Samræða um kirkju, skóla og samfélag – engin öskurkeppni

 stanley 119

Mas og öskurkeppni eru við það að ganga frá allri samræði dauðri stóð í grein eftir Þröst Helgason í Morgunblaðinu í gær. Þar er hann að fjalla um bókina Conversation: A history of declining art. Eftir Stephen Millier nokkurn. Þar kemur fram að raunveruleg samræða þar sem fólk hefur áhuga á að hlusta á rök og setja fram rök, sé í útrýmingarhættu. Nú sé fólki kennt og selt hugmyndir um niðursoðna  samræðu sem byggir frekar kappræðu og öskurkeppni en því að hlusta. Í leikskólahugmyndafræði sem ég hef löngum aðhyllst er megináherslan lögð á hlustun. Þar er hlustun talin grundvöllur lýðræðis og samræðu. 

af innra minni - tjörnin speglun


Í gær laugardag, tók ég þátt í samræðu. Samræðu um skóla og kirkju. Akureyrarkirkja bauð til hennar og byggðu upp á þann hátt að fyrst voru fjögur stutt innleggserindi (ca 15 mínútur hvert, sjá umfjöllun hér að neðan), þau voru brotin upp með tónlistaratriði sem hjónin á Tjörn í Svarfaðardal, Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn Hjartarson sáu um. Eftir seinni tvö erindin veittu hjónin okkur meira tónlistarkonfekt. Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri í Brekkuskóla sá svo um að halda utan um herligheitin.

Kirkjan bauð svo öllum í kaffi og bakkelsi og efir það hófust fjörugar umræður. Spurningar úr sal voru margar og stórar. Mismunandi sjónarhorn og áhyggjur m.a. af þekkingu landsmanna á kristnum fræðum og sögu komu fram. Aðrir töldu að það að hafa ákvæðið um að siðferði ætti að byggjast á kristilegum gildum einu trygginguna fyrir því að hugtakið yrði ekki togað, teygt og skrumskælt. En aðrir bentu á að kristið fólk á það til að skrumskæla og afbaka kristin hugtök. Það eitt og sér væri því enginn trygging. 


Sú spurning kom fram hvort að ef skólar í meira mæli verða einkareknir hvort þeir geti þá ekki skilgreint sig sem skóla sem byggja á kristnum gildum. Á það var bent að slíkir leikskólar og grunnskólar séu þegar til fyrir þá foreldra sem það velja, m.a. einn leikskóli á Akureyri. 
 
Krakow 009

Leiði gyðinga í kirkjugarði í Krakow

Svanur Kristjánsson prófessor við Háskóla Íslands sagði að lýðræðið þyrfti á fólki að halda sem þyrði að vera hugrakt og standa með lýðræðinu. Það þyrfti fólk sem léti ekki sálarlausa vísindahyggju stjórna gerðum sínum. Hann taldi að fólk sem tryði á guð í sjálfum sér og öllum öðrum mönnum spornaði gegn sálarlausri vísindahyggju, sem hefur leitt til vönunar fólks á Íslandi og útrýmingu fólks í bæði Sovétríkjunum gúllagsins og Þýskalandi nasismans.  En í máli hans kom líka fram sterk gagnrýni á yfirvöld kirkjumála hérlendis sem gangi ekki í takt við þjóðina og hafi látið hennar stærstu réttlætismál (eins og gjafarkvótann) fram hjá sér fara.  
 

Karl Frímannsson, skólastjóri á Hrafnagili í Eyjafirði, fjallaði um nýtt frumvarp til laga um grunnskóla og þá ákvörðun að fella úr því ákvæðið um að skólastarf eigi að byggja á kristilegu siðferði. Hann taldi að sem fyrr þyrfti skólastarf að byggja á siðferðisviðmiðum, á mannvirðingu, á trú á réttlæti, sanngirni, kærleika og því góða í hverri manneskju. En ekki þyrfti að tilgreina þessi gildi sem kristin.  
 

Þórhallur Heimisson prestur í Hafnarfirði fjallaði um tengsl skólastarfs og kirkjunnar frá öndverðu, hann tengdi sig við hugmyndir Grundtvig um mennskuna og guð. En Grundtvig var prestur, skáld, heimspekingur og einn andans aðalforvígismaður lýðskólahreyfingarinnar sem upprunnin er í Danmörku. Hreyfing sem enn er sterk víðast hvar á Norðurlöndum.      

Mitt erindi læt ég svo fylgja með sem sérskjal fyrir þá sem það nenna að lesa. Vel að merkja þetta er handrit að fyrirlestri en ekki unnið til útgáfu og er hvorki skrifað né yfirlesið með tilliti til þess.

Að lokum ber að þakka Akureyrarkirkju og klerkum hennar fyrir hugrekkið og samræðuna.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Áhugaverð samræða. Það er deginum ljósara að skólastarf á að vera merkimiðalaust og fáránlegt að kristindómurinn eigi einhvern sérrétt á mannúð og virðingu.

Kristján Hrannar Pálsson, 9.3.2008 kl. 19:32

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Reyndar held ég að skólastarf hvorki geti né eigi að vera "merkimiðalaust", en við verðum að gæta þess vel hvaða merkimiðar eru valdir. Mér finnst t.d. hlustun og mannvirðing vera merkimiðar, miðar sem ég vil skrifa upp á, hins vegar særir það réttlætiskennd mína og hugmynd um sanngirni að sjá tilvísun í kristilega siðferðið í lögunum. 

Kristín Dýrfjörð, 9.3.2008 kl. 19:39

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mjög góð skrif hjá þér.  Takk

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.3.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk sömuleiðis, alltaf gaman að "sjá" lesendur.  

Kristín Dýrfjörð, 9.3.2008 kl. 23:42

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Mikið er ég feginn að einhver mætti til að andmæla trúboði í leikskólum.

Ég verð að játa að ég skil ekki að það sé deilt um þetta árið 2008.  Hvað er svona erfitt við að skilja að trúboð á heima í kirkjum og kennsla í skólum.  Enginn hefur mótmælt því að börnum sé kennt um trúarbrögð og þar með talið kristna trú.

Hvernig voru umræðurnar?

Eitt enn, þú hefur eftir Svani Kristjánssyni:

Það þyrfti fólk sem léti ekki sálarlausa vísindahyggju stjórna gerðum sínum. 

Hvað þýðir þetta eiginlega?  Hvað er "sálarlaus vísindahyggja"?  Er þetta ekki bara ein birtingarmynd fordóma gagnvart trúleysingjum?

Ég trúi ekki á yfirnáttúru - hvorki gvuði né álfa, ég tel vísindi og fræði færa okkur nær sannleikanum um veröldina.  Ég les heimspeki, skáldskap og fræði. 

Er það "sálarlaus vísindahyggja"? 

Matthías Ásgeirsson, 10.3.2008 kl. 10:14

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæll nú skal ég ekki alveg fullyrða um hvort að Svanur notaði akkúrat "sálarlaus" eða köld, tóm eða firrt eða ...  þetta er mín útlegging á því sem hann sagði. Minn skilningur.

Þar sem að trú er varla forsenda þess að fólk hafi sál, þá geta trúlausir varla firrst yfir að sálarlaus vísindahyggja sé slæm. Kannski er þetta frekar spurning um hvað er sál, hvernig fólk skilgreinir sálina. En eins og ég skildi Svan þá er manneskja sem er sálarlaus,  firrt manneskja, manneskja sem hefur enga siðferðisstuðla til að mæla gerðir sínar aðrar en eigin þótta. Væntanlega flokkar þú þig ekki þar. Væntanlega byggja þínir stuðlar á heimspeki og tilteknum lífsskilningi, sem spegla ákveðin viðhorf til lífsins.

Kristín Dýrfjörð, 10.3.2008 kl. 11:18

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

En þarna var verið að ræða um trú í skólum, ég á erfitt með að túlka svona umræðu í öðru ljósi.  Auk þess er afar vinsælt meðal margra að tengja saman trúleysi og kommúnisma, sem Svavar virðist einnig hafa rætt um.

Að sjálfsögðu flokka ég mig ekki þar, það flokkar enginn sig sem "firrta manneskju sem hefur enga siðferðisstuðla" :-)  En fólk flokkar aðra gjarnan á þann hátt.

Séra Svavari á Akureyri segist skilja betur "þá betur sem ekki eru sáttir við framgöngu sumra kirkjunnar manna í skólum landsins" eftir erindi þitt.  Eitthvað hlýtur þú að hafa sagt magnað því tugir greina hafa verið skrifaðar um þetta efni þar sem sjónarmið þeirra sem ekki eru sáttir hefur komið fram.

Aftur á móti er það svo skrítið að Þjóðkirkjan er ekkert að slaka á í leikskólatrúboði.  Það eykst ef eitthvað og nú heimsækja prestar fjölmarga leikskóla reglulega.

Þeir sem benda á að þetta sé ekki eðlilegt eru svo úthrópaðir. 

Matthías Ásgeirsson, 10.3.2008 kl. 17:17

8 identicon

Takk f. þetta. Margt að gerast á Akureyri s.l. laugardag. Var í Ketilhúsinu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 18:05

9 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæll, Svanur tengdi saman sovétríki Leníns/Stalíns og mannfirringu en ekki kommúnisma og mannfirringu. Sem mér finnst vera stór munur á.

Mér finnst kirkjan á algjörum villigötum með það sem ég og fleiri köllum trúboð -sunnudagaskólafyrirkomulag í leikskólum og hef sagt það og segi áfram. Sú afstaða mín hefur ekkert breyst. 

Ef ég hef fengið einhvern til að hugsa öðruvísi (og ekki bara ég, ekki má gleyma erindum annarra), þá er það gott. Ég held nefnilega að það að við upplýsum hvert annað og tölum saman það vinni gegn fordómum.

En einn dropi sem sameinast öðrum dropa enda stundum í fljóti. Allar hugmyndir hefjast sem agnarsmár dropi sem safnast þeir saman í fljót. En það er oft hlutskipti þess sem myndar fyrsta dropann að vera úthrópaður. Það þýðir ekki að hugmyndin eigi ekki rétt á sér. 

Kristín Dýrfjörð, 10.3.2008 kl. 18:06

10 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæll ég var líka í Ketilshúsi fyrir hádegi og hlustaði á Jóhönnu Sigurðar og Guðbjörgu Andreu. Eitt hefði sá fundur mátt læra af fundinum í Safnaðarheimilinu. Uppröðun í salnum og hvernig frumflytjendur snéru að áheyrendum. Uppröðun kirkjunnar bauð upp á nánd og samskipti. Það er vont að spyrja og eiga í samræðu við fólk sem snýr baki í mann. En var ánægð með það sem ég heyrði og fannst margir koma með góða punkta í umræðum. 

Ælta m.a. að setja mig í samband við jafnréttisstofu og spyrjast fyrir um það efni sem þau eru að vinna fyrir leikskólann.

Kristín Dýrfjörð, 10.3.2008 kl. 18:10

11 identicon

Flott færsla og flott erindi. Ég fór í kirkju þennan dag en ekki Akureyrarkirkju, því að ég var með dótturinni í Dalvíkurkirkju. Hún var að spila á tónleikum. Það var yndisleg stund.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband