Ömmuleikur

Í vikunni fékk ég fékk að vera í ömmuleik. Sturlubarnið kom í aleitt í heimsókn og amma fékk að labba með hann upp og niður Laugaveg, skreppa á kaffihús, labba út í háskóla og til baka. Hann átti reyndar að sofa, en var svo áhugasamur um umhverfið, hljóðin, fuglagarg á tjörninni og svo bara að horfa í augun á ömmu sinni. Sofnaði loks örstutt, vaknaði og hló. Talaði eða hjalaði með sinni djúpu rödd. Fékk svo að liggja á teppi hjá ömmu, hlusta á smá tónlist og leika með tómu gosflöskuna. Litla Sturlubarnið er þegar uppfullt áhuga á fjarstýringum og tökkum. Afi kom snemma heim og Sturlubarnið fékk hláturkast og hló og hló og náði gleraugunum af nefinu af afa. Í dag er ég búin að fara á marga fundi, hitt mikið af fólki, tala mikið og sjá margt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband