13.3.2008 | 00:58
Tæknivesen, vesen, vesen og mánudagseintök af tölvum
Missti af fluginu mínu heim, tók einni vél seinna en ég fyrirhugaði. Minna eftir af kvöldinu en ég ætlaði og líka minni tími til að láta hluti fara úrskeiðis. Nema þá gengur auðvitað allt á afturfótunum.
Ég er búin að vera í eintómu tækniveseni í kvöld, ætlaði að vera svo flott á því að skella myndbandi frá vísindasmiðju í Ráðhúsinu inn í tölvuna og búa til litla sæta DVD mynd, fyrsta tölvan fann myndabandið (sem er hdd) en hún fraus jafnóðum og ekkert að gera nema endurræsa, samt er ég búin að fá nýtt móðurborð í þá elsku - held hún hljóti að vera mánudagseintak eins og sagt var um suma bíla hér áður fyrr. Spurningin er hvað það er nú, kannski þarf ég sérstakt forrit til að keyra upp fierwire 2. Næst reyndi ég við tölvuna hans Lilló, hún vildi bara alls ekki tala við mig og þegar ég ætlaði að skella nýju Pinacle studio inn sagði hún það ekki tala við Windows vista, á endanum var gamli jálkur og gamla firewire tengið dregið upp og nú spilast þetta allt samviskusamlega inn.
Kannski ef ég er heppin get ég búið til diskinn og tekið með mér á fund á Seyðisfirði í fyrramálið. Fór að rifja upp hvenær ég kom þangað seinast, haustið 1969 með ömmu og kvenfélaginu á Eskifirði í tengslum við berjaferð.
Jæja ég VERÐ víst að játa mig sigraða, þetta HEPPNAÐIST ekki - held ég reyni að koma mér í bælið er á leiðinni í fimmtu og sjöttu flugferðina í vikunni á morgun. Skal viðurkennt að þær taka á kropp. Skil ekki hvernig þeir sem starfa við flug fara að. Ég verð dösuð.
kæru vinir, góða nótt (eða dag)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæll, ég er vinur allra sem vilja vera vinir mínir **)
Kristín Dýrfjörð, 14.3.2008 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.