gagns en þó ég haldi ákaft fram hlið leikskólanna vil ég nú meina að samfélagsleg og jafnvel efnahagslega sýn sé mér ekki fjærri. En um það má sjálfsagt deila.

Og eins og ég sagði hér að framan þá er gaman að sjá kvitt, en alls ekki nauðsynlegt.

Kristín Dýrfjörð, 4.4.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband