Sturlubarnið elskar að fara í feluleik og við að leika við hann

Margir telja það að fara í feluleik (pík a bú) við ungabörn einn mikilvægasta leik sem leikinn er. Hann gegni lykilhlutverki í þróun hugmynda barna um að hlutir séu til þó þeir sjáist ekki. Sturlubarnið elskar að fara í feluleik. Hvar er Sturla? Þarna er hann! Hendur, bleyja, hvað sem er, er notað til að fara í leikinn. Sturlubarnið er glatt barn sem brosir nánast hringinn en þegar við fórum í hvar er Sturla, hlær hann dátt. 

Í kvöld kom Sturlubarnið með foreldrum sínum í mat. Á eftir matinn settumst ég og Sturlubarnið inn í sjónvarpsherbergi. Pabbi hans var frammi og kom hoppandi fyrir horn inn í herbergið og sagði ákveðinni röddu; hvar er Sturla? og veifaði höndunum. Og Sturlubarnið hló og hló, og svo fór pabbi aftur fram og endurtók leikinn. Eftir tvö skipti fór Sturlubarnið að bíða, horfa í áttina að hurðaropinu. Og að sjálfsögðu varð hann ekki fyrir vonbrigðum, pabbi kom og lét honum bregða og hann hló. Svo bað ég um að afi mundi hoppa inn í stað pabba. Ég vildi sjá hvað gerðist. Sturlubarnið horfði eftirvæntingarfullur í áttina að hurðinni. Beið eftir pabba, tilbúinn á svipinn að fara að hlæja, nema að það er afi sem birtist.  Á munninn kom skeifa svo fóru munvikin að titra og tár lak niður kinn. Til að laga stöðuna varð pabbi að koma og bregða litla barninu og allt varð gott á ný. Afi spilaði svo bara nokkur lög á gítar og söng með og hann og Sturlubarnið voru aftur orðnir bestu vinir.

  

Rakst á þessa síðu um ungabörn, getur verið áhugaverð fyrir aðrar ömmur (kannski líka afa og jafnvel foreldra) líka.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rakst hingað inn, skemmtilegar og áhugaverðar færlsur hjá þér.

jóna björg (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk fyrir það og gleðilega páska.

Kristín Dýrfjörð, 24.3.2008 kl. 13:12

3 Smámynd: Elías Theódórsson

Börn þrá návist við foreldra sína. Það er þeim eðlislægt. Ef börnin fengju val (sem okkur fullorðnum finnst sjálfsagt að hafa) myndu þau velja meiri návist við foreldra umfram "professionala". Því miður er þjóðin að ala upp kynslóðir einstaklinga sem njóta alltof lítilla samskipti við foreldra sína. Í einföldum feluleik getur ungabarnið tjáð tilfinningar sínar á afdrifaríkan hátt.

Elías Theódórsson, 24.3.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Elías, ég hef líka leikið þennan leik við börn í leikskólum og þau haft jafn gaman af og börn sem ég leik við heima, og eins og þú sjálfsagt veist þá mæli ég með leikskólum. Í mínum huga er ekki annaðhvort eða heima eða leikskóli. Það er bæði. Hitt er svo annað mál að vinnudagur foreldra og barna er of langur hérlendis, en það ætla ég ekki að ræða núna.  

Kristín Dýrfjörð, 24.3.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband